Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: gudnia90 on January 16, 2009, 19:51:21

Title: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: gudnia90 on January 16, 2009, 19:51:21
Smá pæling, þarf ég að láta vita ef ég get ekki greitt?
Mun koma í klúbbinn þá aftur í sumar, get bara eingavegin greitt þetta núna.

Fer þetta nokkuð einhvað lengra eftir eindagi? Intrum eða einhvað :D?
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: baldur on January 16, 2009, 22:35:13
Nei og það eiga heldur ekki að falla á þetta neinir dráttarvextir.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Daníel Már on January 17, 2009, 02:39:46
Smá pæling, þarf ég að láta vita ef ég get ekki greitt?
Mun koma í klúbbinn þá aftur í sumar, get bara eingavegin greitt þetta núna.

Fer þetta nokkuð einhvað lengra eftir eindagi? Intrum eða einhvað :D?

það er ekki skylda fyrir þig guðni minn að vera í kvartmíluklúbbnum ;) þú ræður bara hvenær þú borgar ;)
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 17, 2009, 10:42:23
Sælir félagar.

Það leggjast engin aukagjöld á greiðsluseðlana sem kvartmíluklúbburinn sendi félagsmönnum þó svo þéir séu ekki greiddir.
Greiðsluseðlarnir fara ekki í INTRUM eða lenda óvart hjá handrukkurum.
Ef þið getið ekki borgað núna en viljið vera áfram í klúbbnum þá er einfalt að borga í heimabanka þegar viðkomandi á pening.
Félagsmenn báðu um að hafa þetta svona í fyrra sem ég hunsaði og ákvað ég að prufa þetta núna.
Ef einhverjar spurningar koma upp þá er einfalt að hafa samband við mig og ég skal reyna að aðstoða eins vel og ég get.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Hera on January 17, 2009, 15:42:39
Í sumum tilfellum (þar sem ég var í stjórn) þá vildu félagsmenn ekki hafa ógreidda kröfu félagsgjalds í heimabankanum ef þeir ætluðu yfir höfuð ekki að borga það árið.

Við tókum það upp þar að þeir félagar sem ekki ætluðu að borga, gætu bara sent póst til gjaldkera og hann tók kröfuna út (Það er ekkert mál að gera það í heimabankanum).

Kanski sniðugt að setja svonu upplýsingar inn í stikký þráð :?:
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: gudnia90 on January 17, 2009, 19:16:28
Frétti af því í gamladaga þegar einhver gömul stjórn var með f4x4 og þá fór sumt í intrum ef ekki var borgað :/

Vildi bara vera viss :D
Takk fyrir svörin
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Hera on January 18, 2009, 13:30:06
Frétti af því í gamladaga þegar einhver gömul stjórn var með f4x4 og þá fór sumt í intrum ef ekki var borgað :/

Vildi bara vera viss :D
Takk fyrir svörin

Það er ekki hægt að senda valkröfu til innheimtu, það stenst ekki löggjöfin  :shock:
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: GunniCamaro on January 26, 2009, 22:43:58
Ég var að fá greiðsluseðill fyrir félagsgjald fyrir 2009 en þar sem ég hef ekki verið félagsmaður í KK í yfir 15 ár og er ekki að ganga í hann aftur svo ég best veit skil ég ekki alveg hvað er í gangi.
Ég hef ekki hugsað mér að greiða hann þannig að þið þurfið að uppfæra eitthvað hjá ykkur félagatalið.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: maggifinn on January 26, 2009, 23:02:03
Ég var að fá greiðsluseðill fyrir félagsgjald fyrir 2009 en þar sem ég hef ekki verið félagsmaður í KK í yfir 15 ár og er ekki að ganga í hann aftur svo ég best veit skil ég ekki alveg hvað er í gangi.
Ég hef ekki hugsað mér að greiða hann þannig að þið þurfið að uppfæra eitthvað hjá ykkur félagatalið.

 Kallgreyjið, Þetta hlýtur að taka á fyrir þig. Agalegt þegar svona kemur fyrir, vona innilega að þú jafnir þig.

