Það mundi hjálpa mykið að hafa það á hreinu hvort kertið er olíu eða bensínblautt,
Ef það er bensínblautt bara 1 kerti, ef þú ert ekki með coil on plug, eða 8 spíssa innspítingu þá er það enginn skynjara, tölva eða neitt þesskyns drasl, það getur verið kertið, þráðurinn eða kveikjan sjálf (distributor only)
Ef það er hinsvegar olíublautt en allir jafnir á þjöppumælingu, reykir hann bláu þeim megin?
Frikki kom með fína hugmynd þó maður viti ekki til þess að þetta hafi gerst, en alveg möguleiki að ef pakkningin er alveg farin úr botninum á þessu porti að hann nái nægri olíu inn. Annar séns er farinn olíuhringur á stymplinum en hinir hringarnir og borið í sæmó lagi getur sloppið framhjá þjöppumælingunni.
Svo getur verið sprunga í heddi og lekið olía á inntaksventil.
En hvað sem það er þá eru 90% líkur á að þú komist að því þegar milliheddið er farið af.. so why speculate
