Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Valli Djöfull on June 20, 2008, 14:54:25

Title: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Valli Djöfull on June 20, 2008, 14:54:25
Jæja, nú er komið að því, það er allt að verða klárt..  Það þarf að klára að skrúfa guardrailið á og þegar það er klárt er hægt að keyra.

Svo planið er..  Mæting kl. 9 í fyrramálið laugardag upp á braut og skrúfa..  Þeir sem hjálpa til fá að keyra frítt, en aðrir borga þúsara +  auðvitað að vera meðlimir í KK.

Því fleiri sem mæta því fyrr verður hægt að byrja að keyra  8)

ALLIR AÐ PLUGGA VIÐAUKA!  Helst fyrir allt sumarið því nú erum við komnir með opið leyfi á brautina loksins og getum haldið æfingu hvenær sem okkur dettur í hug með nokkurra mínútna fyrirvara  8)

kv.
Valli Djöfull
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: IngiH on June 20, 2008, 15:01:26
Það var eitthver að segja að þeir sem eru í BA og hafa skírteini fá að keyra, Er það rétt?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: haukurn on June 20, 2008, 15:11:33
kominn með viðauka. mæti kl 9 ! :D
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján F on June 20, 2008, 15:24:14
Það var eitthver að segja að þeir sem eru í BA og hafa skírteini fá að keyra, Er það rétt?
Verður að vera félagi í KK til að mega stunda æfingarnar.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Jónas Karl on June 20, 2008, 17:08:45
verður keyrt einhvað frammeftir kvöldi ? maður er ekki búinn í vinnunni fyrr en kl 6  :cry:
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Árný Eva on June 20, 2008, 17:15:19
verður keyrt einhvað frammeftir kvöldi ? maður er ekki búinn í vinnunni fyrr en kl 6  :cry:

Bara redda fríi drengur !!!! :)
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: olafur f johannsson on June 20, 2008, 17:18:30
Það var eitthver að segja að þeir sem eru í BA og hafa skírteini fá að keyra, Er það rétt?
Verður að vera félagi í KK til að mega stunda æfingarnar.
þannig að ef að mig langaði að prufa mína bíla á æfingu þá get ég það ekki ef að ég er í BA ég yrði að vera líka í KK ?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: HK RACING2 on June 20, 2008, 17:46:04
Það var eitthver að segja að þeir sem eru í BA og hafa skírteini fá að keyra, Er það rétt?
Verður að vera félagi í KK til að mega stunda æfingarnar.
Var ekki verið að tala um að það sé nóg að vera í íþróttafélagi innan ÍSÍ?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Árný Eva on June 20, 2008, 18:19:59
Það var eitthver að segja að þeir sem eru í BA og hafa skírteini fá að keyra, Er það rétt?
Verður að vera félagi í KK til að mega stunda æfingarnar.
Var ekki verið að tala um að það sé nóg að vera í íþróttafélagi innan ÍSÍ?

á það ekki bara við um keppnir en ekki æfingar ?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 20, 2008, 18:29:50
þetta hefur alltaf verið þannig að BA og KK séu með samkomulag um þetta að það væri nó að vera í öðru hvoru félaginu hefur það breist :?:
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Árný Eva on June 20, 2008, 18:35:42
þetta hefur alltaf verið þannig að BA og KK séu með samkomulag um þetta að það væri nó að vera í öðru hvoru félaginu hefur það breist :?:

en var það ekki bara tengt keppnum ?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: PéturSig on June 20, 2008, 20:59:01
NÆÆÆÆÆÆÆÆS þá er það bara að redda sér hjálm  =D>
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: olafur f johannsson on June 20, 2008, 22:29:40
er eingin sem að getur svarað því hvort að það sé í lagi að vera í Bílaklúbbi Akureyrar til að fá að taka þátt í æfingum og ég er ekki að leita að svörum eins og eru búinn að koma fram ég vill afgerandi já eða nei 
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: z06 TT on June 20, 2008, 23:17:04
vantar ekki ýtukall  8-)
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Camaro-Girl on June 21, 2008, 00:44:29
en erhægt a reda ser viðauka á laugad
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Elmar Þór on June 21, 2008, 00:50:39
en erhægt a reda ser viðauka á laugad

Ekki viss, en ég gat það í hitt í fyrra, ræsti bara út kallinn i tryggingunum og hann reddaði þessu, ferlega næs gaur. hehehe
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Gilson on June 21, 2008, 02:57:46
jæja, eins og venjulega vantar mig far  :oops:

Gísli 8587911
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Daníel Már on June 21, 2008, 03:01:57
Ég er kominn með viðauka og ætla að vakna snemma á morgun og mæta til að hjálpa og auðvitað keyra!!  \:D/ \:D/
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Árný Eva on June 21, 2008, 03:15:30
jeijjj það verður svooooo gaman á morgun  :D
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2008, 08:47:03
Þeir sem eru búnir að borga og eiga eftir að fá skírteini, komið með útprentun úr heimabanka eða einhverja sönnun fyrir því svo við getum útbúið skírteini...:)

Svo er einnig hægt að borga á staðnum..

kv.
Valli
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Daníel Hinriksson on June 21, 2008, 17:39:07
Þetta var vel heppnuð æfing og frábært veður. Hlakka bara til að fá götuslikkana svo það sé hægt að taka almennilega af stað en náði þó 12.239 á 116.27mph en varð að hægja á mér í endanum svo ég færi ekki yfir 120mph.
Danni á Evo að gera góða hluti og náði sínum besta tíma hingað til  :smt023

Takk kærlega fyrir mig, þetta var bara gaman!
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Disturbed on June 21, 2008, 18:01:12
Frábær æfing og geðveigt veður líka.

Veit ekki reindar hvað fyrstu tímarnir voru en náði best 13.706 @ 108.43. Ekki á slikkum.
Markmiðið er að ná betri tímum í sumar.

Golf GTi ED30 DSG 2008.

Kv. Davíð S.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 21, 2008, 19:14:52
eru þið ekkert að grinast með að BA meðlimir fái ekki að æfa eins og KK :roll: sem sagt ef það væri bara 1 íþróttavöllur á landinu og KR á hann #-o meiga þá hinn líðinn ekki æfa bara keppa :roll:ps BA borgaði helling í þessari braut á sinum tima með þessum skilmála að þeir væru í sömu málum og KK í sambandi við notkunn á þessari braut er það bara búið spil :-k :?:
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Jónas Karl on June 21, 2008, 20:07:11
hvernig væri bara að borga sig í KK og styrkja klúbbinn, þetta er nú ekkert stórfé  :-s

En hvernig væri að nýta góða veðrið og halda kvöld æfingu á morgun  :mrgreen: ?

ég var mættur kl hálf 7 í dag  eftir vinnu með slikkana í skotinu en sá ekki sálu þarna  :-(
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Eg!ll on June 21, 2008, 20:24:04
Takk kærlega fyrir mig!  8-)
Var mættur í morgun og hjálpaði til og tók svo runn á bílnum mínum

Mjög gaman að geta loksins mætt uppá braut

Ég var á Ford F-150 og náði best 15,967@86

Get ekki verið annað en sáttur bara...
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 21, 2008, 20:39:43
ég er og hef borgað meira í KK en  þú hefur nokkuð timan gert svo :-# enda er þessari spurniugu beint til stjórnar ekki alm KK félaga um von um svör :???:
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Gilson on June 21, 2008, 21:00:13
hvernig væri bara að borga sig í KK og styrkja klúbbinn, þetta er nú ekkert stórfé  :-s

En hvernig væri að nýta góða veðrið og halda kvöld æfingu á morgun  :mrgreen: ?

ég var mættur kl hálf 7 í dag  eftir vinnu með slikkana í skotinu en sá ekki sálu þarna  :-(

já það er erfitt að manna allar stöður langt fram á kvöld, ég t.d. mætti kl hálf 10 í morgunn og var til 6, þetta var samt helvíti góður dagur bara, gott veður og allir sáttir.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 21, 2008, 21:04:38
eru þið ekkert að grinast með að BA meðlimir fái ekki að æfa eins og KK :roll: sem sagt ef það væri bara 1 íþróttavöllur á landinu og KR á hann #-o meiga þá hinn líðinn ekki æfa bara keppa :roll:ps BA borgaði helling í þessari braut á sinum tima með þessum skilmála að þeir væru í sömu málum og KK í sambandi við notkunn á þessari braut er það bara búið spil :-k :?:
Kristján slakaðu aðeins á. Ég held að blóðþrýstingurinn hjá þér sé við það að springa.
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi mál hafa verið hjá KK. Held að það sé óþarfi að búa til eitthvað vandamál hér.
Við í stjórn ætlum að spyrja okkur eldri og reyndari menn hvernig þetta hefur verið.
Væntanlega verða einhverjar breytingar með tilkomu nýs malbiks og þær verða væntanlegar góðar fyrir alla hvort sem menn eru í fuglavinafélaginu eða í KK.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2008, 21:28:16
eru þið ekkert að grinast með að BA meðlimir fái ekki að æfa eins og KK :roll: sem sagt ef það væri bara 1 íþróttavöllur á landinu og KR á hann #-o meiga þá hinn líðinn ekki æfa bara keppa :roll:ps BA borgaði helling í þessari braut á sinum tima með þessum skilmála að þeir væru í sömu málum og KK í sambandi við notkunn á þessari braut er það bara búið spil :-k :?:
Við finnum eitthvað útúr þessu :)
En þessi samlíking er ekki alveg rétt hjá þér.. Frekar kannski, borgar í Fitness Dudes og mætir með það kort í World Class, og færð að æfa þar frítt, þar sem Fitness Dudes eiga ekki aðstöðu til æfinga  :lol:

En ekki byrja að stressa þig strax, við finnum eitthvað útúr þessu :)
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Einar K. Möller on June 21, 2008, 21:36:30
BA meðlimir hafa alltaf verið á sömu kjörum og KK meðlimir, þannig var það allaveganna þegar ég var t.d keppnisstjóri, enda finnst mér það alveg sjálfsagt að svo sé.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: stefth on June 21, 2008, 21:48:15
Þakka fyrir góðan dag, gott að fá að taka aðeins á bílnum fyrir fyrstu keppni. Þið hafið allir/öll staðið ykkur með sóma varðandi framkvæmdir á svæðinu og þakka ég ykkur fyrir alla ykkar vinnu.

Kveðja, Stebbi Þ.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Daníel Már on June 21, 2008, 22:48:44
Þetta var vel heppnuð æfing og frábært veður. Hlakka bara til að fá götuslikkana svo það sé hægt að taka almennilega af stað en náði þó 12.239 á 116.27mph en varð að hægja á mér í endanum svo ég færi ekki yfir 120mph.
Danni á Evo að gera góða hluti og náði sínum besta tíma hingað til  :smt023

Takk kærlega fyrir mig, þetta var bara gaman!


bara gaman í dag nafni mig hlakkar svo til að sjá bílinn þinn fá traction!! :D

ég bætti tíman minn og ég bætti hraðan helling!

átti 12.550 á 108 mph í fyrra
í dag 12.337 á 115 mph :) mikill hraði enn virðist vera erfitt að komast undir 1.8 út 60ft sem er eitthvað sem ég þarf að lagfæra ! :)
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Harry þór on June 21, 2008, 22:51:51
Hæ öll. Þetta var fínn dagur. Fór ca.fimmtán 8-) ferðir í miklu spóli en minn besti tími í dag var 13,10 á 112,5 mílum.

BA menn eru velkomnir eins alltaf hefur verið. BA menn hafa alltaf verið verið flottir keppendur og sett flottan svip á sportið. =D>

En Kristján - ég hef aldrei heyrt um að BA hafi borgað helling í brautinni á sínum tíma með einhverjum samningi um afnot. Gaman væri fá vita meira ?

með kveðju frá racetown

Harry Þór
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Óli Ingi on June 21, 2008, 23:13:59
Var engin með myndavél á lofti til að leyfa dreifbýlistúttunum að sjá
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 22, 2008, 00:40:39
eru þið ekkert að grinast með að BA meðlimir fái ekki að æfa eins og KK :roll: sem sagt ef það væri bara 1 íþróttavöllur á landinu og KR á hann #-o meiga þá hinn líðinn ekki æfa bara keppa :roll:ps BA borgaði helling í þessari braut á sinum tima með þessum skilmála að þeir væru í sömu málum og KK í sambandi við notkunn á þessari braut er það bara búið spil :-k :?:
Kristján slakaðu aðeins á. Ég held að blóðþrýstingurinn hjá þér sé við það að springa.
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi mál hafa verið hjá KK. Held að það sé óþarfi að búa til eitthvað vandamál hér.
Við í stjórn ætlum að spyrja okkur eldri og reyndari menn hvernig þetta hefur verið.
Væntanlega verða einhverjar breytingar með tilkomu nýs malbiks og þær verða væntanlegar góðar fyrir alla hvort sem menn eru í fuglavinafélaginu eða í KK.
ég er sallarólegur  :Dþú hefur eitthvað misskilið mig :D ég er ekkert að rifast við ykkur :D heldur bara að reina að fá þetta upp á borðið eins og þetta á að vera og hvort að það sé virkilega svona sem stjórn KK vill hafa þetta :?: að ég og við landsbygðar fólk þurfum að ganga í KK til að geta æft þetta sport en ekkert mál að keppa :D það er ekkert mál að borga æfinga gjöld eins og allir eiga að gera :!: en að það sé ekki nó að ég eða( við)séum í BA er ég ekki að skilja :???: þar sem þetta er nú eina brautin á landinu og ekki séns fyrir okkur eða mig að æfa sig annarstaðar  #-o :Def þetta snýnst um $$$$$$ þá er ekkert mál að borga meira í æfingargjöld heldur en KK meðlimir með virðingu um gott og heiðarlegt svar ps Harry í sambandi við borgun í braut þá er það svolitið lélegt að þú skulir ekki vita þetta  :Den þetta er ekkert  draugasaga BA lagði til $$$$$$$$ í þessa braut og það eru hér á þessu spjalli fullt af mönnum sem stóðu fyrir þessu á þessum tima og vita og geta svarað betur um þaug mál en ég kveðja KS :D
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 429Cobra on June 22, 2008, 01:37:08
Sælir félagar.  :)

Sæll Kristján.

BA lagði aldrei neinn pening í Kvartmílubrautina!

Guðmundur Kjartanson var gjaldkeri KK á þeim tíma og á öll skjöl þar að lútandi, og hann tjáði mér að BA hefi ekki lagt neinn pening í brautina. :!:

Ef einhver getur sýnt óyggjandi fram á annað þá bið ég þann hinn sama að koma með þau plögg.

Annað eru bara "draugasögur" eins og þú tekur til orða sjálfur.
Og kveðum nú niður þennan draug í eitt skipti fyrir öll. :!:



Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Anton Ólafsson on June 22, 2008, 01:58:41
Sælir félagar.  :)

Sæll Kristján.

BA lagði aldrei neinn pening í Kvartmílubrautina!

Guðmundur Kjartanson var gjaldkeri KK á þeim tíma og á öll skjöl þar að lútandi, og hann tjáði mér að BA hefi ekki lagt neinn pening í brautina. :!:

Ef einhver getur sýnt óyggjandi fram á annað þá bið ég þann hinn sama að koma með þau plögg.

Annað eru bara "draugasögur" eins og þú tekur til orða sjálfur.
Og kveðum nú niður þennan draug í eitt skipti fyrir öll. :!:





Jæja dáni

Ég þarf þá bara að fara út í klúbb og finna þetta.

Annars er hér fullt af mönnum vita af þessu, þannig að ef einhver "gamall jarpur" kýs að tjá sig er það velkomið.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Daníel Már on June 22, 2008, 02:13:29
Hérna eitt sem mig langar að tjá mig um..

1/8 uppá Kvartmílu braut vs. Olís götuspyrnuna á tryggvagötu..

ok.. ég veit að 1/8 mílan fyrir norðan hallar mjög enn hún ætti ekki að halla það mikið að hún skafi 0.5 sec af tímanum

ég var fyrir norðan með 7.440 og hérna í bænum 7.944 afhverju í ósköpunum er svona mikill muni ég trúi ekki að það sé hallinn.. Er þetta ekki sama vegalengd þeas 201 meter e-h ?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 429Cobra on June 22, 2008, 02:40:49
Sælir félagar.  :)

Sæll Anton.

Ég hvet þig til að gera það. :!:

Átti samtal um þetta við Ragnar S, sem var þáverandi stjórnarmaður BA, en hann gat ekki staðfest þetta.

Bæði Guðmundur Kjartansson og Örvar Sigurðsson, þá verandi formaður KK hafa neitað þessu og sagt að sýningar KK 1978 og 1979 hafi alfarið borgað fyrir brautina.

En finndu skjölin og við skulum kveða þennan draug niður. :wink:

Það breytir því samt ekki að félagar í BA ERU jafn réttháir KK félögum hvað varðar æfinga og keppnisgjöld, það eru til aðalfundasamþykktir af aðalfundum beggja félaga um það.

Þó að það séu nýir menn í stjórn KK þá breytir það ekki þeirri staðreynd að allir eiga að njóta vafans!

Hins vegar ef að einhver hefur verið gerður brottrækur úr öðrum hverjum klúbbnum, á hinn sami EKKI rétt á að keppa á brautinni þar sem viðkomandi er þá í keppnisbanni hjá viðkomandi klúbb.
Slíkt bann skal þó alltaf vera tímabundið nema að kveðið sé á um annað.

Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 22, 2008, 03:06:59
Jæja BA menn þá vitiði það, þið eruð og verðið alltaf velkomnir til okkar hér fyrir sunnan.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 22, 2008, 10:51:19
ef það er rétt sem að þú talar um Dáni :-k þá biðst ég afsökunar á þvi sem ég hef sagt um þessi mál  [-o<en þetta er ég búinn að hlusta á alla mina tíð á BA fundum og eru þeir oðnir nokkrir :D
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Harry þór on June 22, 2008, 11:49:11
Sæll Kristján. Nei það er alveg satt  :P hef aldrei heyrt að BA hafi borgað í brautinni.  Svo ég hressi nú uppá minnið hjá mönnum þá var það fyrsta sandspyrnan að Hrauni í Ölfusi  sem lagði grunninn að sjóðum KK. Það komu 12 - 15 þúsund manns og fullur Chevy Van af peningum. Síðan nátturulega sýningahald KK eins og síðasta sýning segir okkur.

Ég man líka eftir því að hafa farið á fund í Búnaðarbanka og skrifað undir víxil sem engin af okkur sem skrifuðu undir hefðu verið borgunarmenn fyrir þá.

Stjórn og starfsfólk á æfingu í gær , takk fyrir. Ljósin og tímamæling og keyrslan var til fyrimyndar og lofar góðu fyrir næstu keppni, það virkaði bókstaflega allt í gær.

gaman að sjá nyja vegin í mótun - það eru meira að segja ljósastaurar á leiðinni  =D>

Hlakka til næstu keppni.

mbk harry Þór

Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Ingó on June 22, 2008, 11:55:05
Það er gaman að sjá muninn enda ef þú næðir 7,44 1/8 þá væri 1/4 tíminn 11,30-50 sek. :shock:

Ingó. :)

Hérna eitt sem mig langar að tjá mig um..

1/8 uppá Kvartmílu braut vs. Olís götuspyrnuna á tryggvagötu..

ok.. ég veit að 1/8 mílan fyrir norðan hallar mjög enn hún ætti ekki að halla það mikið að hún skafi 0.5 sec af tímanum

ég var fyrir norðan með 7.440 og hérna í bænum 7.944 afhverju í ósköpunum er svona mikill muni ég trúi ekki að það sé hallinn.. Er þetta ekki sama vegalengd þeas 201 meter e-h ?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Valli Djöfull on June 22, 2008, 12:14:57
Það er flott að fá þessi mál á hreint :)

Þá þarf ekki að velta sér meira upp úr því, samstarf milli KK og BA er eitthvað sem mér þykir mjög vænt um og ég hugsa að BA menn viti það alveg upp á hár :)

Hlakka til að sjá fleiri BA menn á brautinni  8-)

kv.
Valli
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Einar Birgisson on June 22, 2008, 12:39:45
Það er gaman að sjá muninn enda ef þú næðir 7,44 1/8 þá væri 1/4 tíminn 11,30-50 sek. :shock:

Ingó. :)

Hérna eitt sem mig langar að tjá mig um..

1/8 uppá Kvartmílu braut vs. Olís götuspyrnuna á tryggvagötu..

ok.. ég veit að 1/8 mílan fyrir norðan hallar mjög enn hún ætti ekki að halla það mikið að hún skafi 0.5 sec af tímanum

ég var fyrir norðan með 7.440 og hérna í bænum 7.944 afhverju í ósköpunum er svona mikill muni ég trúi ekki að það sé hallinn.. Er þetta ekki sama vegalengd þeas 201 meter e-h ?

Málið er það að Tryggvabrautin er bæði með vatnshalla og mjög djúpum hjólförum, þannig að lágir bílar eru að starta klukkunum með aftur hjólum/enda, og jú þetta er nákvæmlega 1/8 míla.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: baldur on June 22, 2008, 13:04:51
Málið er það að Tryggvabrautin er bæði með vatnshalla og mjög djúpum hjólförum, þannig að lágir bílar eru að starta klukkunum með aftur hjólum/enda, og jú þetta er nákvæmlega 1/8 míla.

Eruð þið ekki að keyra með guard beam? Guard geislinn ætti að starta klukkunni á lágu bílunum.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Einar Birgisson on June 22, 2008, 13:48:06
Nei það var ekki guard beam.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Harry þór on June 22, 2008, 14:29:18
Sælir norðanmenn, gaman væri að þið mynduð finna eitthvað um þessi mál í ykkar skjalasafni. Hafi menn talað um þetta í mörg ár þá hlýtur eitthvað að liggja þar að baki.

Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr, það væri gaman að fá þetta á hreint.

mbk Harry
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 22, 2008, 14:31:00
já ekki spurnig fá þetta á hreinu :wink:
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 1966 Charger on June 22, 2008, 16:29:27
Strákar, ég var ritari BA á þessum árum.  Það sem ég man var að beiðni kom frá KK um að við lánuðum þeim aura til að láta í brautina gegn víxlum.  Við í stjórninni samþykktum þetta (þá var Palli Kristjánss formaður og Maggi heitinn Finnss gjaldkeri).  Við lögðum þetta fyrir félagsfund (ég man meira að segja að hann var haldinn í Skátaheimilinu Hvammi) og þar kviknaði í kamrinum.  Kamarlogarnir stöfuðu ekki svo mikið af því að verið væri að lána KK heldur frekar að við í stjórninni vorum búnir að lofa KK að þetta gengi í gegn áður en við bárum málið undir félagsfund.  Eftir stendur þó að mér er ómögulegt að muna hvernig málið var loks afgreitt.

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: baldur on June 22, 2008, 18:55:57
Nei það var ekki guard beam.

Það sem ég hef orðið var við á brautinni hjá okkur er að ef skyggnin eru ekki yfir sellunum þá er hætt við því að vel bónaðir bílar fái ranga tíma. Sólin endurkastast af hlið bílsins og í selluna, sem fattar þá ekki að bíllinn sé farinn af stað fyrr en hann er kominn allur út úr geislanum. Sést best á 60ft tímanum sem verður alveg miklu lægri en mögulegt er að ná á þannig bíl.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Elmar Þór on June 22, 2008, 22:47:39
Nei það var ekki guard beam.

Það sem ég hef orðið var við á brautinni hjá okkur er að ef skyggnin eru ekki yfir sellunum þá er hætt við því að vel bónaðir bílar fái ranga tíma. Sólin endurkastast af hlið bílsins og í selluna, sem fattar þá ekki að bíllinn sé farinn af stað fyrr en hann er kominn allur út úr geislanum. Sést best á 60ft tímanum sem verður alveg miklu lægri en mögulegt er að ná á þannig bíl.

Þetta verður sem sagt meira vandamál þegar við verðum komnir með malbikaðan veg að brautinni heheheheh :D
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 1965 Chevy II on June 22, 2008, 22:53:51
Góður Elmar :mrgreen: Getum við ekki sett smá skyggni á kassana?
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: maggifinn on June 22, 2008, 23:29:01
það er skyggni á þessum gríðarfallegu kössum, það þarf bara að græja það til að vera uppi
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 1965 Chevy II on June 22, 2008, 23:34:11
Aha,það getur varla verið mikið mál.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: baldur on June 22, 2008, 23:54:16
Alltaf þegar að ég sé um að gera tímatökubúnaðinn kláran þá nota ég skyggnin á kössunum á ráslínu.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Daníel Már on June 23, 2008, 19:24:44
Nei það var ekki guard beam.

Það sem ég hef orðið var við á brautinni hjá okkur er að ef skyggnin eru ekki yfir sellunum þá er hætt við því að vel bónaðir bílar fái ranga tíma. Sólin endurkastast af hlið bílsins og í selluna, sem fattar þá ekki að bíllinn sé farinn af stað fyrr en hann er kominn allur út úr geislanum. Sést best á 60ft tímanum sem verður alveg miklu lægri en mögulegt er að ná á þannig bíl.

hahaha einsog subaru kvartmílan 2006 ég fór 1.567 í 60ft á GT impreza sem er ekki fræðilegur  :lol:
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Anton Ólafsson on June 23, 2008, 23:32:43
Sælir félagar.  :)

Sæll Kristján.

BA lagði aldrei neinn pening í Kvartmílubrautina!

Guðmundur Kjartanson var gjaldkeri KK á þeim tíma og á öll skjöl þar að lútandi, og hann tjáði mér að BA hefi ekki lagt neinn pening í brautina. :!:

Ef einhver getur sýnt óyggjandi fram á annað þá bið ég þann hinn sama að koma með þau plögg.

Annað eru bara "draugasögur" eins og þú tekur til orða sjálfur.
Og kveðum nú niður þennan draug í eitt skipti fyrir öll. :!:






Jæja almennur félagsfundur í Hvammi 24.sept. 1978.


(http://farm4.static.flickr.com/3052/2605118975_88858634b7_b.jpg)

Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 23, 2008, 23:41:08
já þar hafi þið það KK :D
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Anton Ólafsson on June 23, 2008, 23:41:27
Jæja í fundargerðinni að ofan er talað um að endurgreitt verði um áramótin,
Næsta fundargerð um þetta mál er frá 3.jan 1979. Þar er það komið að KK borgi 25.febrúar, ég hef hinsvegar ekki enn fundið neitt um það að þetta hafi verið endurgreitt til B.A

(http://farm4.static.flickr.com/3093/2605128905_4ef50d8d0a_b.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3021/2605133445_53de8ba7d9_b.jpg)


En jæja strákar, hér er þetta komið.
Þið getið kannski fundið í ykkar skjalasafni eitthvað um að þetta hafi verið greitt til baka, en ég er ekki búinn að finna það í okkar skjalasafni,

Kveðja

 Anton Ólafsson
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 429Cobra on June 23, 2008, 23:47:17
Sælir félagar. :)

Sæll Anton.

Þá er það komið á hreint BA lánaði KK þessa peninga. :!:

En er þá ekki einhverstaðar kvittun fyrir því að þetta lán hafi verið greitt aftur. :?:
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 1965 Chevy II on June 23, 2008, 23:54:38
Maður myndi ætla að á næstu fundum eftir að greiðslufrestur rann út ,hefði KK ekki endurgreitt, þá kæmi
það klárlega fram í fundargerðum þar sem BA félagar myndu örugglega láta í sér heyra.
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 1966 Charger on June 24, 2008, 01:12:06
Strákar

Það er nú alveg á hreinu að fyrst ég mundi að fundurinn umræddi fyrir 30 árum var í Hvammi þá hlyti ég líka að muna ef KK hefði lent í vanskilum með þetta.  Þetta var örugglega greitt upp í topp. Það segir kannski mikið um það bræðralag sem ríkti á milli þessara klúbba að BA lánaði úr sínum sjóði þótt "fjárhagsstaðan væri frekar bágborin" eins og segir í næstu fundargerð.  Þessi bygging kvartmílubrautarinnar var líka mjög merkilegt framtak.  Eins og staðan er í dag finnst mér að það mætti aðeins styrkja þetta bræðralag betur er það ekki?

  Mikið hefur mér annars farið aftur í skrift  :-k

PS:  Í óðaverðbólgunni sem þarna var voru 20% vextir ósköp eðlilegir víxilvextir.

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Kristján Skjóldal on June 24, 2008, 09:04:26
en milla 1978 samsvarar það ekki 10 millum í dag :?: þetta hefur verið dágóð summa :shock:og flott að þetta skuli vera komið á hreint O:)
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Hera on June 24, 2008, 10:36:13
Svona bræðralag er það sem mótorsportið þarf á að halda :!: Eitt stk kvartmílubraut varð greinilega til á sínum tíma vegna samstöðu.

Saman stöndum við sundruð föllum við :wink:

Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Jónas Karl on June 24, 2008, 15:09:27
hendið þið vatni í burnoutið í kvöld eða þarf maður að koma með sjálfur til að skvetta ?  :)
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Harry þór on June 24, 2008, 16:41:01
Sælir norðan menn. Þetta er það sem ég haf sagt í gegnum tíðina , þið eruð höfðingjar  =D> En eftir stendur að þetta var lán sem var endurgreitt að fullu með vöxtum.

Ég tek undir með Heru - nema það mætti bæta við og " pössum okkur á Ólafi."

mbk Harry
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: 1966 Charger on June 24, 2008, 17:30:19
Kvartmílusystur og bræður

Það hefur enginn haldið því fram að þetta hafi ekki verið greitt en margir, fram að birtingu fundargerðanna, hafa haldið því fram að BA hafi aldrei lánað KK neitt.

 Það sem skiptir máli í dag er að skv. fundargerð BA 24.09. 1978 þegar almennur félagsfundur samþykkir að lána KK fylgir þessi kvöð láninu:  "  Einnig var það tekið sem skilyrði að meðlimir BA nytu sömu réttinda og meðlimir KK á brautinni." 

Allir sáttir?

Ragnar
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Valli Djöfull on June 24, 2008, 19:21:07
Ég er allavega sáttur :)
Title: Re: Kvartmíla drengir og stúlkur.. ÆFING!
Post by: Shafiroff on June 25, 2008, 01:53:17
sælir félagar.ég er búin að koma mörgum sinnum á akureyri að keppa,og á reyndar þann vafasama heiður að hafa tekið þátt í fyrstu götumíluni sem haldin var 1993,sem gerði það að verkum að of bílar voru bannaðir eftir það það er til myndband af þessu,og ég gleymi því aldrei eftir að ég og einar birgis komum í pittinn eftir fyrstu ferð viðbrögðin þau voru eftirmynnileg og hálfdán gamli fremstur í flokki.en eins og ég segi margar ferðir norður og alltaf höfðinglegar móttökur,mér þykir vænt um ba og hef alltaf einhvernvegin litið allt öðrum augum á hann en aðra klúbba með fullri virðingu fyrir þeim.já það er gott að þetta er komið upp á borðið mjög gott mál.en eitt vil ég segja norðanmönnum að það verður gaman fyrir þá að koma í fyrstu keppni og sjá breytingarnar sem eru orðnar á svæðinu ég eiginlega öfunda þá af því. því þetta er nú búið vera þannig hjá mér og öllum í stjórninni að við erum búnir að vera með þetta beint í æð og þá sér maður þetta öðruvísi,gerist hægt þegar maður er í miðri hringyðuni.sjáumst á laugardaginn ba menn.