    Má ég þá góðfúslega benda þér á www.gagnaeyðing.is til að taka á þessu djúpstæða vandamáli.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Bannaður on January 26, 2009, 23:27:33
Einhverra hluta vegna vilja þessir seðlar ekki hverfa úr heimabankanum af sjálfu sér  #-o
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: GunniCamaro on January 26, 2009, 23:31:47
Það er allt í lagi með mig en það er agalegt þegar það er svona komið fyrir KK að þeir sendi út greiðsluseðla eftir félagatali frá seinni hluta síðustu aldar og það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.

P.S. ég fékk þennan seðil sendan í pósti
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Racer on January 26, 2009, 23:37:01
minnir að það er nú bókhaldari eða endurskoðandi sem er í þessu málum fyrir klúbbinn sem vil vita um hverja krónu sem fer í eitthvað.

lenti nú í sumar í veseni að "lána" klúbbnum fyrir eldsneyti á brautarbílinn , ég náði í bílinn fyrir æfingu eða keppni þegar einn stjórnarmeðlimur skutlaði mér að ná í bílinn og hann var nánast tómur svo ég setti á hann eldsneyti og tók afrit og lét stjórn fá og samdi við þá að breyta því í keppnisgjald fyrir mig í staðinn og bókhaldari/endurskoðandi var ekki ánægur með þetta samkomulag :D
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 27, 2009, 00:56:49
Það er allt í lagi með mig en það er agalegt þegar það er svona komið fyrir KK að þeir sendi út greiðsluseðla eftir félagatali frá seinni hluta síðustu aldar og það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.


P.S. ég fékk þennan seðil sendan í pósti
Ég held að þú sért ekki með allar skrúfur á réttum stað í höfðinu.

Ég vil benda á að það er búin að vera ósk félagsmanna í 2 ár að fá senda greiðsluseðla þannig að ég sendi eftir því félagatali sem síðasta stjórn lét mig hafa. Loksins þegar félagsmenn fá greiðsluseðla í póstkassann þá verður allt vitlaust, símtöl, tölvupóstar og skammir á vefsvæði KK. Endilega gerið upp við ykkur hvað þið viljið.
Ef þú vilt losna við þetta úr heimabankanum þá bendi ég þér á að tala beint við BYR í hafnarfirði og þeir losa þig við þessa fjármálaóreiðu sem er að hrjá þig svona mikið.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: cecar on January 27, 2009, 02:00:01
Það er allt í lagi með mig en það er agalegt þegar það er svona komið fyrir KK að þeir sendi út greiðsluseðla eftir félagatali frá seinni hluta síðustu aldar og það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.


P.S. ég fékk þennan seðil sendan í pósti
Ég held að þú sért ekki með allar skrúfur á réttum stað í höfðinu.

Ég vil benda á að það er búin að vera ósk félagsmanna í 2 ár að fá senda greiðsluseðla þannig að ég sendi eftir því félagatali sem síðasta stjórn lét mig hafa. Loksins þegar félagsmenn fá greiðsluseðla í póstkassann þá verður allt vitlaust, símtöl, tölvupóstar og skammir á vefsvæði KK. Endilega gerið upp við ykkur hvað þið viljið.
Ef þú vilt losna við þetta úr heimabankanum þá bendi ég þér á að tala beint við BYR í hafnarfirði og þeir losa þig við þessa fjármálaóreiðu sem er að hrjá þig svona mikið.
Var ekki maðurinn að seigja ofar að hann hafi ekki verið félagi í 15 ár ??  :wink:
Annars fór mjög svo í taugarnar á mér hjá öðru félagi sem tók bara út af vísa árlega án þess að spurja, gerði bara ráð fyrir að maður vildi vera með áfram :roll:
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: maggifinn on January 27, 2009, 08:03:40
Er 7þúsund króna stuðningur við klúbbinn óhóflegt gjald fyrir ykkur sem notið þessa síðu dagsdaglega? seljandi bíla hér og bullandi um bílatengda hluti sem hvergi annarstaðar á netinu fá hljómgrunn á íslensku?
 
 mér þykir þetta aumt hjá mönnum að væla yfir þessu, sér í lagi þeim sem nýta sér aðgang að þessum spjallvef fyrir krónur ekkert.

Ég fæ allskonar valfrjálsa gíróseðla senda heim til mín og væli ég ekki yfir því opinberlega, það eru seðlar frá íþróttafélögum og góðgerðasamtökum, hjálparstofnunum og trúarsamtökum. Flest fer möglulaust í ruslið, annað greiði ég sem mér þykir þarft framtak til uppbyggingar á málefnum sem mér er annt um, einsog Kvartmíluklúbbnum.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Kristján Skjóldal on January 27, 2009, 08:39:16
7000 er ekki neitt :!: maður fær ekkert í dag fyrir 7000  kr  :evil:borga bara og vera glaður um að hafa veitt þessum flélagskap stuðnig því ekki veitir af :D
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: GunniCamaro on January 27, 2009, 09:46:10
Jæja ég mátti svo sem vita það að þetta færi út í persónulegt skítkast, ég verð þá að svara fyrir mig.

Best að byrja á Maggafinn :
Eins og kom fram í skrifum mínum skildi ég ekki af hverju ég var að fá þennan gíróseðil þar sem ég hef ekki verið virkur í klúbbnum í 15 ár, þið hafið þá væntanlega sent út greiðsluseðla á alla KK meðlimi s. l. 15 árin, það sem ég stunda hjá KK er að kíkja á eina og eina mílu (sem ég borga mig inn á, þegar það er selt inn) og svo skrif mín hérna á síðunni.
Ég byrjaði í KK 1986 og var í mörg ár sem keppandi, starfsmaður, stjórnarmaður, sjálfboðaliði o. fl. ásamt konu minni sem var í keppnisstjórn þannig að ég er búinn að skila mínu til KK og vel það.
Ég hef notið góðs og gaman af þessari síðu og mitt framlag til hennar var Camarogreinin mín sem ég hef fengið mikið hrós fyrir frá mörgum enda eru um 14000 uppflettingar á henni og mér sýnist í gegnum tíðina sem menn hafi nú haft eitthvert gagn og gaman af skrifum mínum þannig að mér finnst þessi gagnrýni hjá Maggafinn vera frekar ómerkileg.
Það verður gaman að fara inn á síðuna þegar Maggifinn verður búinn að taka til og henda væntanlega öllum út sem vilja ekki borga, ég held að hann ætti að byrja á þeim sem eru að spyrja um ferilskrár á einhverjum tíkum frá Rússlandi, Japan, Frakklandi og ég veit ekki hvað, ég skrifa þó allavega um USA bíla.

Jæja, þá er það Jón Þór Bjarnason :
Þegar ég fékk fyrsta svarið frá Maggafinn leit ég á það sem grín og ákvað að nota sama orðalag og hann en þú virðist ekki hafa fattað það, ég ætla ekki að tjá mig um fjölda skrúfa í höfðinu á þér en ég ætla að vitna í ummæli eftir þig, tekið af KK spjallinu, sem ég ætla að nota, sem eiga vel við hér "Það eru til lög um menn eins og þig þannig endilega talaðu varlega hér á opnu spjalli" en þar sem þú hefur ekki alveg skilið setninguna "ég fékk þennan seðil sendan í pósti" að þá þýðir það að "ÉG ER EKKI MEÐ HEIMABANKA"

Að lokum Kristján Skjóldal :
ég er í þremum farartækjaklúbbum þar sem ég greiði tugir þúsunda í árgjöld og það er alveg nóg fyrir mig að styrkja þá klúbba þannig að ég segi takk en ég ætla ekki að styrkja KK í þetta sinn.

Virðingarfyllst
Gunnar Ævarsson

Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Kristján Skjóldal on January 27, 2009, 12:10:09
það er öllum frjálst að gera :D
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Valli Djöfull on January 27, 2009, 12:45:55
Sæll Gunni,

meðlimagjöld eru gríðarlega mikilvægur hluti af tekjulind klúbbsins.  Í gegnum árin hefur verið skrifað niður hverjir borgi því þetta er búið að vera á planinu svolítið lengi.  Þetta var sent út til mjög margra aðila sem hafa verið meðlimir í gegnum árin því það eru ótrúlega margir sem myndu borga til að styrkja klúbbinn þó þeir ætli ekki að mæta upp á braut.  Bara af því að þeim þykir vænt um klúbbinn sinn ennþá.  Og ef einn af þessum borgar, þá er þetta búið að borga sig.  Aðrir bara henta þessu í ruslið og spá ekki í því meir :)  Rétt eins og með hina 100 sem skríða inn um lúguna á ári hverju.

Ég sé ekkert að þessu, enda vantar klúbbinn pening.  Ef þú vilt ekki borga, þá bara borgar þú ekki, óþarfi að vera að blanda öllum meðlimum klúbbsins í það að þú hafir ekki áhuga á að borga í klúbbinn, það hreinlega kemur okkur ekkert við ;)

kv.
Valli
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 27, 2009, 13:23:14
Jæja, þá er það Jón Þór Bjarnason :
Þegar ég fékk fyrsta svarið frá Maggafinn leit ég á það sem grín og ákvað að nota sama orðalag og hann en þú virðist ekki hafa fattað það, ég ætla ekki að tjá mig um fjölda skrúfa í höfðinu á þér en ég ætla að vitna í ummæli eftir þig, tekið af KK spjallinu, sem ég ætla að nota, sem eiga vel við hér "Það eru til lög um menn eins og þig þannig endilega talaðu varlega hér á opnu spjalli" en þar sem þú hefur ekki alveg skilið setninguna "ég fékk þennan seðil sendan í pósti" að þá þýðir það að "ÉG ER EKKI MEÐ HEIMABANKA"

það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.

Virðingarfyllst
Gunnar Ævarsson
Ertu að hóta mér einhverju eða hvað.  :?:
Ertu að saka mig um eitthvað.  :?:
Ég bara get ekki skilið þetta betur.
Það eru menn eins og þú með akkurat svona skrifum sem skemma fyrir Kvartmíluklúbbnum.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: GunniCamaro on January 27, 2009, 13:44:38
Jæja menn alltaf jafn málefnalegir, þetta byrjaði hjá mér bara með fyrirspurn með von um svar sem Valli djöfull hefur gefið mér en áður en það kom byrjuðu menn með brandara og skítkast, og ef menn hefðu lesið síðasta póst frá mér og skilið hann rétt er ég ekkert að blanda öllum meðlimum KK í málið heldur að svara því sem á undan er gengið, en við suma menn er ekki hægt að ræða eins og Jón Þór Bjarnason, ummæli hans dæma hann sjálfan, en svarið við upphaflegu spurningunni er komið, takk fyrir það.


P.S. ég fæ á hverju ári gíróseðil frá æskulýðssamtökum með beiðni um styrk og með honum fylgir alltaf skýring með seðlinum þannig að ef það hefði fylgt skýring með KK hefði þetta verið augljóst og svo hefði verið líka hægt að segja frá þessu á spjallinu í svipuðum dúr og Valli djöfull var að svara mér.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: baldur on January 27, 2009, 14:27:31
Ég skil ekki alveg vandamálið, þetta félagatal sem notað var við að senda út þessa seðla er listi yfir alla sem teljast félagar í þessum klúbb, virkir eða ekki. Ekkert bókhaldsrugl.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: GunniCamaro on January 27, 2009, 15:57:23
Það sem ég var að reyna að koma að er að ef það hefði aðeins betri upplýsingar um þennan seðil í upphafi hefði ég skilið þetta betur, en ég hélt að félagatal KK væri með þeim sem hefðu borgað í fyrra en ekki frá upphafi, en þar sem þetta mál virðist vera orðið eitthvað stærra en mig grunaði og fara öfugt og illa í menn læt ég máli mínu lokið, baldur, þetta með bókhaldsrugl var brandarasvar við brandara frá maggafinn, eða svo hélt ég en það er best að segja ekki meira, þetta virðist vera allt misskilið.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Valli Djöfull on January 27, 2009, 18:29:26
Lúmskri brandarar virðast mjög oft skila sér illa í gegnum spjallsíður eins og hefur oft komið í ljós  :lol:
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Hera on January 27, 2009, 22:59:58
Vá, jaja svona smá innskot frá bókaranum sem kvartar yfir hverri krónu  :wink:
En by the way racer ég var ekki ósátt við að þú hjálpaðir klúbbnum ALLS EKKI bara hvernig málið var höndlað :wink:

Sé að allt er að fara í háloft hér út af frekar ómerkilegum málum eins og greiðsluseðli :shock: nennti nú ekki að lesa mikið af þessu en svona svör við því sem ég rak augun í eru hér að finna:

Bókhaldið kemur félagatali ekki á nokkurnhátt við svona til að leiðrétta þann misskilning strax í upphafi :!:
Og á sama tíma vil ég benda á að bókhald klúbbsins er í höndum bókara og ef um er að ræða ásakanir um óreiðu í þeim málum bendi ég góðfúslega á að RSK er sú stofnun sem tekur við slíkum ábendingum.
Það er mjög góð venja að kynna sér málin áður en ásakanir eru gerðar, og ég er engin undantekning þegar kemur að ásökunum um að ég standi mig ekki á mínu starfssviði, mér gremst það eins og öðrum.

En að rót vandans, sem skapaði nú þessa vandræða umræðu.
Í fyrra voru ansi margir félagar sem kvörtuðu sáran yfir því að vera ekki skráðir greiddir og en aðrir sem einfaldlega voru ekki skráðir í félagatalið yfir höfuð þrátt fyrir að hafa greitt og fengi félagsskýrteini.
Það er frekar fúlt að lenda í þeirri stöðu þannig að það var ákveðið að fara í tiltekt í félagatali kk.

Ég tók að mér það verk og fékk hin og þessi nöfn hjá hinum og þessum félögum í kk.
Nú hitt var að það voru til listar yfir félaga sumir dagsettir aðrir ekki þannig að ég setti ALLA sem ég fann inn í FELIX sem er félagakerfi ÍSÍ til að eingin yrði nú útundan sem ætti að vera þar.

í ár var að mér sýnist á öllu allur listin sendur til bankans þar sem það var lítil sem engin leið að gera sér grein fyrir því hver greiddi í fyrra og hver fyrir 5 árum.
Það má alveg biðjast velvirðingar á því að sá sem ekki hefur greitt í 15 ár fái greiðsluseðil og er það alveg eðlileg beiðni en endilega sjáðu líka minn hausverk við að finna út hver greiddi hvenær og hvað þá að finna út hver ætlar að borga í ár, ég les ekki hugsanur enþá :lol: og ég efa að stjórn geri það neitt frekar.

Hitt er að ég mæli en og aftur með því sem ég sagði í upphafi þessa þráðar að gera stikky upplýsingar um gíróseðlana, og þeir sem ætla ekki að greiða geti þá sent email þess efnis, minnir að ég hafi líka sagt að það er hægt að fjarlægja kröfu úr heimabanka þeas sá sem stofnar hana og í þessu tilfelli  gjaldkeri kk. 

Þetta á ekki að þurfa..... að þrasa um jafn ómerkilega hluti og þetta  :roll:

Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Hera on January 27, 2009, 23:15:25
ATH einstaklingur getur ekki óskað eftir niðurfellingu á kröfu sem annar útbýr. þeas engin getur fellt kröfu kk niður með því að hafa samband við BYR það er eingöngu kk sem hefur heimild til þess.

þið getið ýmindað ykkur hvernig það væri ef ég gæti haft samaband við bankan og sagt hey fellið niður kröfuna á húsnæðisláninu mínu  :wink:



Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: motors on January 28, 2009, 00:02:05
Nú,en samt segir gjaldkerinn á öðrum stað í þræðinum að hafa samband við byr en þá er  það ekki hægt núna,hvað verður um þessa kröfu ef hún er ekki borguð :?:Til að fá þetta fellt niður er nóg að senda gjaldkera kk tölvupóst :?: :-k
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 28, 2009, 00:22:33
Nú,en samt segir gjaldkerinn á öðrum stað í þræðinum að hafa samband við byr en þá er  það ekki hægt núna,hvað verður um þessa kröfu ef hún er ekki borguð :?:Til að fá þetta fellt niður er nóg að senda gjaldkera kk tölvupóst :?: :-k
Ég var að senda þér tölvupóst um þetta.
Það er eðlilegast að hafa samband við gjaldkera í gegnum tölvupóst en ég fer með lista með nokkrum nöfnum um mánaðarmótin í BYR.
BYR í Hafnarfirði hafði samband við mig og þeir spurðu hvort að þeir mættu fella þessar kröfur út af heimabanka ef fólk kæmi TIL þeirra.
Ég játaði því að því undanskyldu að ég fengi tölvupóst með nöfnum þeirra einstaklinga sem þeir felldu út kröfur svo ég gæti fellt viðkomandi út af félagaskrá KK.
Bókarinn okkar vissi ekki af þessu enda ekki hennar mál að sjá um að rukka félagsmenn.
Bara svo það komi skýrt fram að það falla engin aukagjöld á þennan reikning þó svo hann sé ekki borgaður, þessu lofaði BYR.
Þeir sem eiga ekki pening núna en vilja vera í klúbbnum og keyra á kvartmílubrautinni geta borgað þennan reikning seinna í heimabankanum ef þeir vilja.
Þeir sem eru ekki með heimabanka og hafa fengið greiðsluseðil en ætla ekki að borga geta hennt seðlinum og best er að senda mér tölvupóst ef menn vilja segja sig úr félagatali KK.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: motors on January 28, 2009, 00:33:24
Takk fyrir þetta Jón Þór. :)
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: TONI on February 02, 2009, 02:11:45
Hefði þetta ekki bara mátt fara fram á EP svona til að annars saklaus spurning um saklaust mál fari ekki út í þessa sálma
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Belair on February 02, 2009, 02:17:40
ég er mjög sátur að fá meðlimagjald í formi greiðsluseðli tókk 20 sek að borga  \:D/
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Sterling#15 on February 05, 2009, 23:41:17
Vá!! Þvílíkt rugl út af smáhlutum.  Gunni minn andaðu nú með nefinu.  En annars er ég nýr í þessu og greiddi í fyrra en hef ekki fengið neina rukkun núna.  Ólíkt Gunna þá vil ég endilega borga.  Hvernig sný ég mér í því þar sem þetta er ekki á heimabankanum mínum :-k

Kveðja
Hilmar Jacobsen

Ps  Borgi þeir sem borga vilja en hinir ekki.  Einfalt
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 06, 2009, 08:12:27
Vá!! Þvílíkt rugl út af smáhlutum.  Gunni minn andaðu nú með nefinu.  En annars er ég nýr í þessu og greiddi í fyrra en hef ekki fengið neina rukkun núna.  Ólíkt Gunna þá vil ég endilega borga.  Hvernig sný ég mér í því þar sem þetta er ekki á heimabankanum mínum :-k

Kveðja
Hilmar Jacobsen

Ps  Borgi þeir sem borga vilja en hinir ekki.  Einfalt
Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199
Félagsgjaldið er 7000kr.

Skýring greiðslu, nafn viðkomandi klúbbmeðlims.

Einungis meðlimir KK eða BA fá að keppa í kvartmílu, vegna trygginga.
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Harry þór on February 06, 2009, 15:20:28
Sæll Gunni. Hvað ertu búinn að gera maður. Hvernig stendur á því að höfðingi eins og þú Gunni camaro að þú skulir ekki borga í klubbinn. Ég er búinn að reka áróður fyrir því undanfarinn ár að þið gömlu komið út úr skápnum og borgið árgjaldið til styrktar KK.

Jón Þór það er flott að senda gíró út um allt , það eru gamlir skápar út um allt sem vonandi borga,hver er ekki jafn dauður fyrir 7000 kr.

Mér finnst nær að þú borgir KK í staðin fyrir Krúser Gunnar Ævarssson  :P

mbk Harry camaro :roll:
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Lindemann on February 07, 2009, 00:41:21
Hvernig er það þegar ég legg meðlimagjaldið inná reikning KK, þarf ég þá ekkert að senda tölvupóst eða eitthvað slíkt samhliða til að forðast allan rugling?
Title: Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 07, 2009, 00:52:08
Hvernig er það þegar ég legg meðlimagjaldið inná reikning KK, þarf ég þá ekkert að senda tölvupóst eða eitthvað slíkt samhliða til að forðast allan rugling?
Nei þú þarft ekki að senda tölvupóst heldur er nóg að setja fullt nafn sem skýringu.