Author Topic: Spurning varðandi meðlimagjald 2009  (Read 7243 times)

Offline gudnia90

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
  • Guðni Agnar
    • View Profile
Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« on: January 16, 2009, 19:51:21 »
Smá pæling, þarf ég að láta vita ef ég get ekki greitt?
Mun koma í klúbbinn þá aftur í sumar, get bara eingavegin greitt þetta núna.

Fer þetta nokkuð einhvað lengra eftir eindagi? Intrum eða einhvað :D?
Guðni Agnar (s. 690-3097)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #1 on: January 16, 2009, 22:35:13 »
Nei og það eiga heldur ekki að falla á þetta neinir dráttarvextir.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Daníel Már

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 431
  • Turbooo
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #2 on: January 17, 2009, 02:39:46 »
Smá pæling, þarf ég að láta vita ef ég get ekki greitt?
Mun koma í klúbbinn þá aftur í sumar, get bara eingavegin greitt þetta núna.

Fer þetta nokkuð einhvað lengra eftir eindagi? Intrum eða einhvað :D?

það er ekki skylda fyrir þig guðni minn að vera í kvartmíluklúbbnum ;) þú ræður bara hvenær þú borgar ;)
Daníel Már Alfredsson

Evo 3
60ft 1.660
1/8 7.52 @ 92mph
1/4 11.72 @ 115mph

Civic Type R
60ft. 1.993
1/8. 8.311 @ 86.37
1/4. 12.861 @ 109mph

Evo 9
60ft. 1.587
1/8. 7.118 @ 95.75mph
1/4. 10.968 @ 133.54mph

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #3 on: January 17, 2009, 10:42:23 »
Sælir félagar.

Það leggjast engin aukagjöld á greiðsluseðlana sem kvartmíluklúbburinn sendi félagsmönnum þó svo þéir séu ekki greiddir.
Greiðsluseðlarnir fara ekki í INTRUM eða lenda óvart hjá handrukkurum.
Ef þið getið ekki borgað núna en viljið vera áfram í klúbbnum þá er einfalt að borga í heimabanka þegar viðkomandi á pening.
Félagsmenn báðu um að hafa þetta svona í fyrra sem ég hunsaði og ákvað ég að prufa þetta núna.
Ef einhverjar spurningar koma upp þá er einfalt að hafa samband við mig og ég skal reyna að aðstoða eins vel og ég get.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #4 on: January 17, 2009, 15:42:39 »
Í sumum tilfellum (þar sem ég var í stjórn) þá vildu félagsmenn ekki hafa ógreidda kröfu félagsgjalds í heimabankanum ef þeir ætluðu yfir höfuð ekki að borga það árið.

Við tókum það upp þar að þeir félagar sem ekki ætluðu að borga, gætu bara sent póst til gjaldkera og hann tók kröfuna út (Það er ekkert mál að gera það í heimabankanum).

Kanski sniðugt að setja svonu upplýsingar inn í stikký þráð :?:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline gudnia90

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
  • Guðni Agnar
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #5 on: January 17, 2009, 19:16:28 »
Frétti af því í gamladaga þegar einhver gömul stjórn var með f4x4 og þá fór sumt í intrum ef ekki var borgað :/

Vildi bara vera viss :D
Takk fyrir svörin
Guðni Agnar (s. 690-3097)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #6 on: January 18, 2009, 13:30:06 »
Frétti af því í gamladaga þegar einhver gömul stjórn var með f4x4 og þá fór sumt í intrum ef ekki var borgað :/

Vildi bara vera viss :D
Takk fyrir svörin

Það er ekki hægt að senda valkröfu til innheimtu, það stenst ekki löggjöfin  :shock:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #7 on: January 26, 2009, 22:43:58 »
Ég var að fá greiðsluseðill fyrir félagsgjald fyrir 2009 en þar sem ég hef ekki verið félagsmaður í KK í yfir 15 ár og er ekki að ganga í hann aftur svo ég best veit skil ég ekki alveg hvað er í gangi.
Ég hef ekki hugsað mér að greiða hann þannig að þið þurfið að uppfæra eitthvað hjá ykkur félagatalið.
Gunnar Ævarsson

