Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: 318 on November 15, 2010, 00:11:35
-
langaði að gera smá þráð um bílinn sem ég keypti í haust. Þetta er semsagt camaro 1986 z28 305tpi. Ég veit svosem ekkert voðalega mikið um þennan bíl og væri gaman ef eitthver gæti sagt mér meira um hann númerið á honum er: AI-908.
hann á við smá gangtruflanir að stríða og það þarf aðeins að klára að púsla honum saman eftir að hann var gerður upp. En planið er að gera hann skoðunarhæfann fyrir áramót og æfingaraksturinn
Veit ekki hvað fleira ég á að seigja. læt nokkrar myndir fylgja með.
(http://i56.tinypic.com/e7o0w7.jpg)
daginn sem ég sótti hann
(http://i55.tinypic.com/2mock1g.jpg)
kominn heim í sveitina
(http://i54.tinypic.com/vn2k9w.jpg)
(http://i51.tinypic.com/elbtdc.jpg)
-
flottur, einhver plön? :)
-
já stefni á innréttingu eða allavegana sæti úr 4gen bíl. kaupa í hann útvarp og svo bsk þegar að peningar verða til :D
ert þú ekki annars með gula bílinn rétt hjá laugalandi?
-
Er Árni kominn með transam/camaro bókina mína sem var send honum?
-
Er Árni kominn með transam/camaro bókina mína sem var send honum?
já hún er kominn ég var að vonast til þess að geta haft hana lánaða í jólafríinu væri það ekki möguleiki?
-
Rosalega flottur, langar í 87 IROC (verður að vera 87 og helst framleiddur í Júní :mrgreen:)
en ég myndi samt ekkert slá hendinni við þessum :)
-
Rosalega flottur, langar í 87 IROC (verður að vera 87 og helst framleiddur í Júní :mrgreen:)
en ég myndi samt ekkert slá hendinni við þessum :)
hahaha hvaða sérviska er það eiginlega :???:
veit eitthver hvort þessi bíll sé upprunalega iroc-z eða hvort að þetta eru bara felgur af öðrum bíl ? langar rosalega að vita það :)
-
1G1FP87F9GL193801 AKA AI-908
bók
1. USA
G - General Motors
1 - Chevrolet
F - F-Body
P - Sport Coupe, Z28
87 - Coupe 2 Door Hardtop
F - 305 ci V8 LB9 (1985-1986) IROC-Z
9 - Check Digit
G - 1986
L - Van Nuys
193801 - Plant Seq
og net
VIN: 1G1FP87F9GL193801
Year: 1986
Make: Chevrolet
Style / Body: Coupe 2D
Engine: 5.0L V8 MPI
Country of Assembly: United States
Model: Camaro IROC Z28 / Z28
eru sammála þinn er IROC-Z
-
takk kærlega fyrir þetta :D
-
Er Árni kominn með transam/camaro bókina mína sem var send honum?
já hún er kominn ég var að vonast til þess að geta haft hana lánaða í jólafríinu væri það ekki möguleiki?
