Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: birgthor on October 16, 2008, 22:45:42

Title: 350 chevy
Post by: birgthor on October 16, 2008, 22:45:42
Sælir, þannig er mál með vexti að ég var að eignast chevy pickup k1500 1993 með 350.
Þar sem það er búinn að vera einhver tussugangur í honum þá fór ég að kanna málið og virðist vera að hann er að ganga á 7/8, þá tók ég hann og þjöppumældi.
Hann var að fara í um 160-170 á öllum, sem lét mig halda að eitthvað væri að neistanum. Ég skipti um kerti, þræði, lok og hamar en hann hélt áfram að vera eins, ég skoðaði kertin nýju og eitt þeirra virðist vera olíublautt  :???: einnig fannst út að hann er að draga falskt loft inná sig.

Var að spá hvort einhver vissi um ódýra leyð til þess að laga þetta vandamál?
Einnig hvort menn geti sagt mér hvað þessar vélar heita sem eru í þessum pickupum?

Mér var bent á að mögulega væri hún bara orðin slitin og það þyrfti að bora út. Ef ég færi í að láta bora út, hvað myndi það kosta ef ég fer bara með blokkina tóma? eða borgar sig þá að taka alla vélina upp og hvað kostar það ef ég sé um alla vinnu?

Hvað eru þessi 383 sett að kosta með öllu?


Með von um svör.
Kveðja, Birgir

Title: Re: 350 chevy
Post by: Chevy_Rat on October 17, 2008, 05:50:44
Sælir, þannig er mál með vexti að ég var að eignast chevy pickup k1500 1993 með 350.
Þar sem það er búinn að vera einhver tussugangur í honum þá fór ég að kanna málið og virðist vera að hann er að ganga á 7/8, þá tók ég hann og þjöppumældi.
Hann var að fara í um 160-170 á öllum, sem lét mig halda að eitthvað væri að neistanum. Ég skipti um kerti, þræði, lok og hamar en hann hélt áfram að vera eins, ég skoðaði kertin nýju og eitt þeirra virðist vera olíublautt  :???: einnig fannst út að hann er að draga falskt loft inná sig.

Var að spá hvort einhver vissi um ódýra leyð til þess að laga þetta vandamál?
Einnig hvort menn geti sagt mér hvað þessar vélar heita sem eru í þessum pickupum?

Mér var bent á að mögulega væri hún bara orðin slitin og það þyrfti að bora út. Ef ég færi í að láta bora út, hvað myndi það kosta ef ég fer bara með blokkina tóma? eða borgar sig þá að taka alla vélina upp og hvað kostar það ef ég sé um alla vinnu?

Hvað eru þessi 383 sett að kosta með öllu?


Með von um svör.
Kveðja, Birgir



Af lýsingu þinni á þessum gangtruflunum og blautu kerti af dæma þá er knastásinn líklegast ónýtur->(orðin snoðaður annað hvort á intake eða exhaust lift tappa),Falskt loft getur vélin dregið inn á sig við hvaða skemmdu vacum-slöngu sem er eða einhverja ónýta pakkningu.

Blockin í bílnum hjá þér ætti að vera '87-'99 Orginal Rolller-Cam SBC með 1-PC Rear Main seal=Pakkdós,En gæti samt allt eins verið '86-'94 none Roller Cam Block með 1-PC Rear Main seal=Pakkdós?,Og með annað hvort MPFI eða TBI rafmagns blöndungs innspítingar uniti þ.a.s ef það er ekki búið að rífa það Orginal-dótarí úr eða skipta um vél.

Fyrir allt Kreppu tal þá kostaði að útbora strípaða og hreina! svona sbc block rétt tæpann 40.000 kall hjá öllum þessum->3 aðilum Kistufell/Vélaland-ÞJ/Vélaverkstæðið-Egill.

Og ef það þarf að láta línubora svona block þá kostar það arm and leg eða er á bilinu frá 72.000 til 100.000 kall.(bara svona svo menn viti hvað það kostar!)

