Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Guðmundur Björnsson on December 03, 2008, 23:24:23
-
Hvaða bíla er þessi Norðmaður búinn að kaupa og á hvaða verði ?
-
Er þetta eitthvað viðkvæmt efni,póstur tekinn út frá Kimii!!!!
Má ekkert fréttast um þetta!!! ég bara spyr..........
-
Er þetta eitthvað viðkvæmt efni,póstur tekinn út frá Kimii!!!!
Má ekkert fréttast um þetta!!! ég bara spyr..........
Sammála... frekar barnalegt
-
Ég heyrði í gær að þetta voru þetta 4 bílar sem hann væri búinn að negla.
-
mér fynst nú ekkert atugunarvert að vilja ekki gefa upp verð :-$ en ekkert að því að vita hvaða bila við erum að missa burt :???:
-
Er þetta eitthvað viðkvæmt efni,póstur tekinn út frá Kimii!!!!
Má ekkert fréttast um þetta!!! ég bara spyr..........
ég tók hann nú bara sjálfur út
ákveðin aðili bað mig um það
-
afhverju ekki að leyfa eigendum þessara tilteknu bifreiða að segja frá þessu sjálfir þegar þeir hafa áhuga á því ?
-
afhverju ekki að leyfa eigendum þessara tilteknu bifreiða að segja frá þessu sjálfir þegar þeir hafa áhuga á því ?
afþví að hann talar ekki íslensku :D
-
afhverju ekki að leyfa eigendum þessara tilteknu bifreiða að segja frá þessu sjálfir þegar þeir hafa áhuga á því ?
afþví að hann talar ekki íslensku :D
tjaa, hann er nú ekki búinn að fá bílana í hendurnar :wink:
-
Ég hef heimildir fyrir því að allmargir kvartmílubílar séu að fara úr landi.
Viðkomandi aðilar geta sjálfir sagt frá því ef þeir vilja.
Einnig veit ég um allavega 2 sem eru/voru að koma til landsins og þeir eru ekki amerískir. :-#
-
Miðað við aðstæður þjóðfélagsins og kvartmílubrautarinnar þá skil ég það nú ósköp vel að menn vilji selja kvartmílubíla til útlanda.
-
Hæ. Eru ekki allir bílar til sölu þegar rétt verð fæst.Núna er hægt að fá flott verð . Vona bara að menn þurfi ekki að selja á brunaútsölu.
mbk Harry
-
Hæ. Eru ekki allir bílar til sölu þegar rétt verð fæst.Núna er hægt að fá flott verð . Vona bara að menn þurfi ekki að selja á brunaútsölu.
mbk Harry
Þurfa menn að selja? Nú þá er þetta rétti tíminn og kemur öðrum ekki við, ekki satt. kv.Siggi
-
Miðað við aðstæður þjóðfélagsins og kvartmílubrautarinnar þá skil ég það nú ósköp vel að menn vilji selja kvartmílubíla til útlanda.
hvaða djöfullsins leiðindi eru þetta alltaf í mönnum?
það koma betri tímar og við fáum nýtt malbik einhvern daginn... malbik kostar peninga.. og nóg af þeim
-
Þessi leiðindi eiga nú bara því miður rétt á sér, það er búið að LOFA nota bene nýju biki á brautina og búið að negla það niðrá dagsetningar og aldrei hefur það staðist... það er ekki skrítið að menn verði pínu pissed off... þetta er ekki klúbbnum að kenna endilega heldur bænum sem hefur ekki staðið við sitt, að mér skilst.
Sú staðreynd að það komi nýtt bik "einhvern daginn" er jú rétt.....en ég og örugglega fleiri erum komnir í núllið á þolinmæðinni, loforð ofaná loforð sem aldrei standast.... þetta er ansi þreytt.
Svo að það komi fram hér þá er ég rétt að benda á það sem satt er. Ég vill þessum klúbb allt það besta og það ættu þeir að vita eftir þau 13 ár sem ég hef starfað fyrir þá.
-
Þessi leiðindi eiga nú bara því miður rétt á sér, það er búið að LOFA nota bene nýju biki á brautina og búið að negla það niðrá dagsetningar og aldrei hefur það staðist... það er ekki skrítið að menn verði pínu pissed off... þetta er ekki klúbbnum að kenna endilega heldur bænum sem hefur ekki staðið við sitt, að mér skilst.
Sú staðreynd að það komi nýtt bik "einhvern daginn" er jú rétt.....en ég og örugglega fleiri erum komnir í núllið á þolinmæðinni, loforð ofaná loforð sem aldrei standast.... þetta er ansi þreytt.
Svo að það komi fram hér þá er ég rétt að benda á það sem satt er. Ég vill þessum klúbb allt það besta og það ættu þeir að vita eftir þau 13 ár sem ég hef starfað fyrir þá.
Man nú ekki eftir því í augnablikinu að malbiki hafi verið lofað á kvartmílubrautina og þá af hverjum ?
-
Ég ætla ekki að nefna nöfnin en ég og fleiri fengum meira að segja dagsetningarnar líka.
-
Þessi leiðindi eiga nú bara því miður rétt á sér, það er búið að LOFA nota bene nýju biki á brautina og búið að negla það niðrá dagsetningar og aldrei hefur það staðist... það er ekki skrítið að menn verði pínu pissed off... þetta er ekki klúbbnum að kenna endilega heldur bænum sem hefur ekki staðið við sitt, að mér skilst.
Sú staðreynd að það komi nýtt bik "einhvern daginn" er jú rétt.....en ég og örugglega fleiri erum komnir í núllið á þolinmæðinni, loforð ofaná loforð sem aldrei standast.... þetta er ansi þreytt.