jájá ég þarf hana ekkert á næstunni :)
-
Rosalega flottur, langar í 87 IROC (verður að vera 87 og helst framleiddur í Júní :mrgreen:)
en ég myndi samt ekkert slá hendinni við þessum :)
hahaha hvaða sérviska er það eiginlega :???:
veit eitthver hvort þessi bíll sé upprunalega iroc-z eða hvort að þetta eru bara felgur af öðrum bíl ? langar rosalega að vita það :)
Sú sérviska byggir á því að ég er fæddur 28. Júní 1987 ;)
Væri gaman að eiga IROC jafnaldra ;)
En myndi auðvitað vilja eiga bara IROC yfir höfuð :)
-
til hamingju með bílinn =D> væri gaman að hittast og taka myndir af bílunum saman :D annars er ég að pæla í einu hjá mér er verksmiðju númerið eins (fyrstu 7 stafirnir) svo breitist það f4gn178997 er einhver sem getur sagt mér munin á bílunum, fyrirgefið að ég sé að troða þessu hérna inní umræðu um annan bíl :oops:
-
til hamingju með bílinn =D> væri gaman að hittast og taka myndir af bílunum saman :D annars er ég að pæla í einu hjá mér er verksmiðju númerið eins (fyrstu 7 stafirnir) svo breitist það f4gn178997 er einhver sem getur sagt mér munin á bílunum, fyrirgefið að ég sé að troða þessu hérna inní umræðu um annan bíl :oops:
takk fyrir :) já við þyrftum endilega að gera það eitthvertíman. stefnan er tekin á að fara með hann í skoðun eitthvertíman í mánuðinum strax eftir að stefnuljósin mín koma til landsins þá verður hægt að rúlla á honum í æfingarakstrinum í bæinn einn góðann veðurdag í myndatöku :-" og þetta með verksmiðjunúmerið þá skilst mér að þessir stafir sem ekki eru eins seigja til um það í hvaða verksmiðju bíllinn var frammleiddur og svo er restin af tölunum bara númmer hvað bíllinn er þannig að eini munurinn er verksmiðjan. hér er hægt að lesa út úr vin númerunum http://www.chevy-camaro.com/chevy-camaro-VIN-decode-third-gen.asp ;)
-
til hamingju með bílinn =D> væri gaman að hittast og taka myndir af bílunum saman :D annars er ég að pæla í einu hjá mér er verksmiðju númerið eins (fyrstu 7 stafirnir) svo breitist það f4gn178997 er einhver sem getur sagt mér munin á bílunum, fyrirgefið að ég sé að troða þessu hérna inní umræðu um annan bíl :oops:
Hér sérðu VIN# númerin á bílunum.
UB-693 1G1FP87F4GN178997
AI-908 1G1FP87F9GL193801
Fyrstu 8 stafirnir eru eins í báðum VIN númerunum, en 8. stafurinn er "F" sem þýðir að báðir bílarnir komu með 305 ci V8 LB9 (1985-1986) og voru IROC-Z bílar.
9. Stafurinn þýðir "check digit" (í þessum tilvikum 4 og 9) (hægt að lesa um það og reikna hana út hérna http://www.transamworld.com/checkdig.php)
10. Stafurinn er "G" og merkir framleiðsluárið sem í þessu tilviki er 1986
11. Stafurinn er N og L sem merkja verksmiðjuna þaðan sem bíllinn kemur N=Noorwood og L=Van Nyus
12-17. Eru síðustu 6 stafirnir, en það er serial númer bílsins frá framleiðslu, og segir ekkert til um það hvernig bíllinn var útbúinn.
-
báðir bílarnir komu með 305 ci V8 LB9 (1985-1986) og voru IROC-Z bílar.
Ekki endilega IROC-Z. Gæti hafa verið "venjuleg" Z-28
-j
-
báðir bílarnir komu með 305 ci V8 LB9 (1985-1986) og voru IROC-Z bílar.
Ekki endilega IROC-Z. Gæti hafa verið "venjuleg" Z-28
-j
Felgurnar sem þeir eru á núna komu bara á Iroc bílunum. en er engin leið að lesa útúr eitthverjum númerum hvort þeir komu þannig original?
-
Ég las að IROC-Z hafi bara verið með þessar vélar árið 1985-1986, þori svosem ekki að fullyrða það.
En hérna er ágætis lesning um þessa bíla.
http://www.prophetsofmadness.com/iroc-z/index.htm
-
Felgurnar sem þeir eru á núna komu bara á Iroc bílunum. en er engin leið að lesa útúr eitthverjum númerum hvort þeir komu þannig original?
Rauði IROC-Z bíllinn sem var blár upphaflega skildist mér að hafi verið rifinn, þannig að felgurnar af honum hefðu getað farið annað. Það er hægt að sjá þetta á RPO kóðanum í bílnum sem er að mig minnir í hanskahólfslokinu. Gefið að hanskahólfið sé úr þessum bíl. Vin-númerið ætti að standa á miðanum líka.
IROC-Z kóðinn er B4Z
Svo minnir mig að svartur Z-28 bíll sem var á Akureyri fyrir löngu hafi verið á IROC-Z felgum.
-j
-
Felgurnar sem þeir eru á núna komu bara á Iroc bílunum. en er engin leið að lesa útúr eitthverjum númerum hvort þeir komu þannig original?
Rauði IROC-Z bíllinn sem var blár upphaflega skildist mér að hafi verið rifinn, þannig að felgurnar af honum hefðu getað farið annað. Það er hægt að sjá þetta á RPO kóðanum í bílnum sem er að mig minnir í hanskahólfslokinu. Gefið að hanskahólfið sé úr þessum bíl. Vin-númerið ætti að standa á miðanum líka.
IROC-Z kóðinn er B4Z
Svo minnir mig að svartur Z-28 bíll sem var á Akureyri fyrir löngu hafi verið á IROC-Z felgum.
-j
heyrðu já það er rétt það er á milli sætanna þessi miði, það stendur ekki B4Z í AI-908 ;)
-
Jæja smá updete.
Það sem ég er búinn að gera:
klára að setja innréttinguna í hann (x) vantar samt enþá toppklæðninguna ef eitthver á svoleiðis til sölu
tengja alla takka(x)
ventlalokspakkningar(x)
gera við ryð sem var undir t-toppnum(x)
hurðarhúnn farþega megin(x)
húddtjakkar(x)
gera við hitamæli(x)
skipta um olíu, síu og kerti(x)
Það sem er eftir:
Alternator( )
Stefnuljós( )
komast að því afhverju skipting er svona stíf( )
tengja viftuna eitthvernegin :scratch: ( )
svo er ég búinn að panta stefnuljós og alternator þegar það kemur þá verður bara hægt að fara í skoðun :D
oog svo nokrar myndir:
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/PB0613871.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/PC011436Medium.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/PC011456Medium.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/PC011459Medium.jpg)
kv.Markús
-
Sweet litur \:D/
-
Þessi er flottur 8-)
-
Þessi er flottur 8-)
Sweet litur \:D/
takk fyrir :D
-
jæja update: ég fékk þá flugu í höfuðið að það væri að koma vor svo ég fór með bílinn til nágranna míns þar sem ég hef aðgang að lyftu og betri aðstöðu. Þar setti ég stefnuljósin undir og kláraði að ganga frá viftunni, stefnuljósunu og öðru smádóti
og svo skipti ég um pickbarka eða hvaðanúheitir í þeirri von um að skiptingin myndi hætta að vera svona stíf. en það virkaði ekki það er enþá rosalega stíft að ná stönginni á milli PND1... og ef hann er settur í drive þá reynir hann strax að rjúka af stað og drepur á sér ef þú ert á bremsunni og svo í akstri skiptir hann sér rosalega hratt upp. veit eitthver hvað það gæti verið?
Svo er það viftan..núna er hún tengt og fer í gang þegar bíllinn fer í gang og slekkur á sér þegar drepið er á en hún er slekkur ekki á sér við ákveðið hitastig og kveikir síðan aftur heldur er hún bara alltaf í gangi þegar bíllinn er í gangi :? veit eitthver afhverju það er eða er kanski allt í lagi að hafa hana bara svona?
mig vantar líka öriggisbellta festingu fyrir aftursætið (gráa draslið með rauða takkanum sem belltið festist í) ef einhver á eitt svona sem hann má missa þá mætti hann alveg láta mig vita :D
og svo nokkrar myndir: :D
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P2231739.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/100_3856.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/100_3862.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P2251743.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P2251744.jpg)
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P2251742.jpg)
-
Glæsilegur bíll 8-)
-
Asskoti myndarlegur! 8-)
-
ekki fyrsta skipti sem 3gen hefur fengið á þessa lyftu þarna :)
verð nú að segja að camaro lítur betur út á henni en transam minn gamli :)
Annars er Árni mjög góður við ýmsa að lána verkfæri eða leyfa þeim að nota aðstöðuna eða reynsluna hans í viðgerðum á amerískum og öðrum.
p.s. hvað var ekki kastarinn að framan á lyftunni notaður? fyrst hann var settur upp til tilrauna af okkur félögum þarna í desember sökum skort á ljósi.
-
ekki fyrsta skipti sem 3gen hefur fengið á þessa lyftu þarna :)
verð nú að segja að camaro lítur betur út á henni en transam minn gamli :)
Annars er Árni mjög góður við ýmsa að lána verkfæri eða leyfa þeim að nota aðstöðuna eða reynsluna hans í viðgerðum á amerískum og öðrum.
p.s. hvað var ekki kastarinn að framan á lyftunni notaður? fyrst hann var settur upp til tilrauna af okkur félögum þarna í desember sökum skort á ljósi.
