Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - js

Pages: 1 [2] 3 4
21
Mótorhjól / Suzuki Katana 1100 /Kawasaki GPZ 750 turbo
« on: August 18, 2009, 20:46:38 »
  Langar að athuga með þessi hjól,frá 1983 til 1986.Mættu gjarnan þarfnast einhverja/töluverða atlota,en verða að vera 90% samsett, þar sem ég vil sjálfur rífa hluti sem ég verð að setja saman.Sá Katana til sölu í Nitro fyrir ca.2 og hálfu ári,sem er góður kandidat,ef eigandinn les þetta.

 KV:Jón Sigurðsson S 6611616

22
Bílarnir og Græjurnar / Re: Myndir frá Hópakstri KK 1975
« on: July 11, 2009, 00:48:40 »
 Fordinn sem er á mynd 5 er í góðu lagi.Fyrrverandi vinnufelagi á bílinn og hann hefur  ekki verið til sölu

23
Bílarnir og Græjurnar / Re: 2010 Camaro fáanlegur grænn!!
« on: July 06, 2009, 23:44:31 »
 Þessi Chrysler 300c,mínus afturhurðir,með dapri eftirlíkingu af Pontiac T/A 77 nefi getur varla verið með alvöru Camaroum.Þeir hefðu átt að kópera Chrysler crossfire frekar 300C,en svona er tískan í dag þ.e.allt mjög svipað

 KV:Jón Sig

24
 Teiknarinn hjá Ford hafði greinilega ekki meira hugmundaflug en það,að kópera Caroll Shelby.67 Shelby Mustang  er með nefið sem 69 mustangin fær og 71 Mustanginn fær "Jacksson" útgáfu af 69 Shelby.
 Á þessum árum var samt hægt að velja um mörg,mjög flott mismunandi body af öllum tegundum.Það hefði örugglega verið æðislegt að vera tvítugur á þesssum árum.

 KV:Jón Sigurðsson

25
Bílarnir og Græjurnar / Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« on: June 29, 2009, 18:36:20 »
 Harry og Friðbjörn voru með þennan.Djöö er vaninn flottur,væri til í einn svona.Koma svo strákar,halda umræðunni áfram

 KV:Jón Sig.

26
BÍLAR til sölu. / Subaru Impresa árg 99
« on: May 11, 2009, 20:18:05 »
 Impresa 1600 4x4, árg 99,ekinn 160þús.Nýskoðaður með fulla skoðun.Fínn fyrsti bíll.Mynd af bílnum á Visir.is.Verð 195þús.S 6611616

27
Bílarnir og Græjurnar / Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« on: April 29, 2009, 23:13:00 »
 Samkvæmt mínum haus náði Óli (saga frá Sigga) ótrúlega háum níu.Þar með var þessi mótor búinn að trekkja 2 fljótustu bílana á þessum árum fyrir utan KÓNGINN (sem sást sjaldan)og Benna Eyjólfs.
 Leifur átti heima í Jörfabakka um tíma,á þessum árum sem var bara æðislegt fyrir bílaveikan strump í sama húsi.Leifur og Daddi og örugglega fleiri, eiga heiður skilið að senda KONURnar út,í búð eða eftir börnum á þesskonar skaðræðis tækjum sem og þær gerðu(pumpa þrisvar,taka hálfa og starta)annars fór kannski ekki í gang.


 Sögur frá:Leifur R,Gunnar J,Jóhann S      og fl
 


 KV:Jón Sig


28
Bílar Óskast Keyptir. / Óska eftir bíl
« on: April 28, 2009, 20:02:04 »
 Vantar bíl,ekki eldri en 99.Má vera sjúskaður,tjónaður eða léttbilaður.Skoða allar gerðir.S:6611616

29
Bílarnir og Græjurnar / Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
« on: April 27, 2009, 20:23:19 »
 Ég man eftir 12,07 hjá bakaranum,en Gylfi smíðaði þennan bíl eins og svo marga.Hann smíðaði eitt stykki á ári,í einhver ár.

 Kv:Jón Sig

30
Almennt Spjall / Re: Bændur .................................
« on: March 03, 2009, 22:14:23 »
 Why not,comfort running the fields og alles

 KV:Jón S.

31
 Er þá ekki málið að hætta keppnishaldi á lokuðum brautum og taka run á götunum,eins og var í denn,og benda tryggingafulltúum og pólitíkum að lesa umferðasögu landsins,milli 1970 og 1980

 Einnig er vert að benda á að RISASTÓRT hlutfall þeirra sem koma á slysavarðstofuna koma þangað út af svokölluðum "sport-slysum".Gaman væri að reka það ofan í þá sem gagnrýna löglegt mótorsport,hvað það eru margir keppnismenn á t.d skíðum eða fótbolta sem sækja svo að segja fría þjónustu í heilbrigðisgeiranum á móti móti þeim sem hafa slasast í löglegum mótorkeppnum.Á þá ekki að banna svig,brun og fleira.Ef slys verða í mótorsporti heyrist oft að það verði að breyta reglum.Ég veit ekki til þess að reglum hafi verið breitt mikið í skíðaíþróttum hingað til.

 Kannki væri best að banna allt


 KV:Jón Sigurðsson
















 KV:Jón Sigurððson

32
BÍLAR til sölu. / Subaru Legacy árg 2000
« on: February 16, 2009, 19:27:19 »
 Er með tvo station bíla.Báðir beinskiptir.Einn gráan,ekinn 144þús,dráttarkúla á honum.Með nýja skoðun út júli 2010.Annan hvítan,ekinn 148þús.skoðaður út jan.2010

 Verð 550þús á bíl,eingin skipti

 Sími 6611616

33
Almennt Spjall / Bílasýning í vor
« on: February 11, 2009, 22:41:21 »
 Er að velta fyrir mér tímasetningu á sýningu þ.e.hvenær maður þarf að fara að reima á sig hlaupaskóna og grægja til eitthvað af bílum.
 Er ekki einhver í forsvari í sambandi við sýningu?.Og hver er það þá?


 KV:Jón Sigurðsson

34
Alls konar röfl / Re: Smá spurning vantar hjálp
« on: February 09, 2009, 18:04:30 »
 Pólera felgurnar með Autosol og mála grófbronsuð axlabönd,silver eða gold

 KV:Jón Sig

35
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Camaro sérfræðingar
« on: February 02, 2009, 19:16:04 »
 Sá blái er fyrsti bíllinn sem ég eignast,kaupi hann af Guðmundi frænda Björnss.árið 1984 þá heilla 16 vetra.

 Hann var nú búinn að fá á lúðurinn áður en við frændur tókum við honum.Fyrri eigandi,sem bjó þá í Mosfellsbæ afrekaði það að keyra hann á ca 100 mílum á ljósastaur (úr tré) og síðan næstum inn á stofu í næsta húsi.Þannig að það margt nýtt framan bílnum.Guðmundur lætur mála,kaupir vél og selur mér síðan.Myndin er tekin heima á Jörfabakkanum vorið 85.Bíllinn var ókláraður og ég hvorki vissi né gat,þannig að ég skifti á brúnum Willys 8cyl350,fjögurra gíra með heila fíberframstæðu og 35" dekk.

 Nýi eigandinn af camaroinum(hann heitir Eyþór og átti áður hvítan 70 camaro)kláraði hann og keyrði.Hann fær svo VW rúgbrauð í hliðina á sér og bíllinn var ónýtur.

 

  KV:Jón Sig

36
 Laaaaangflottasti kvartmílubíll á landinu fyrr og síðar.Ólafur Vilhjálmsson ætti að vera heiðurslimur(með mynd og allt)fyrir að láta sér detta þetta í hug.

 KV:JS

37
Almennt Spjall / Re: Bílakerra
« on: January 28, 2009, 22:49:49 »
 Ef það er stelpubíll frá GM kemur bara einn til greina,Corvette,ég á nefnilega eina svoleiðis og  veit allt um það mál.

  KV:Jón S

38
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: olds
« on: January 27, 2009, 22:02:29 »
 Sæll Hálfdán

 Ég átti þennan bíl hvað lengst.Gaurinn sem tók hann í nefndinni lét mála hann og fórnaði röndunum.Hann selur kunningja mínum bílinn,sem á hann í ca 3 mánuði og ég tek hann síðan.

 Bíllinn var bone stock 350 4ra hólfa með ólæst drif.Ég setti flækjur og tvöfalt púst, fiktaði mikið með kveikju og blöndung og fékk fína vinnslu endrum og sinnum.Þá var mikið gaman og spólað á einari alveg upp í þriðja gír. \:D/

 Ég sel síðan bílinn einhverjum snillingi sem líklega hefur ættlað að "gera hann upp",þvi að  ég sá skelina af honum vélarlausa, innréttingarlausa og hálfunna undir málningu í súðavoginum,líklega vorið 87

 KV Jón S.




39
Almennt Spjall / Re: þýskar v8
« on: January 16, 2009, 20:56:59 »
 Strákar,ef við hefðum allir sama smekkinn,þá værum við allir að elta einu konuna í heiminum,sem betur fer erum við ekki að því.það eru nefnilega til margar týpur af vélum og óteljandi óteljandi týpur af konum :D

 Slaka á,heimsendir er ekki á næstunni


 KV:JS

40
Aðstoð / Re: Vill til að "hoppa" í spóli
« on: January 14, 2009, 23:49:42 »
 Rólegur!!!!!

Ekki kaupa allan heimin.Skoðaðu hvort bíllinn  er með klossa að aftan og ef svo er prófaðu að fjarlægja þá og sjáðu hvað gerist(henda loftdempurm).


KV:JS

Pages: 1 [2] 3 4