Þessi leiðindi eiga nú bara því miður rétt á sér, það er búið að LOFA nota bene nýju biki á brautina og búið að negla það niðrá dagsetningar og aldrei hefur það staðist... það er ekki skrítið að menn verði pínu pissed off... þetta er ekki klúbbnum að kenna endilega heldur bænum sem hefur ekki staðið við sitt, að mér skilst.
Sú staðreynd að það komi nýtt bik "einhvern daginn" er jú rétt.....en ég og örugglega fleiri erum komnir í núllið á þolinmæðinni, loforð ofaná loforð sem aldrei standast.... þetta er ansi þreytt.
Svo að það komi fram hér þá er ég rétt að benda á það sem satt er. Ég vill þessum klúbb allt það besta og það ættu þeir að vita eftir þau 13 ár sem ég hef starfað fyrir þá.
Mér finnst þessi komment frá þér og Kidda ekki alveg nógu góð.
Þar sem þú segist hafa starfað fyrir klúbbinn í 13 ár afhverju komstu þá ekki með malbikunarvél á staðinn eða þá allar hinar stjórnir klúbbsins.
Ástæðan er einföld, klúbburinn hefur aldrei átt fyrir sínum hluta í malbiki en hann á það núna.
Í hádeginu á miðvikudag áttum við 3 menn úr stjórn fund upp á braut þar sem farið var yfir hvað væri hægt að gera við malbikið og er verið að útbúa fyrir klúbbinn þrennskonar tilboð í brautina og er það allt frá viðgerð upp í komplett braut með öllu tilheyrandi. Hafnarfjarðarbær á ekki til aura þannig að þessi stjórn ætlar að gera það sem hún getur í þeim efnum að malbikið verði annað hvort lagað eða sett nýtt sem fyrst en þetta snýst allt um peninga og þá fáum við t.d. með því að halda glæsilegar bílasýningar sem hafa skilað ágætlega í kassan hingað til.
Ég kannast ekki við það að þessi stjórn hafi sagt neinar dagsetningar um það hvenar það yrði komið nýtt malbik á brautina og finnst mér skotið fyrir neðan beltisstað.