Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - C-code

Pages: 1 2 3 [4] 5 6
61
Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist .... 17 ára. Ekki slæm byrjun. Hann var gulfsteam aqua (sægrænn metallic) og hvítur að innan. Í honum var M-code 351 Winsdor, 4 barrel Motorcraft og FMX. Átti hann einn vetur, 1973 til 1974. Var búinn að endurnýja framhjólabúnað og láta gera upp kassann í hann og seldi svo. Hann fór til Vestmannaeyja. Strákur að nafni Hannes keypti hann og sá ég hann ekki eftir það ... fyrr en c.a. 1982-3 þar sem hann stóð í drullunni fyrir utan Vagnhjólið hjá Benna í einhverjum viðgerðum.

Mér fannst það alveg makalaust að þessi fallegasti ´69 Mach 1 sem hingað kom (já, litasamsetningin á honum var alveg einstök) skuli hafa endað sinn feril í svartri og rauðri pluss-smekkleysu. En, ég er samt undrandi á því að hann skuli þó hafa hangið svona lengi, eins og meferðin var svakaleg. Ég hafði nokkrum sinnum spurnir af því. Mér skilst að hann hafi verið rifinn c.a. 1985, enda þá útkeyrður og vel það. Hann var keyrður um 42 þús. mílur þegar ég eignaðist hann, þá nýlega innfluttan. Kom hingað, sennilega haustið 1972. Þá með ónýta skiptingu og framhjólabúnað í drasli.  Myndin er því miður alltof óskýr, en hún er sú eina sem ég á af honum. Hann þekkist alltaf á Chrysler Rallye felgunm. Þær voru á honum frá upphafi, þ.e. frá því hann kom hingað.


62
Leit að bílum og eigendum þeirra. / GT - 390 .... fyrir Jonna,
« on: January 26, 2007, 23:07:03 »
Jonni, það er rétt hjá pabba þínum að ég eignaðist þennan bíl sem hann átti á árunum áður er hann fékk rauðu 383 Cuduna sem talsvert er búið að skrifa um hér.

Þessi GT-390 bíl sem hann átti var skráður G-916 og var með rétta GT-390 S-code 335 hestafla vél, nákvæmlega eins og þá sem var í GT-390 bílnum sem Steve McQueen ók í Bullitt myndinni.

Bíll Jónasar var ísblár að lit með svarta innréttingu með rauð insert í sætum, klukku og snúningshraðamæli. Hann var EKKI Mach -1, heldur GT-390 sem er miklu sjaldgæfari bíll en Mach - 1.

Þessi er einn af þremur GT-390 bílum sem hingað komu og ég VEIT um, en ég sá hinsvegar S-code 390 bíl á plani í bænum c.a. 1984, rauðan að lit, en ég veit ekkert frekar um hann annars.

Barði Ágústsson flutti inn fyrsta GT-390 bílinn af 1969 árgerðinni en áður var kominn hingað dökkblár 1968 bíll sem enn er til á Akureyri. Bíll Barða var eyðilagður í atviki sem þú þekkir og fer ég ekki frekar orðum um það hér.

Bíllinn sem pabbi þinn átti fór fljótlega upp á Skaga og ég held að hann hafi verið þar þangað til hann var klessukeyrður vorið 1983. Ég keypti hann mjög mikið skemmdan af sn Challenger bræðrum og var hann talinn óhæfur til uppgerðar.

Ég var á þessum tíma búinn að kaupa Shelby Gt-500 bílinn frá Akureyri og fékk með honum heilan farm af varahlutum. Þar var m.a. vél ósamsett og illa farin. Það var 428 Cobra Jet vélin úr 1969 Cobra Jet MAch 1 bílnum sem Jón heitinn Baldursson flutti til landsins c.a. 1970-71.

Barði Ágústsson gaf mér skel af ´69 Mach 1 bíl sem hann hafði rifið nokkru áður og stóð til að færa allt dótið úr G-916 yfir og gera ground-up resto á bílnum. Þegar ég fór að skoða VIN númerin á bílnum ákvað ég að reyna frekar að bjarga honum og nota til þess hluti úr skelinni sem Barði gaf mér.