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #8 on: January 26, 2009, 23:02:03 »
Ég var að fá greiðsluseðill fyrir félagsgjald fyrir 2009 en þar sem ég hef ekki verið félagsmaður í KK í yfir 15 ár og er ekki að ganga í hann aftur svo ég best veit skil ég ekki alveg hvað er í gangi.
Ég hef ekki hugsað mér að greiða hann þannig að þið þurfið að uppfæra eitthvað hjá ykkur félagatalið.

 Kallgreyjið, Þetta hlýtur að taka á fyrir þig. Agalegt þegar svona kemur fyrir, vona innilega að þú jafnir þig.

    Má ég þá góðfúslega benda þér á www.gagnaeyðing.is til að taka á þessu djúpstæða vandamáli.

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #9 on: January 26, 2009, 23:27:33 »
Einhverra hluta vegna vilja þessir seðlar ekki hverfa úr heimabankanum af sjálfu sér  #-o
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #10 on: January 26, 2009, 23:31:47 »
Það er allt í lagi með mig en það er agalegt þegar það er svona komið fyrir KK að þeir sendi út greiðsluseðla eftir félagatali frá seinni hluta síðustu aldar og það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.

P.S. ég fékk þennan seðil sendan í pósti
« Last Edit: January 26, 2009, 23:33:32 by GunniCamaro »
Gunnar Ævarsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #11 on: January 26, 2009, 23:37:01 »
minnir að það er nú bókhaldari eða endurskoðandi sem er í þessu málum fyrir klúbbinn sem vil vita um hverja krónu sem fer í eitthvað.

lenti nú í sumar í veseni að "lána" klúbbnum fyrir eldsneyti á brautarbílinn , ég náði í bílinn fyrir æfingu eða keppni þegar einn stjórnarmeðlimur skutlaði mér að ná í bílinn og hann var nánast tómur svo ég setti á hann eldsneyti og tók afrit og lét stjórn fá og samdi við þá að breyta því í keppnisgjald fyrir mig í staðinn og bókhaldari/endurskoðandi var ekki ánægur með þetta samkomulag :D
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #12 on: January 27, 2009, 00:56:49 »
Það er allt í lagi með mig en það er agalegt þegar það er svona komið fyrir KK að þeir sendi út greiðsluseðla eftir félagatali frá seinni hluta síðustu aldar og það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.


P.S. ég fékk þennan seðil sendan í pósti
Ég held að þú sért ekki með allar skrúfur á réttum stað í höfðinu.

Ég vil benda á að það er búin að vera ósk félagsmanna í 2 ár að fá senda greiðsluseðla þannig að ég sendi eftir því félagatali sem síðasta stjórn lét mig hafa. Loksins þegar félagsmenn fá greiðsluseðla í póstkassann þá verður allt vitlaust, símtöl, tölvupóstar og skammir á vefsvæði KK. Endilega gerið upp við ykkur hvað þið viljið.
Ef þú vilt losna við þetta úr heimabankanum þá bendi ég þér á að tala beint við BYR í hafnarfirði og þeir losa þig við þessa fjármálaóreiðu sem er að hrjá þig svona mikið.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

cecar

  • Guest
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #13 on: January 27, 2009, 02:00:01 »
Það er allt í lagi með mig en það er agalegt þegar það er svona komið fyrir KK að þeir sendi út greiðsluseðla eftir félagatali frá seinni hluta síðustu aldar og það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.


P.S. ég fékk þennan seðil sendan í pósti
Ég held að þú sért ekki með allar skrúfur á réttum stað í höfðinu.

