Jæja ég mátti svo sem vita það að þetta færi út í persónulegt skítkast, ég verð þá að svara fyrir mig.
Best að byrja á Maggafinn :
Eins og kom fram í skrifum mínum skildi ég ekki af hverju ég var að fá þennan gíróseðil þar sem ég hef ekki verið virkur í klúbbnum í 15 ár, þið hafið þá væntanlega sent út greiðsluseðla á alla KK meðlimi s. l. 15 árin, það sem ég stunda hjá KK er að kíkja á eina og eina mílu (sem ég borga mig inn á, þegar það er selt inn) og svo skrif mín hérna á síðunni.
Ég byrjaði í KK 1986 og var í mörg ár sem keppandi, starfsmaður, stjórnarmaður, sjálfboðaliði o. fl. ásamt konu minni sem var í keppnisstjórn þannig að ég er búinn að skila mínu til KK og vel það.
Ég hef notið góðs og gaman af þessari síðu og mitt framlag til hennar var Camarogreinin mín sem ég hef fengið mikið hrós fyrir frá mörgum enda eru um 14000 uppflettingar á henni og mér sýnist í gegnum tíðina sem menn hafi nú haft eitthvert gagn og gaman af skrifum mínum þannig að mér finnst þessi gagnrýni hjá Maggafinn vera frekar ómerkileg.
Það verður gaman að fara inn á síðuna þegar Maggifinn verður búinn að taka til og henda væntanlega öllum út sem vilja ekki borga, ég held að hann ætti að byrja á þeim sem eru að spyrja um ferilskrár á einhverjum tíkum frá Rússlandi, Japan, Frakklandi og ég veit ekki hvað, ég skrifa þó allavega um USA bíla.
Jæja, þá er það Jón Þór Bjarnason :
Þegar ég fékk fyrsta svarið frá Maggafinn leit ég á það sem grín og ákvað að nota sama orðalag og hann en þú virðist ekki hafa fattað það, ég ætla ekki að tjá mig um fjölda skrúfa í höfðinu á þér en ég ætla að vitna í ummæli eftir þig, tekið af KK spjallinu, sem ég ætla að nota, sem eiga vel við hér "Það eru til lög um menn eins og þig þannig endilega talaðu varlega hér á opnu spjalli" en þar sem þú hefur ekki alveg skilið setninguna "ég fékk þennan seðil sendan í pósti" að þá þýðir það að "ÉG ER EKKI MEÐ HEIMABANKA"
Að lokum Kristján Skjóldal :
ég er í þremum farartækjaklúbbum þar sem ég greiði tugir þúsunda í árgjöld og það er alveg nóg fyrir mig að styrkja þá klúbba þannig að ég segi takk en ég ætla ekki að styrkja KK í þetta sinn.
Virðingarfyllst
Gunnar Ævarsson