Til verksins fékk ég afburða færan bílasmið, Gunnar Stefánsson. Hann rétti allt sem þurfti að rétta, setti saman og gekk frá bílnum þannig að hann var klár til frekari vinnslu. Þessi vinna tók marga mánuði og kostaði heilt bílverð eins og þú getur ímyndað þér.

Áður hafði ég selt 390 vélina úr bílnum og sett C6 kassann í Shelbyinn svo hann var að nálgast rétt horf líka. 428CJ vélin átti að fara í GT bílinn en eins og stundum vill verða í þessu ... þá tæmdist veskið og ég seldi það sem ég gat af dótinu.

GT bílnum var bjargað og Shelbyinn hélt afram að kosta milljónir á milljónir ofan en ég sé eiginlega meira eftir GT bílnum vegna þess að hann hafði aldrei þurft að þola það ofboðslega abuse sem flestir þessir bílar höfðu gert.  GT er til, suður í Keflavík og er ekki til sölu. Vélin er til einhversstaðar en skiptingin er í Shelbyinum á bílasafni í Tokyo. Við náum líklega ekki í hana í vor amk. :)

63




En eigandinn hefur týnst all oft ......

64


Hér er myndin af þessum fræga bíl. Segi ykkur betur frá honum í framhaldinu. Myndina tók ég á fermingarmyndavélina mína, Kodak VP126 imbamatic í september 1976. (NEI, ég var ekki fermdur 1976)

65
C:\Documents and Settings\Gudmundur\Local Settings\Temporary Internet Files\Content.MSO\WordWebPagePreview\561B30DD.mht

Vona að þið getið séð myndina. Kann ekki almennilega að flytja myndir af eigin file inn á þráðinn .... svo ef engin er myndin, þá verra.

Bíllnn kom í ´nefndina vorið 1974. Ég keypti hann haustið ´75 og myndin er tekin í september 1976. SKýri málið nánar ef myndin kemst í gegn.
G.

Þið verðið sennilega að klippa slóðina út og setja hana inn á browserinn ...

66
Bílarnir og Græjurnar / 392 392 392
« on: January 13, 2007, 03:04:15 »
Sorry, sit her vid tolvi vestur i Arizona og kom thessu ekki betur fra mer.

426 Ramcharger velin er audvitad toppurinn af Chrysler Wedge velum, med cross - ram milliheddi sem skiladi sinu og vel thad.

Ja, Einar, 392 er malid. Svo Donovan 417 et al.

67
Bílarnir og Græjurnar / CROSS RAM
« on: January 12, 2007, 04:40:31 »
Cross ram greinarnar a 413-426 velunum var algert breakthrough a sinum tima. Framleidd a block Chrysler 1959-63 sennilega, vegna thess ad tha hafdi verid tekin akvordun um ad haetta framleidslu Hemi - velanna; 221-354-393 (early HEMI).

Thessar greinar voru framleiddar i tveimur mismunandi lengdum, allt eftir thvi i hvad atti ad nota bilinn sem pantadur var: Long Ram a gotuvelar en  Short Ram a velar sem nota atti a stuttar brautir og i kvartmilu.

Mismunandi staerdir blondunga og knastasa voru notud allt eftir gerd og lengd brauta. 1960 Chrysler 300 med long ram 413 nadi 145MPH a "The Flying Mile at Daytona 1960)

Einn besti multi -carb bunadur sem smidadur hefur verid. Bilaskripar haeldu thessum bunadi fram og aftur.

MAX WEDGE er allt annad daemi: Thar var um ad raeda 413 og tho adallega 426RB velar sem Chrysler sendi i keppni 1961-64 a theim tima sem engar HEMI velar voru a faeribandinu.

Oflugust thessara velar var an efa 1964 426RAMCHARGER -velin sem var faanleg i Dodge og Ploymouth-bilum (63-65) Huin var langt yfir 500hp og var mjog aberandi i mrgum flokkum Super Stock alveg fram til okkar daga.

The King?  1965 Plymouth Savoy 426 Ramcharger med Cross Ram milliheddi og tvo Carter AFB (Aluminum Four Barrel)

68
Ég er nú lítið búinn að taka á honum þannig að ég veit ekki hvað gerist með það.