ég kom nokkrum sinnum þarna inn á meðan að guli transaminn var þarna og váá þetta var ekki eitthvað sem maður sá á hverjum degi þegar maður var 13 ára :shock:
haha númerið hjá Árna er á speed dial hjá mér eftir að ég keypti camaroinn :lol: allar spurningar sem google getur ekki svarað fara beint til hanns.
það varpar ljósi á þennan ljósastaur þarna ég var einmitt að spá í að hann hafi sennilega ekki fylgt með lyftunni original :-k
Asskoti myndarlegur! 8-)
Glæsilegur bíll 8-)
takk fyrir :)
-
Já annars var transam þarna í pössun frekar en viðgerð þó eitthvað var unnið í honum.
hehe okkur fannst ekki nóg ljós þarna þegar wrx var uppá lyftunni í desember í kúplingsskiptingu svo við bættum við öðrum ljósastaur þarna að framan s.s. vorum með einn að aftan sem er þarna á myndinni og svo var annar þar sem nefið er á bílnum en Árni hlýtur að hafa fjarlægt hann þar sem hann var bara bráðabirgða festur við lyftuna :)
maður þarf að kíkja í heimsókn þarna austur og skoða camaro hjá þér með eiginn augum fljótlega þar sem maður hefur planað heimsókn til Árna einhverja helgi á næstunni.
-
Já annars var transam þarna í pössun frekar en viðgerð þó eitthvað var unnið í honum.
hehe okkur fannst ekki nóg ljós þarna þegar wrx var uppá lyftunni í desember í kúplingsskiptingu svo við bættum við öðrum ljósastaur þarna að framan s.s. vorum með einn að aftan sem er þarna á myndinni og svo var annar þar sem nefið er á bílnum en Árni hlýtur að hafa fjarlægt hann þar sem hann var bara bráðabirgða festur við lyftuna :)
maður þarf að kíkja í heimsókn þarna austur og skoða camaro hjá þér með eiginn augum fljótlega þar sem maður hefur planað heimsókn til Árna einhverja helgi á næstunni.
já okei. Já endilega hann er bara hérna í 5 mínútna fjarlægð frá Árna. :wink:
-
...Svo er það viftan..núna er hún tengt og fer í gang þegar bíllinn fer í gang og slekkur á sér þegar drepið er á en hún er slekkur ekki á sér við ákveðið hitastig og kveikir síðan aftur heldur er hún bara alltaf í gangi þegar bíllinn er í gangi :? veit eitthver afhverju það er eða er kanski allt í lagi að hafa hana bara svona?
Að öllum líkindum hefur hún verið tengd framhjá rofanum. Orginal rofinn setur vifturnar af stað við mjög hátt hitastig (líklegast um 220 F) en flestir vilja fá þær í gang fyrr. Það er hægt að fá snilldarstýringu í summit http://www.summitracing.com/parts/FLX-31165/ en ég setti svona í minn og þetta þrælvirkar. Ég tengdi reyndar líka rofa til að geta hent henni í gang handvirkt ef mig langar til.
-
Nei ég tengdi hana sjálfur bara við original rofann eins og þetta á að vera. Ég er samt að spá í því að hafa þetta bara svona getur það nokkuð skaðað?
-
Það er greinilegt að rofinn er þá ekki að gera sitt. Rafmagnsviftur taka mikið rafmagn sem alternatorinn verður að framleiða (og það kostar orku frá vél). Viftur sem ganga að óþörfu eru því að valda óþörfu álagi á kerfið. Vifturnar hljóta að slitna fyrr og spurning hvort að alternatorinn ráði við þetta ásamt öllu öðru. Það er mjög mismunandi ástand alternatora í þessum bílum, fyrri eigandi hafði sett 63 amp í minn og ég mátti ekki setja afturrúðuhitarann í gang án þess að hleðslan dytti niður (skipti honum út fyrir 108 ampera) . En að öðru leit sé ég ekki að það sé stórmál.
-
ég skil það var samt annað sem ég tók eftir. strax eftir að hann fór í gang og meðan hann var kaldur mældi ég vírinn sem kemur frá tölvunni og fer í vifturofann og það var straumur á þeim vír þó að bíllinn væri kaldur. mér finnst það benda til þess að tölvan sé eitthvað að rugla og haldi að bíllinn sé heitur og setji þessvegna viftuna í gang gæti verið eitthvað til í því?
-
Nonni þessi nemi fyrir viftuna hvar staðsettirðu hann eða réttara sagt hvar á maður að setja þennan nema?
http://www.summitracing.com/parts/FLX-31165/
Ég er með svona svipað dót með eins nema og veit bara ekki hvar ég á að setja hann,er hann bara "teipaður" við vatnskassahosu?
-
Nonni þessi nemi fyrir viftuna hvar staðsettirðu hann eða réttara sagt hvar á maður að setja þennan nema?
http://www.summitracing.com/parts/FLX-31165/
Ég er með svona svipað dót með eins nema og veit bara ekki hvar ég á að setja hann,er hann bara "teipaður" við vatnskassahosu?
Ég stakk honum í gegnum elementið í vatnskassanum við stútinn frá vél.
-
ég skil það var samt annað sem ég tók eftir. strax eftir að hann fór í gang og meðan hann var kaldur mældi ég vírinn sem kemur frá tölvunni og fer í vifturofann og það var straumur á þeim vír þó að bíllinn væri kaldur. mér finnst það benda til þess að tölvan sé eitthvað að rugla og haldi að bíllinn sé heitur og setji þessvegna viftuna í gang gæti verið eitthvað til í því?
Ég skal ekki segja hvernig þetta er í TPI bílunum en venjulega virkar rofinn í heddinu þannig að hann gefur jörð, þá er stöðugur straumur að viftu.
-
Markús fáðu þér bara morð spaða framan á kvikindið (spaði sem tengist við sveifarásin) , held að hann sé til þarna hjá Árna ennþá.. mátt eiga hann ef hann finnst þarna :)
sleppa þessu rafmagnskjaftæði :)
-
Markús fáðu þér bara morð spaða framan á kvikindið (spaði sem tengist við sveifarásin) , held að hann sé til þarna hjá Árna ennþá.. mátt eiga hann ef hann finnst þarna :)
sleppa þessu rafmagnskjaftæði :)
Afhverju á sveifarásinn, nota þetta sem skrúfu? ;)
Ég myndi halda mig við rafmagnsvifturnar, ekkert mál að láta þær virka vel. Svo er erfitt að fá plastdraslið í kringum spaðann en það þarf að vera til að þetta virki almennilega.
-
æii ég meinti á vatnsdæluna :lol: hehe
-
Markús fáðu þér bara morð spaða framan á kvikindið (spaði sem tengist við sveifarásin) , held að hann sé til þarna hjá Árna ennþá.. mátt eiga hann ef hann finnst þarna :)
sleppa þessu rafmagnskjaftæði :)
hmm já það væri kanski ekki slæm hugmynd, hann myndi sennilega kæla sig betur svoleiðis er það ekki? og það vill svo til að ég á plastdraslið í gringum fyrir þannig spaða, ég kíki til Árna og sé hvort við finnum þetta ekki :D
aðal vandamálið núna er samt að koma skiptingunni í nothæft ástand: ef ég set hann í drive eða bara hvaða gír sem er og stend á bremsunni þá reynir hann bara að æða af stað og drepur á sér ](*,) einnig skifptir hann sér rosalega hratt upp hann er strax kominn í 3ja þrepið á 1500 rpm og skiptingarnar eru voðalega mjúkar maður finnur varla fyrir þeim, síðan þegar ég bremsa þá í staðin fyrir að gíra niður þá drepur hann bara á sér . Þetta með hröðu uppgírunina hljómar eins og pickbarkinn sé vanstilltur en ég er nýbúinn að skipta um hann og stilla, einstökusinnum þá er hægt að hafa hann í gír og standa á bremsunni án þess að hann drepi á sér. ég er orðinn ágætlega pirraður á þessu. eitthver hlýtur að hafa eitthverja hugmynd umn hvað þetta getur verið :s
-
Og þú ert viss um að hann sé rétt stilltur? TH700 er mjög viðkvæm fyrir því. Er orginal túrbína í skiptingunni? Það að hann skipti sér fljótt upp og sé strax kominn alla leið hljómar eins og "laus" túrbína. Er ekki rétt magn af vökva á skiptingunni?
-
ég er nokkuð viss um hann sé réttur þegar ég fékk bílinn bar barkinn ekki tengdur og ég héllt að það væri ástæðan en eftir að hafa tengt hann og stillt þá finn ég engann mun. ég veit ekki betur en að Það sé original túrbína og rétt magn af vökva, hvað meinaru með "laus"? en myndi vanstilltur pic barki, eða vitlasut vökvamagn valda því að hann reynir að rjúka strax af stað og drepur á sér ef maður er á bremsunni?
-
ég er nokkuð viss um hann sé réttur þegar ég fékk bílinn bar barkinn ekki tengdur og ég héllt að það væri ástæðan en eftir að hafa tengt hann og stillt þá finn ég engann mun. ég veit ekki betur en að Það sé original túrbína og rétt magn af vökva, hvað meinaru með "laus"? en myndi vanstilltur pic barki, eða vitlasut vökvamagn valda því að hann reynir að rjúka strax af stað og drepur á sér ef maður er á bremsunni?
Ég er enginn skiptingasérfræðingur þannig að mínar pælingar eru bara ágiskanir.
Túrbínur eru mjög mismunandi, ef hún er það sem kallað er laus (skv. skiptingarsérfræðing sem ég talaði einhverntíma við) þá skiptir hún almennt mjúkt (sem passar ekki við þína) og er enga stund að fljúga í gegnum alla gírana.
Vökvamagnið eitt veldur ekki þessum einkennum (að ég held) en það er alltaf best að fara í gegnum einfölldustu hlutina fyrst, ef þeir eru allir í lagi þá verður að kafa dýpra. Ef þú værir með TH350 þá myndi ég giska á vacum leka (losnaði einu sinni hjá mér vacum slanga af TH350 og þá skipti hún svona) en ef þú ert með TH700 (sem þú ert örugglega með, nema hafi verið skipt um skiptingu) þá skiptir vacum engu máli.
Væri ekki ráð að ræða við Einar Gunnlaugs (Horny performance) eða Ljónstaðabræður, færð örugglega réttar upplýsingar og þeir vita þá hvernig best er að leysa það.
-
já ég er með th 700 ég held ég hringi bara á ljónstaði :wink:
-
Jæja það er aðeins búið að vera að brasa í þessum undanfarið ég byrjaði á að sækja númerin og fara með hann í skoðun. Þar fékk ég ágætann lista af atriðum og fallegann horgrænann miða á plöturnar. En núna er ég að verða búinn að laga það allt, stefnuljósin eru núna kominn í 100% lag svo er ég búinn að skipta um bremsurörin aftur að hásingu og útí hjól og panta beltismóttakara sem mig vantaði til þess að geta sett aftursætin í og fleira smádót í innréttinguna. svo komst ég að þeirri niðurstöðu varðandi það að hann var að drepa á sér þegar hann er settur í drive. skiptingin er í fínu lagi, eitthver fyrri eigandi setti í hann heitari ás og tölvan vill ekki samþykkja hann þessvegna getur hann ekki haldið jöfnum lausagangi og drepur alltaf á sér. ég fór með hann í mótorstillingu og þeir sögðu að það væri engin leið að láta þetta virka svona nema með réttum ás eða þá að finna tölvu sem myndi virka fyrir þetta. þetta er orðið eiginlega það eina sem ég þarf að laga til þess að hann verði góður. ég vill spyrja ykkur álits á þessu. reyna að finna réttann ás? eða reyna að finna tölvu sem myndi virka? hvað á ég að gera :-k
á leiðinni í bæinn í mótorstillingu
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P4061789.jpg)
kominn í bæinn stórslysalaust
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P4061790.jpg)
síðan tókst honum að keyra heim undir eigin vélarafli rúmlega 100km
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P4081801.jpg)
og svo ein af bílastæðinu heima sem ég er bara orðinn nokkuð sáttur með :mrgreen:
(http://i1100.photobucket.com/albums/g403/nocf6/P4081800.jpg)
-
(http://l0o0l.com/emo/2007/gros-emoticones-002/169.gif)
-
Sá þig á Selfossi í gær. Flottur Camaro. 8-)
-
Sá þig á Selfossi í gær. Flottur Camaro. 8-)
takk fyrir :D hvar sástu mig?
-
Við pylsuvagninn þarna hjá brúnni.
-
Laglegur camaro er að fíla litinn :twisted: