ég er nokkuð viss um hann sé réttur þegar ég fékk bílinn bar barkinn ekki tengdur og ég héllt að það væri ástæðan en eftir að hafa tengt hann og stillt þá finn ég engann mun. ég veit ekki betur en að Það sé original túrbína og rétt magn af vökva, hvað meinaru með "laus"? en myndi vanstilltur pic barki, eða vitlasut vökvamagn valda því að hann reynir að rjúka strax af stað og drepur á sér ef maður er á bremsunni?
Ég er enginn skiptingasérfræðingur þannig að mínar pælingar eru bara ágiskanir.
Túrbínur eru mjög mismunandi, ef hún er það sem kallað er laus (skv. skiptingarsérfræðing sem ég talaði einhverntíma við) þá skiptir hún almennt mjúkt (sem passar ekki við þína) og er enga stund að fljúga í gegnum alla gírana.
Vökvamagnið eitt veldur ekki þessum einkennum (að ég held) en það er alltaf best að fara í gegnum einfölldustu hlutina fyrst, ef þeir eru allir í lagi þá verður að kafa dýpra. Ef þú værir með TH350 þá myndi ég giska á vacum leka (losnaði einu sinni hjá mér vacum slanga af TH350 og þá skipti hún svona) en ef þú ert með TH700 (sem þú ert örugglega með, nema hafi verið skipt um skiptingu) þá skiptir vacum engu máli.
Væri ekki ráð að ræða við Einar Gunnlaugs (Horny performance) eða Ljónstaðabræður, færð örugglega réttar upplýsingar og þeir vita þá hvernig best er að leysa það.