Ég er ekki búinn að fá neinar tech info á hann frá þeim sem settu hann saman á sínum tíma. Bíllinn er greinilega smíðaður sem einhverskonar max götubíll. Það getur vel verið að hann hafi verið keyrður á braut, en ég veit ekkert um það.

Ég er bú búinn að skrifa slatta um þessar 429 vélar og búinn að eiga og vinna nokkrar slíkar. Það sem kemur mér mest á óvart er hversu meðfærilegur bíllinn er þrát fyrir að vera svona mikið unninn. Eitt sem vekur sérstaka athygli er hljóðið í vélinni. Þá á ég við mekaníska sóninn sem einkennir flestar vélar af þessari stærð. Hér er ekkert slíkt hljóð. Hægagangur er um 1800 - 2000 og það er ekkert að gerast nema fyrir aftan .... Minnir mig á þegar ég var búinn að stilla vélina í Cycloninum á sínum tíma og setti vindil á lofthreinsarann. Hann stóð þar upp á endann með vélina á 700sn ;))

Framtíðarplön eru óviss.  Ef ég keppi á honum, þá þarf að fjárfesta í ýmsum öryggisbúnaði og gera ýmsar breytingar á honum sem ég er ekki búinn að sjá fyrir endann á.

Langar samt að taka tíma á hann þegar ég get.

69
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Fully loaded
« on: December 13, 2006, 00:08:19 »
Eftir því sem ég fæ séð er allt í þessum bíl sem hægt var að fá í GT á þesum tíma; PS PB AC PW Remote á hlera og tankáfyllingu, samlæingar, T-top, tinted glass ...... etc

Myndin sýnir hann brúnan, en hann er Madeira rauður eða eitthvað þannig með smá plum út í ....

70
Leit að bílum og eigendum þeirra. / 429 "platform"
« on: December 12, 2006, 23:46:26 »
Já þetta er alveg standard bíll (á ekki að endurverkja standard flokkinn, 429 fékkst í þessu "platformi", skilst mér :))

Satt að segja veit ég nú ekki nákvæmlega hvað er í honum en starfsmenn Icelandair á JFK voru mjög ánægðir, sögðust ætla að taka vélina úr og stofna drag race team. Ég spurði þá hvort hann væri talsvert reiður. Þeir hlógu nú að því en staðreyndin er sú að útlitið er innrætinu skárra.

Allt sem ég hef séð segir 1970 429 Cobra Jet. En hún er með skemmtilegri vélum sem ég hef keyrt. Bíllinn er nánast ókeyrður og mér sýnist að hann hafi verið smíðaður sem street sleeper alveg að five-oh merkjunum. Pústið er eins og OEM, en bara 30% stærra.

GKJ

71
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Góður í snjónum...
« on: December 12, 2006, 19:52:34 »

72
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Hot sauce ...
« on: December 12, 2006, 17:20:40 »
Það var nú verst að ég fór á honum að kaupa bensín (þriðja skiptið þann daginn) og drap á honum á tanknum. Þegar búið var að tæma sjússamælinn á tankinn í þriðja sinn neitaði vinurinn ræsingu.

Enginn var þar nærri, en ég hafði aldrei þessu vant haft vit á að hafa með mér framlenginarsnúru. Svo ég lít í kring um mig og sé þennan líka flotta ´99 Camaro standa á næstu dælu. Við hann voru tveir strákar, nýfermdir að dæla á tankinn. Svo ég spyr hvort þeir séu til í að gefa mér stat. Restin af gestunum á stöðinni voru húsmæður á leið heim með fisk í soðið og ég vildi ekki taka sénsinn á að kveikja í einhverjum fjölsyldudjásnum í beinni útsendingu.

Svo strákarnig brenna yfir og ætla fyrir framan bílinn, en ég varð mjög ákveðið að skýra fyrir þeim af hverju rafgeymirinn væri í Reykjalundarkassa aftur í. Jæja, á fara kaplarnir og það er byrjað að starta og vesenast en ekkert gengur. Svo ég fæ þá til að hinkra í nokkrar mínútur.