Svo að það komi fram hér þá er ég rétt að benda á það sem satt er. Ég vill þessum klúbb allt það besta og það ættu þeir að vita eftir þau 13 ár sem ég hef starfað fyrir þá.
Mér finnst þessi komment frá þér og Kidda ekki alveg nógu góð.
Þar sem þú segist hafa starfað fyrir klúbbinn í 13 ár afhverju komstu þá ekki með malbikunarvél á staðinn eða þá allar hinar stjórnir klúbbsins.
Ástæðan er einföld, klúbburinn hefur aldrei átt fyrir sínum hluta í malbiki en hann á það núna.
Í hádeginu á miðvikudag áttum við 3 menn úr stjórn fund upp á braut þar sem farið var yfir hvað væri hægt að gera við malbikið og er verið að útbúa fyrir klúbbinn þrennskonar tilboð í brautina og er það allt frá viðgerð upp í komplett braut með öllu tilheyrandi. Hafnarfjarðarbær á ekki til aura þannig að þessi stjórn ætlar að gera það sem hún getur í þeim efnum að malbikið verði annað hvort lagað eða sett nýtt sem fyrst en þetta snýst allt um peninga og þá fáum við t.d. með því að halda glæsilegar bílasýningar sem hafa skilað ágætlega í kassan hingað til.
Ég kannast ekki við það að þessi stjórn hafi sagt neinar dagsetningar um það hvenar það yrði komið nýtt malbik á brautina og finnst mér skotið fyrir neðan beltisstað.
-
er ekkert gaman að keppa á þessu biki? hvernig væri að hætta að bera þetta saman við einhverjar
multi milljóna brautir í hreppnum og bara brúka þennan spotta og hafa gaman af?
Auðvitað er tímabært að endurnýja þetta en menn hafa engann rétt á að vera fúlir afþví að það er ekki búið...
Svo heirist hæst í þeim sem minnst gera en varla bofs í aðal racerunum :D
Verum bara þolinmóðir, þetta kemur allt.
-
Það er nú gott og blessað að umræðan um ástand brautarinnar hefur drekkt upphaflegri ástæðunni fyrir þessum þræði. Megi sem fæstir bílar vera seldir úr landi!
Ég fagna því að verið er að skoða malbikunarmál. Að mínu mati ætti þó að vera í forgangi að tryggja bremsukaflann og umhverfi brautarinnar til að öll þau öflugu tæki sem nú eru til eigi nokkuð góða möguleika á að stöðvast ef eitthvað fer úrskeiðis. Slíkt skiptir miklu meira máli en að 60 ft. tímar lækki um .10 sek.
En ÞEGAR loks kemur að malbikun brautarinnar þá langar mig að varpa fram hugmynd: Að einstaklingar geti gefið tja 30.000 kall í malbikunarsjóð. Nöfn gefenda yrðu greipt á eitthvert gervijólatré sem sett yrði upp sem skúlptúr við klúbbhúsið.
Ég hef fengið mikið út úr að keppa þarna og mun glaður leggja í púkkið.
Góðar stundir
Err
-
Nonni,
Ef ég ætti malbikunarvél þá myndi ég glaður mæta með hana.... Það voru gefnar dagsetningar og það stóðst ekki, en það er ekki klúbbnum að kenna og ég er ekki að segja það heldur.
Ragnar,
Tek undir þessa hugmynd, ég myndi glaður leggja í púkkið líka.
-
já ekki svo vitlaus hugmynd, frjáls framlög í malbikunnarsjóð :), ég gæfi eflaust eitthvað.
-
Eg nú ekki ríkur EN samt til að leggja nokkar þúsund Kalla í verkið , bara láta vita tímaleg til maður gertur set þá á fjárlög hjá manni
-
Strákar
Ég veit að það vakir bara gott fyrir ykkur að lauma í þetta "nokkrum þúsundköllum" en við skulum ekkert vera að útvatna þetta. 30.000 kall or nothing og nafn viðkomandi meitlað á skúlptúr (gervijólatré?) sem standa mun þeim til heiðurs við brautina meðan stunduð er kvartmíla hér.
Ef 100 einstaklingar og fyrirtæki væru til í þetta þá er KK komið með 3 millur. 50= 1,5. Það má kaupa nokkra fermetra af efni fyrir það.
Ef hugmynd sem þessari væri ýtt í framkvæmd þá gefst tækifæri fyrir menn sem hafa böðlast á brautinni frá því einhverntíman fyrir bankahrunið að sýna að þessari ÍÞRÓTT hollustu sína og að þeir vilja mikið til vinna að hún vaxi og dafni.
En það þarf meira fé til að gera brautina góða og þessvegna er ég að spá: Hefur verið skoðað hvort KK getur gert samning við Hafnarfjarðarbæ um að KK lánar sveitarfélaginu fyrir endurbótum á brautinni? Skilmálarnir væru að lánið yrði endurgreitt með gjaldögum eftir nokkur ár og að gjaldagarnir hæfðu spám um framtíðarfjárhag sveitarfélagsins.
Góðar stundir
Err
-
Hefur eitthvað c.a. kostnaðarmat verið gert fyrir bremsukafla bætingu annars vegar og hins vegar malbik ?
Er ekki að byðja um einhverjar nákvæmar tölur bara eitthvað c.a. :)
En það er pottþétt að ég myndi glaður leggja pening í framkvæmdasjóð svo lengi sem að það er vitað hvað á að ráðast í
kv
Guðmundur Þór
-
ef svona sjóður kemur fyrir malbikun þá skal ég glaður gefa einhvarja fjárhæð í þann sjóð
8-)
veit ekki hversu mikið en margt smátt gerir eitt stórt :P