Sælir, þannig er mál með vexti að ég var að eignast chevy pickup k1500 1993 með 350.
Þar sem það er búinn að vera einhver tussugangur í honum þá fór ég að kanna málið og virðist vera að hann er að ganga á 7/8, þá tók ég hann og þjöppumældi.
Hann var að fara í um 160-170 á öllum, sem lét mig halda að eitthvað væri að neistanum. Ég skipti um kerti, þræði, lok og hamar en hann hélt áfram að vera eins, ég skoðaði kertin nýju og eitt þeirra virðist vera olíublautt
einnig fannst út að hann er að draga falskt loft inná sig.
Var að spá hvort einhver vissi um ódýra leyð til þess að laga þetta vandamál?
Einnig hvort menn geti sagt mér hvað þessar vélar heita sem eru í þessum pickupum?
Mér var bent á að mögulega væri hún bara orðin slitin og það þyrfti að bora út. Ef ég færi í að láta bora út, hvað myndi það kosta ef ég fer bara með blokkina tóma? eða borgar sig þá að taka alla vélina upp og hvað kostar það ef ég sé um alla vinnu?
Hvað eru þessi 383 sett að kosta með öllu?
Með von um svör.
Kveðja, Birgir