Eftir svona 3-4 mín sest ég inn og trekki og vélin hundskast í gang. Strákarnir stökkva frá og annar snýr sér að mér og segir:

"Djöfulsins hávaði er í þessum bíl hjá þér maður"

Er þetta ekki nóg?

http://i11.ebayimg.com/02/i/07/f0/2e/e9_1.JPG

74
Spyrnuspjall / 10-4
« on: December 05, 2006, 11:16:50 »
LLH.

75
Almennt Spjall / Mjallarbónið ...
« on: November 28, 2006, 10:52:19 »
Ég þróaði aðferð til að vinna Mjallarbón á sínum tíma. Ég held að allir sem hafa einhvern tíma notað það geti staðfest að ekkert kemst nálægt því, enda var það fyrst framleitt  sem gólfbón og þá voru menn með bónvélar sem viktuðu c.a. 20 kíló!

En hér er smá input frá því ég nenti að puða við þetta:

1. Bíllinn verður að vera algerlega þurr. Ekki þýðir að bóna sama dag eða á sama klukkutímanum og nota á þetta efni, vegna þess að um leið og vatn kemst saman við það, verður það eins og gler.

2. Bíllinn verður að vera inni í upphituðu húsi, stofuhita.

3. Tvisturinn sem notaður er við að bera á verður að vera hreinn og þurr. Ekki nota neitt annað en tvist við að bera á. Tuskur taka allt of mikið bón til sín.

4. Ekki taka stærri flöt en c.a. 30X30cm fyrir í einu. EKKI láta bónið þorna.

5 AFÞURRKUN: Taka heilan poka (meðalstóran) af tvisti og skipta innihaldinu í tvennt. Setja báða hlutana á OFN. Passa að hann sé vel heitur. Um leið og búið er að bera á fyrsta flötinn er annar tvistbunkinn tekinn og notaður við að þurrka af. Eftir fyrstu afþurrkun, taka hinn af ofninum og setja þennan á í stðinn og halda þeim heitum til skiptis á meðan bónað er yfir og fyrstu afþurrkun. Svo er farið yfir allan bílinn á eftir með hreinum tvisti.

Þessi aðferð gefur frábæra útkomu og þolir marga þvotta. En EKKERT bón þolir tjörupvott, enda á þess ekki að þurfa. Tjaran tollir ekki við þetta bón ef það er rétt sett á.

G.

76
Takk Valur og Shadowman og aðrir fyrir að halda þessari umræðu gangandi, en þarf henni ekki að fara að ljúka? Fyrirmyndirnar eru til bæði í Evrópu og í USA.

Ég hef ekki kynnt mér reglurnar í smáatriðum í hverjum flokki fyrir sig og ætla ekki að hætta mér út í þá umræðu hér. Ég held hins vegar að MC flokkurinn hafi í raun verið eyðilagður með tilteknum breytingum sem á honum voru gerðar. Flestir sem ég tala við virðast sammála um það. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt að lausn á þeim málum eru dekkin. Það eru þau sem takmarka það hversu mikið vit er í þvi að eyða á framendann ef það skilar sér ekki alla leið í malbik. Þetta þýðir einfaldlega "open field" í MC, engar takmarkanir aðrar en þessar: GÖTUDEKK og púst alla leið aftur úr OG að bílarnir VERÐA að standast skoðun á KEPPNISDEGI.

Aðrir fara svo í SE flokkinn og upp úr.

Bracket racing er al-lúðalegasta keppnisform sem ég hef á ævi minni kynnst. Dæmi: Til hvers á Valur að koma með nýja, tubbaða ´69 Chargerinn með 622 HEMI vélinni, sem kostaði, 32,500 dollara (vélin) og stilla upp við hliðina á ´99 Honda Accord ... og tapa svo á einhverju indexi, sem hann fór yfir, af því að hann gleymdi að stíga á bremsurnar þegar hann var búinn með fyrstu 60 fetin.

Bracket keppnir eru auðvitað lausn á ákveðnu praktísku vandamáli sem alltaf kemur upp í kvartmílukeppnum: Hvað á að gera við þá sem annaðhvort geta ekki neitt, kunna ekki neitt, vilja ekki vera með nema vera vissir um að vinna, nema allt sé? Jú, svarið er þessi sambland af góðaksturskeppni og einhverju öðru sem ég kann ekki að nefna.

Vandinn er sá sami og fyrir 27 árum þegar búið var að trekkja þetta sport upp í dagblöðum í heilt ár, sem það sem koma skyldi í akstursíþróttum. Þarna stóðum við semsagt í rykinu og náðum þessum árangri, að selja alla þessa miða. 2000 manns til viðbótar tróðust yfir hraunið. It´s hard to get a second chance to make a first impression.

Peningaverðlaun eru hluti af svarinu. Til þess að fá þau, verða að koma til miklu öflugri stuðningsaðilar en fengist hafa til þessa. En klúbburinn í heild verður að vera ásáttur um það sem gert er, but séð frá því hvaða aðilar taka það að sér að gera reglurnar það sem ég sagði í byrjun;

almennar, sanngjarnar og það opnar að menn sjái glóru í þvi að undirbúa sig og græja fyrir keppni.

77
Almennt Spjall / Keppnisreglur og breytingar
« on: February 24, 2006, 14:46:46 »
Lagasetning er erfitt og vandasamt verk. Yfir okkur rignir óframkæmanlegum og ósanngjörnum lögum og reglugerðum í bindavíss ár hvert.

Stór hluti þessara reglna eru samdar efti pöntunum frá sérhagsmunahópum, sem eru sífellt að reyna að beita löggjafanum í þeim tilgangi að útiloka samkeppni. Dæmi: Lög um stjórn fiskveiða. Þar lögðust útgerðarmenn í eina sæng með þinginu og allir sögðu klökkum rómi að þetta gengi ekki lengur.

Það sem ekki gekk lengur, var að taprekstur útgerðar og fiskvinnslu væri áfram rekinn á yfirdrætti sem almenningur borgði með ýmsum hætti. Þannig var það nú.

Að láta væntanlega keppendur setjast niður og skipa sínum málum er opin ávísun á leiðindi óg árekstra. Nú er fengin all nokkur reynsla fyrir því.

Hvað mig áhrærir, persónulega þá var það mér ljóst við sölu á aðgöngumiðum að fyrstu kvartmílkeppni sem var haldin 26 maí 1979, að hér var eitthvað mikið að.

Fjögur þúsund miðar voru seldir. Keppendafjöldi var gífurlegur: Fimm bílar. Hinir sátu heima af þvi þeir þoldu ekki tilhugsunina um að tapa með glæsibrag um hábjartan dag. Þetta eru mennirnir sem eru að panta reglur sem eru þannig að allir fái dós til að setja á hilluna.

Það er allt í lagi að tapa í sanngjörnum slag. Á það hljóta menn að geta sæst. Nú hafa menn reynsluna af þvi að vera með sértækt hringl með reglur, vegna þess að það átti að laða sem flesta að keppni.

Nútímavæðing reglnanna snýst um að allir finni sér flokk við hæfi og að bílar með viðlíka tæknistig lendi saman á brautinni.

Reglurnar eiga að vera almennar, sanngjarnar og opnar eftir því sem hægt er. Ég hef persónulega alltaf verið því fylgjandi að sá sem komi með stærstu byssuna eigi að hafa mesta möguleika á að vinna.

Þeir sem hafa lagt í þann kostnað og vinnu sem þarf til að ná árangri hafa oftar en ekki rankað við sér einir á einhverju skeri og allir aðrir farnir. Vandinn sem þarna er við að etja er miklu djúpstæðari en svo að hann verði leystur með nýjum reglum.

Aðal vandinn er viðvarandi skortur á keppendum. Þarna þarf fleira að koma til en regluumhverfið. Peningar ?

78
Spyrnuspjall / 428 VIN - númer, leiðréttingar.
« on: February 03, 2006, 15:55:25 »
Innlegg: 02-03-2006 15:49    Efni innleggs: Leiðrétting: VIN númer á 1969-70 GT-500 og A- body Ford/Merc    

--------------------------------------------------------------------------------
 
Varðandi það sem ég skrifaði um verksmiðjunúmerin á ´68 - 70 Shelby GT-500, þá er það rangt að ´69-70 hafi notað sama vélarkóða og 1968.

Hið rétta er svona:

1967 GT-500: Vélarkóði "F" (428 Police interceptor)
1968 GT-500: " "S" (Mustang GT-390 skel - SHELBY GT-500 - 428 PI til 1 apríl 1968, en eftir það er Cobra Jet vélin notuð, m.a. með C8OE-N heddum
1969 - 1970 GT-500: Vélarkóði "Q" = Cobra jet eða Super Cobra Jet ÁN RAM AIR.
1969 - 1970 GT-f00; Vélarkóði "R" - Cobra Jet eða Super Cobra Jet MEÐ RAM AIR. SCJ bíll þekkist á drifkóðanum og lóðinu á slífinni fyrir aftan víbringsklossann.

FUll size, eða A - body Ford og Mercury bílar með standard 428 bera alltaf vélarkóðann "Q" (sumir rugla þessu saman við non-ram air, en það er önnur vél.

Police Interceptor 390 - 428 bera báðar kóðann "P" Fáanlegar í Ford Galaxie og Mercury Monterey frá 1966 - 69.

428 blokkin var framleidd til 1974 og var til í varahlutalistum hjá Ford amk. til 1986-7.

Hún er nú framleidd undir einkaleyfum frá Ford hjá amk. 3 aðilum: Genesis, Shelby American, Dove, bæði úr járni og áli.

Hæsta hestaflatala sem ég hef heyrt um á 428 með 1 x Holley er 746hö. (Dynoproven)

79
Varðandi það sem ég skrifaði um verksmiðjunúmerin á ´68 - 70 Shelby GT-500, þá er það rangt að ´69-70 hafi notað sama vélarkóða og 1968.

Hið rétta er svona:

1967 GT-500: Vélarkóði "F" (428 Police interceptor)
1968 GT-500:       "       "S" (Mustang GT-390 skel - SHELBY GT-500 - 428 PI til 1 apríl 1968, en eftir það er Cobra Jet vélin notuð, m.a. með C8OE-N heddum
1969 - 1970 GT-500: Vélarkóði "Q" = Cobra jet eða Super Cobra Jet ÁN RAM AIR.
1969 - 1970 GT-f00; Vélarkóði "R" - Cobra Jet eða Super Cobra Jet MEÐ RAM AIR.  SCJ bíll þekkist á drifkóðanum og lóðinu á slífinni fyrir aftan víbringsklossann.

FUll size, eða A - body Ford og Mercury bílar með standard 428 bera alltaf vélarkóðann "Q" (sumir rugla þessu saman við non-ram air, en það er önnur vél.

Police Interceptor 390 - 428 bera báðar kóðann "P"

428 blokkin var framleidd til 1974 og var til í varahlutalistum hjá Ford amk. til 1986-7.

Hún er nú framleidd undir einkaleyfum frá Ford hjá amk. 3 aðilum: Genesis, Shelby American, Dove, bæði úr járni og áli.

Hæsta hestaflatala sem ég hef heyrt um á 428 með 1 x Holley er 746hö. (Dynoproven)

80
Almennt Spjall / Stutt um sýningar KK
« on: October 28, 2005, 13:38:59 »
Þakka góða sýningu og fyrir að hafa fengið tækifæri til að hitta nokkra gamla skápa (Valur, hvar varstu eiginlega?)

Mig langar að koma hér á framfæri við ykkur hugmynd að svolítið öðruvísi sýningu en hafa verið haldnar undanfarin ár.

Mikið er til af sýningarhæfum bílum og vélum sem ættu heima á mjög stórri sýningu. 200 bíla sýning er alveg gerlegt - ætti amk. að geta verið skemmtilegt markmið.

Á slíkri sýningu gætu menn gert miklu meira en að stilla upp bónuðum bílum. Með nægu plássi ætti að vera hægt að setja margt annað en bílana sjálfa. Mér finnst tæknihliðin á þessu ekki koma nógu vel fram; hve miklum peningum og vinnu margir hafa eytt í þetta án þess að það sé almennt þekkt eða metið.

Ég kom á nokkuð margar svona sýningar á búskaparárum mínum í Illinois og tel alveg tímabært að skoða það að halda svona sýningu hér og jafnvel hafa myndarlegt "swap meet" með.

GKJ

Pages: 1 2 3 [4] 5 6