Og 383 stroker kittin í þessar vélar eru á allskonar verðum og til í allskonar uppsettningum,Og best að skoða þaug bara hjá Summit Racing.
Title: Re: 350 chevy
Post by: Belair on October 17, 2008, 09:59:32
88-89 kom með 6.2 en þú þart rafmagnið ur bill með 6.2 EN ef þú ællar í swap skoða alla kosti t.d seta í 6.5 sem kom í 93 eða lsx motor , eða fara yfir um og seta í 6.6 Duramax úr 06 Chevrolet Silverado HD  :mrgreen:

Title: Re: 350 chevy
Post by: Belair on October 17, 2008, 10:02:20
oh eg held að þetta se 350 L05 í þeim en er ekki alveg viss
Title: Re: 350 chevy
Post by: Chevy_Rat on October 17, 2008, 10:26:14
En þá væri hann ekki að þjappa er það á þeim cilender er það? Og svo sýnist mér þetta vera olía sem er á kertinu!
Gæti það munað kannski að setja þykkri olíu á hann? svona á með peningar eru litlir...

Kveðja

Já vélin þjappar þótt að knastásinn sé handónýtur!,Já og ef annar eða báðir ventlar eru nánast alveg alltaf lokaðir og opna mjög lítið eða ekkert þá er ekkert skrítið við það að það sé olía á kertinu!,Og hafi þetta verið svona lengi þá skemmir þetta Cylenderinn + stimpilinn sem knastásinn opnar lítið eða ekkert á!,Vélin gæti líka hafa verið að sprengja nyður og nánast ekkert út á þeim Cylender í jafvel í langann tíma áður en hún fór að bleita kertið og hætti alveg að neista og þá myndast líka fáránlegt slit í þann Cylender sem er hægt að líkja við að komi 2-slitbrúnir í hann!
 
Title: Re: 350 chevy
Post by: Chevy_Rat on October 17, 2008, 21:15:26
Þetta finst mér áhugavert og ég mun skoða þetta, ekki er nóg að opna bara ventlalokið er það? þarf ekki að mælann...

Takk fyrir þetta, kv Biggi

Jú það er nóg að kippa ventlalokinu af þeim meginn sem vandamálið er!,Og þú getur farið 2 auðveldar aðferðir við að sjá hvort vélin sé eitthvað að lifta eða lifta mjög lítið eða er ekkert að lifta á annað hvort á intake eða exhaust ventli á þessum tiltekkna Cylender,Og hafirðu einhvern til að aðstoða þig þá er best fyrir þig að biðja þann aðilann að snúa vélini fyrir þig á meðan þú skoðar þetta sjálfur,En ef þú ert einn við þessar æfingar þá er best að láta vélina aðeins ganga fyrst og til að ná upp hita og kippa svo ventlalokinu af og láta vélina svo bara malla hægaganginn þá ætti það ekki neitt að fara fram hjá þér hvort að eitthvað sé bogið við liftið á þessum tiltekkna Cyl sem hann bleitir kertið og gengur ekki á,En áður en þú byrjar á svoleiðis æfingum einn legðu þá gott stórt handklæði eða stóra þykka tusku ofan á pústgreinar/flækjur á meðan þú ert að skoða þetta einn með vélina í gangi svo þú kveikjir nú ekki í bílnum með olíunni sem sullast út fyrir á meðan þú skoðar þetta!!!.
Title: Re: 350 chevy
Post by: Chevy_Rat on October 20, 2008, 04:58:00
Jæja OK bara gott mál að þú sjáir ekkert bogið við ventla liftið í vélini?,...(lýsti sér samt þannig að um ónýtann knastás væri um að ræða).

Og athugaðu það að fleira getur klikkað í þessum electronic tölvustýrðu kveikjum!,Og ekki alltaf nóg að skipta bara um kveikjulok/hamar og þræði!.

Ég mæli með að þú fáir einhverstaðar lánaða aðra eins kveikju og prufir að skipta um hana fyrst áður en þú tekur þá ákvörðun að rífa vélina í spað og láta bora hana út.

Og ekki veit ég hvar þú ætlar að fá blockina boraða út fyrir 20.000 kall :roll:
Title: Re: 350 chevy
Post by: Racer on October 20, 2008, 11:32:24
svo er spurning að kaupa bara notaða 350 vél :D , þess vegna einhverja sem skilar meira en þessi 210 hö hjá þinni
þess vegna ný uppgerða og færa tölvudraslið yfir eða sleppa því bara og stóran blöndung
Title: Re: 350 chevy
Post by: Chevy_Rat on October 20, 2008, 12:20:05
Ég ætlaði að skrifa þarna 40000kr 8-[ en ef hann er að neista þarna á þessum sílender, ætti kveikjan þá ekki að vera í lagi?

Þarf ekki endilega að vera að þessi kveikja í bílnum sé í fullkomlegu lagi,Þetta geta verið mjög dinntóttar kveikjur sérstaklega þegar þær eru farnar að slitna mikið og hún getur þersvegna verið að neista og neista ekki fer bara eftir því á hvaða snúning vélin er hverju sinni.

Eitt annað sem þú ættir að prufa að skipta um áður en þú rífur allt í spað en það er Coolant Sensorinn en hann getur valdið allskonar gangtruflunum!...(logar Check engine ljósið???)...gæti líka verið búið að taka þá peruna úr?

Djöfull þoli ég ekki þetta TBI drasl :!: :!: :!:



 
Title: Re: 350 chevy
Post by: 1965 Chevy II on October 20, 2008, 12:55:58
Ég myndi halda að það þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að fara að bora þessa vél
og skipta um stimpla ofl. miðað við að elendis eru menn að keyra 300þús+++ mílur á svona vélum.

Þetta er einhver tittlingaskítur eins og TRW er að benda á.
Title: Re: 350 chevy
Post by: 1965 Chevy II on October 20, 2008, 13:17:55
Jú það er góð byrjun,falskt loft og enginn smurþrýstingur er ekki jákvætt :mrgreen:
Title: Re: 350 chevy
Post by: Heddportun on October 20, 2008, 14:15:39
Bara lesa hann í tölvu,þá geturu séð hvaða kóða þú ert að fá ef þú færð ekki kóða þá þarftiu að skoða kveikjuna

Búinn að prufa að setja blauta tusku á greinarnar og finna hver er ekki að kveikja eða missir úr?Líklegt að þetta sé Kveikjan
Title: Re: 350 chevy
Post by: johann sæmundsson on October 21, 2008, 00:56:52
Hreinsaðu PCV ventilinn í bensíni yfir nótt eða með carb cleaner brúsa.
Hann er staðsettur í ventlaloki og slanga úr honum í soggrien, fyrir
aftan blöndung.

Gangi þér vel og láttu okkur vita.

jói.
Title: Re: 350 chevy
Post by: Belair on October 21, 2008, 10:00:06
þú ert auðvita buinn að skoða bensinsiurnar  :D
Title: Re: 350 chevy
Post by: Chevy_Rat on October 21, 2008, 10:53:00
Búinn að lesa í tölvu og ekkert koma fram. En er þessi pcw ventill líka í tbi eða?? Hvar er cooland sensorinn??

Maður hlítur að finna út úr þessu áður en ég dey sökum aldurs  :roll:

Sæll Coolant Sensorinn er staðsettur fremst á milliheddinu hægra meginn rétt við vatnslásinn,Og ath stundum getur líka komið fyrir að tengi í Coolant Sensor skemmist og hann virkar þá ekki alveg sama þó hann sé glænýr og->(gefur þá enginn boð til tölvu!),Þá geta menn leiðst villur vegar í bilanaleit!.

Og PCW ventillinn er Orginal staðsettur í ventlaloki hægra meginn í þessari árg,En gæti samt alveg eins verið staðsettur í vinstra ventlaloki..(búið að færa hann yfir).

Title: Re: 350 chevy
Post by: Chevy_Rat on October 21, 2008, 13:11:27
er eitthvað hægt að mæla coolant sensorinn??

nei ég er ekki búinn að skoða síurnar, ekki hafa þær þessi áhrif er það??

var að lesa gamlan post hérna um einhvern í svipuðum vandræðum veð 4l I Jeep mótor og þar stakk einhver uppá soggreinapakkningu, getur þetta orsakast af henni??


Takk fyrir hjálpina,

Já sæll það er hægt að mæla út hvort að Coolant-Sensorinn sé í lagi fyrir þá sem það kunna!,En þegar þessi sensor fer þá gerir það ekkert boð á undann sér né Kveikjir á neinu check engine ljósi í mælaborði hann bara fer fyrirvarlaust og veldur ógangi eða eins og td í sbc LT1 þá ganga þær vélar ekki hálfan snúning þegar Coolant-Sensor fer!,Auðvitað getur þessi bilun orsakast af ónýtri millihedds-pakkningu með tilheyrandi fölsku lofti!,En líka af öðru sem ég hef ekkert verið að koma inná fyrr en nú og hef lennt í sjálfur með nýrri bíl en þinn að vísu Diesel,Og það er það að Fuel sending unitið sem benzíndælan er í sé handónýtt og sundur ryðgað->(dótið sem gengur ofan á benzíntankann undir pallinnum)..þú mættir nú líka alveg kíkja á það dæmi en það er algengt að það eyðileggist í bílum sem hafa verið mikið notaðir í saltpækkli í gegnum tíðina!.


En þessi Coolant-Sensor kostar aðeins rúman 600 kall hjá N1 hefur líka fengist í Jeppa smiðjunni á Ljónstöðum og örugglega líka til hjá IB á Selfossi.

Vona að þú fynnir sem fyrst út úr þessu (ódýrt?),Og það var ekkert að þakka :wink:
Title: Re: 350 chevy
Post by: Heddportun on October 24, 2008, 12:04:50
Jú það er 100% að versla við þá en ég myndi fyrst ath hvort þetta sé ekki til hérna heima á betra verði t,d CTS er á um 1500kall í N1,eða var(farðu með gamla skynjaran með þér það eru 3 týpur í gangi)
Title: Re: 350 chevy
Post by: KiddiJeep on October 24, 2008, 13:09:13
Það fer nú oft líka eftir því hversu mikil gufa er í hausnum á þeim sem er að afgreiða þig :mrgreen:
Hefur oft virkað hjá mér að fá bara að fletta þessu upp sjálfur hjá þeim :lol:
Title: Re: 350 chevy
Post by: Heddportun on October 24, 2008, 18:35:43
Ég get lesið bílinn hjá þér en veit ekki hvenær ég gæti gert það og forritað EGR draslið út honum
Title: Re: 350 chevy
Post by: Heddportun on October 24, 2008, 23:09:59
Ruglaðist óvart á pcv og egr,mynnti að þú værir að bauka með egr dralsið þega ég skrifaði þetta

Ef hann hefur ekki séð neitt er það kveikjan
Title: Re: 350 chevy
Post by: cv 327 on October 25, 2008, 02:37:04
Sæll.

Ertu búinn að ath hvort að neisti á olíublauta (eða bensínblauta) kertinu? Ég mundi byrja á því.

Skrúfa kertið úr, kertaþráðinn á kertið, leggja kertið við góða jörð á vélinni og prófa að starta. (kippa kertaþráðunum af hinum kertunum af á meðan ef þú villt ekki að vélin fari í gang).

Ef engin neisti kemur er eitthvað að: kerti, kertaþráð eða kveikjunni, (kerti bensínblautt). Prófa annað kerti, siðan kertaþráð, svo kveikjulok, og enda á kveikjunni ef þú gætir fengið aðra lánaða.

Ef það kemur neisti á kertið (kerti olíublautt), þá mundi ég skoða hvort að smurolía sé inní strokknum. (td með því að starta smá tíma með kertagatið opið eða jafnvel að setja í gang smástund) og ath hvort að smurolía smiti út um kertagatið. Jafnvel klippa út pappastrimil sem þú getur stungið inn um kertagatið með stimpil í toppstöðu.

Ef það er smurolía þarna á ferð ertu búinn að einangra bilunina við þennan strokk og þá eru líklegustu orsakir: ónýt ventlahetta og slit í ventlafóðringu, ónýt milliheddspakkning eða laskaður olíuhringur á stimpli.

Finnst einhvern vegin að sensorar og tölvubilanir hafi ekki áhrif á bara einn strokk. (bara mín skoðun)

Kanski þetta hjálpi eitthvað. 

Kv Gunnar B.
Title: Re: 350 chevy
Post by: 1965 Chevy II on October 31, 2008, 11:22:12
Það getur varla verið heddið eða cylenderinn,var ekki sama eða mjög svipuð þjappa á öllum cyl!
Title: Re: 350 chevy
Post by: Belair on October 31, 2008, 13:23:09


nei ég er ekki búinn að skoða síurnar, ekki hafa þær þessi áhrif er það??





gamla síur takmargað bensinflæði = bill gengur illa
EN þær geta verið í lægi , bara gott að skoða þær áður menn fara eiða 150 til 400 þús í motor
Title: Re: 350 chevy
Post by: 1965 Chevy II on October 31, 2008, 13:49:32
Gæti kannski verið farin milliheddspakkning og hún verið að sjúga olíu þar inn með??
Title: Re: 350 chevy
Post by: 1965 Chevy II on October 31, 2008, 23:03:23
Já þjappan breytist ekkert við það að millihelddspakkning fari,þessar pakkningar kosta varla meira en 5000kr,en ég er bara að velta þessu upp,kannski að aðrir reyndari menn komi með athugasemd.
Title: Re: 350 chevy
Post by: Dodge on November 26, 2008, 21:22:59
Það mundi hjálpa mykið að hafa það á hreinu hvort kertið er olíu eða bensínblautt,
Ef það er bensínblautt bara 1 kerti, ef þú ert ekki með coil on plug, eða 8 spíssa innspítingu þá er það enginn skynjara, tölva eða neitt þesskyns drasl, það getur verið kertið, þráðurinn eða kveikjan sjálf (distributor only)
Ef það er hinsvegar olíublautt en allir jafnir á þjöppumælingu, reykir hann bláu þeim megin?
Frikki kom með fína hugmynd þó maður viti ekki til þess að þetta hafi gerst, en alveg möguleiki að ef pakkningin er alveg farin úr botninum á þessu porti að hann nái nægri olíu inn. Annar séns er farinn olíuhringur á stymplinum en hinir hringarnir og borið í sæmó lagi getur sloppið framhjá þjöppumælingunni.
Svo getur verið sprunga í heddi og lekið olía á inntaksventil.

En hvað sem það er þá eru 90% líkur á að þú komist að því þegar milliheddið er farið af.. so why speculate :)
Title: Re: 350 chevy
Post by: Hafþór Jörundsson on November 30, 2008, 18:07:32
Af með milliheddið þá er mun auðveldara að skipta um þessa "föstu undirlyftu" sem mér sýnist að sé nú allt baslið!
Title: Re: 350 chevy
Post by: Hafþór Jörundsson on November 30, 2008, 18:15:51
Sæll.

Ertu búinn að ath hvort að neisti á olíublauta (eða bensínblauta) kertinu? Ég mundi byrja á því.

Skrúfa kertið úr, kertaþráðinn á kertið, leggja kertið við góða jörð á vélinni og prófa að starta. (kippa kertaþráðunum af hinum kertunum af á meðan ef þú villt ekki að vélin fari í gang).

Ef engin neisti kemur er eitthvað að: kerti, kertaþráð eða kveikjunni, (kerti bensínblautt). Prófa annað kerti, siðan kertaþráð, svo kveikjulok, og enda á kveikjunni ef þú gætir fengið aðra lánaða.

Ef það kemur neisti á kertið (kerti olíublautt), þá mundi ég skoða hvort að smurolía sé inní strokknum. (td með því að starta smá tíma með kertagatið opið eða jafnvel að setja í gang smástund) og ath hvort að smurolía smiti út um kertagatið. Jafnvel klippa út pappastrimil sem þú getur stungið inn um kertagatið með stimpil í toppstöðu.

Ef það er smurolía þarna á ferð ertu búinn að einangra bilunina við þennan strokk og þá eru líklegustu orsakir: ónýt ventlahetta og slit í ventlafóðringu, ónýt milliheddspakkning eða laskaður olíuhringur á stimpli.

Finnst einhvern vegin að sensorar og tölvubilanir hafi ekki áhrif á bara einn strokk. (bara mín skoðun)

Kanski þetta hjálpi eitthvað. 

Kv Gunnar B.

þetta er líka stóra spurningin olíublautt kerti? eða kannski bara eðlilega bensínblautt!!!
Title: Re: 350 chevy
Post by: Dodge on December 29, 2008, 17:51:31
Var millihedds pakkningin sumsé opin niður úr porti?