Ég vil benda á að það er búin að vera ósk félagsmanna í 2 ár að fá senda greiðsluseðla þannig að ég sendi eftir því félagatali sem síðasta stjórn lét mig hafa. Loksins þegar félagsmenn fá greiðsluseðla í póstkassann þá verður allt vitlaust, símtöl, tölvupóstar og skammir á vefsvæði KK. Endilega gerið upp við ykkur hvað þið viljið.
Ef þú vilt losna við þetta úr heimabankanum þá bendi ég þér á að tala beint við BYR í hafnarfirði og þeir losa þig við þessa fjármálaóreiðu sem er að hrjá þig svona mikið.
Var ekki maðurinn að seigja ofar að hann hafi ekki verið félagi í 15 ár ??  :wink:
Annars fór mjög svo í taugarnar á mér hjá öðru félagi sem tók bara út af vísa árlega án þess að spurja, gerði bara ráð fyrir að maður vildi vera með áfram :roll:

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #14 on: January 27, 2009, 08:03:40 »
Er 7þúsund króna stuðningur við klúbbinn óhóflegt gjald fyrir ykkur sem notið þessa síðu dagsdaglega? seljandi bíla hér og bullandi um bílatengda hluti sem hvergi annarstaðar á netinu fá hljómgrunn á íslensku?
 
 mér þykir þetta aumt hjá mönnum að væla yfir þessu, sér í lagi þeim sem nýta sér aðgang að þessum spjallvef fyrir krónur ekkert.

Ég fæ allskonar valfrjálsa gíróseðla senda heim til mín og væli ég ekki yfir því opinberlega, það eru seðlar frá íþróttafélögum og góðgerðasamtökum, hjálparstofnunum og trúarsamtökum. Flest fer möglulaust í ruslið, annað greiði ég sem mér þykir þarft framtak til uppbyggingar á málefnum sem mér er annt um, einsog Kvartmíluklúbbnum.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #15 on: January 27, 2009, 08:39:16 »
7000 er ekki neitt :!: maður fær ekkert í dag fyrir 7000  kr  :evil:borga bara og vera glaður um að hafa veitt þessum flélagskap stuðnig því ekki veitir af :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #16 on: January 27, 2009, 09:46:10 »
Jæja ég mátti svo sem vita það að þetta færi út í persónulegt skítkast, ég verð þá að svara fyrir mig.

Best að byrja á Maggafinn :
Eins og kom fram í skrifum mínum skildi ég ekki af hverju ég var að fá þennan gíróseðil þar sem ég hef ekki verið virkur í klúbbnum í 15 ár, þið hafið þá væntanlega sent út greiðsluseðla á alla KK meðlimi s. l. 15 árin, það sem ég stunda hjá KK er að kíkja á eina og eina mílu (sem ég borga mig inn á, þegar það er selt inn) og svo skrif mín hérna á síðunni.
Ég byrjaði í KK 1986 og var í mörg ár sem keppandi, starfsmaður, stjórnarmaður, sjálfboðaliði o. fl. ásamt konu minni sem var í keppnisstjórn þannig að ég er búinn að skila mínu til KK og vel það.
Ég hef notið góðs og gaman af þessari síðu og mitt framlag til hennar var Camarogreinin mín sem ég hef fengið mikið hrós fyrir frá mörgum enda eru um 14000 uppflettingar á henni og mér sýnist í gegnum tíðina sem menn hafi nú haft eitthvert gagn og gaman af skrifum mínum þannig að mér finnst þessi gagnrýni hjá Maggafinn vera frekar ómerkileg.
Það verður gaman að fara inn á síðuna þegar Maggifinn verður búinn að taka til og henda væntanlega öllum út sem vilja ekki borga, ég held að hann ætti að byrja á þeim sem eru að spyrja um ferilskrár á einhverjum tíkum frá Rússlandi, Japan, Frakklandi og ég veit ekki hvað, ég skrifa þó allavega um USA bíla.

Jæja, þá er það Jón Þór Bjarnason :
Þegar ég fékk fyrsta svarið frá Maggafinn leit ég á það sem grín og ákvað að nota sama orðalag og hann en þú virðist ekki hafa fattað það, ég ætla ekki að tjá mig um fjölda skrúfa í höfðinu á þér en ég ætla að vitna í ummæli eftir þig, tekið af KK spjallinu, sem ég ætla að nota, sem eiga vel við hér "Það eru til lög um menn eins og þig þannig endilega talaðu varlega hér á opnu spjalli" en þar sem þú hefur ekki alveg skilið setninguna "ég fékk þennan seðil sendan í pósti" að þá þýðir það að "ÉG ER EKKI MEÐ HEIMABANKA"

Að lokum Kristján Skjóldal :
ég er í þremum farartækjaklúbbum þar sem ég greiði tugir þúsunda í árgjöld og það er alveg nóg fyrir mig að styrkja þá klúbba þannig að ég segi takk en ég ætla ekki að styrkja KK í þetta sinn.

Virðingarfyllst
Gunnar Ævarsson

« Last Edit: January 27, 2009, 10:26:31 by GunniCamaro »
Gunnar Ævarsson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #17 on: January 27, 2009, 12:10:09 »
það er öllum frjálst að gera :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #18 on: January 27, 2009, 12:45:55 »
Sæll Gunni,

meðlimagjöld eru gríðarlega mikilvægur hluti af tekjulind klúbbsins.  Í gegnum árin hefur verið skrifað niður hverjir borgi því þetta er búið að vera á planinu svolítið lengi.  Þetta var sent út til mjög margra aðila sem hafa verið meðlimir í gegnum árin því það eru ótrúlega margir sem myndu borga til að styrkja klúbbinn þó þeir ætli ekki að mæta upp á braut.  Bara af því að þeim þykir vænt um klúbbinn sinn ennþá.  Og ef einn af þessum borgar, þá er þetta búið að borga sig.  Aðrir bara henta þessu í ruslið og spá ekki í því meir :)  Rétt eins og með hina 100 sem skríða inn um lúguna á ári hverju.

Ég sé ekkert að þessu, enda vantar klúbbinn pening.  Ef þú vilt ekki borga, þá bara borgar þú ekki, óþarfi að vera að blanda öllum meðlimum klúbbsins í það að þú hafir ekki áhuga á að borga í klúbbinn, það hreinlega kemur okkur ekkert við ;)

kv.
Valli
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Spurning varðandi meðlimagjald 2009
« Reply #19 on: January 27, 2009, 13:23:14 »
Jæja, þá er það Jón Þór Bjarnason :
Þegar ég fékk fyrsta svarið frá Maggafinn leit ég á það sem grín og ákvað að nota sama orðalag og hann en þú virðist ekki hafa fattað það, ég ætla ekki að tjá mig um fjölda skrúfa í höfðinu á þér en ég ætla að vitna í ummæli eftir þig, tekið af KK spjallinu, sem ég ætla að nota, sem eiga vel við hér "Það eru til lög um menn eins og þig þannig endilega talaðu varlega hér á opnu spjalli" en þar sem þú hefur ekki alveg skilið setninguna "ég fékk þennan seðil sendan í pósti" að þá þýðir það að "ÉG ER EKKI MEÐ HEIMABANKA"

það tekur á mig að sjá þessa bókhaldsóreiðu hjá KK.
Ég ætla að vona að KK jafni sig á þessari vitleysu og nái áttum, má ég þá góðfúslega benda á bókhaldsaðstoð hjá endurskoðanda til að taka á þessu djúpstæða vandamáli hjá KK.

Virðingarfyllst
Gunnar Ævarsson
Ertu að hóta mér einhverju eða hvað.  :?:
Ertu að saka mig um eitthvað.  :?:
Ég bara get ekki skilið þetta betur.
Það eru menn eins og þú með akkurat svona skrifum sem skemma fyrir Kvartmíluklúbbnum.
« Last Edit: January 27, 2009, 13:24:45 by Jón Þór Bjarnason »
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged