Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - 429Cobra

Pages: 1 ... 6 7 [8] 9
141
Bílarnir og Græjurnar / Hvaða "project" er í gangi?
« on: July 22, 2008, 15:14:38 »
Sælir félagar. :)

Þar sem að alskonar umræður eru hér inni á spjallinu og hinir og þessir að afla sér upplýsinga um sína bíla þá datt mér í hug að spyrja hvað menn væru að gera, eða "Hvaða project er í gangi".
Þarna er ég að spyrja um hvað menn séu að gera upp eða smíða hvort sem að það er fyrir götu eða braut, og skiptir engu frá hvaða landi það er.
Bara að koma með svona smá "uppgerðar/smíða sögu" til að leyfa spjallverjum að fylgjast með og sjá hvað er til.

Já og ég er að tala um bíla ekki mótorhjól. :wink:

Og best að ég byrji á sjálfum mér, en ég er að vinna (mjög hægt) í að gera upp 1965 Mustang 2+2.
Í augnablikinu þá lítur hann út eins og myndin að neðan sýnir, en það eru allir varahlutir komnir þannig að það er ekkert nema að koma sér að verki. 8-)



142
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Keppni felld niður!
« on: July 12, 2008, 13:32:49 »
Sælir félagar.  :)

Mig langaði að forvitnast um hvort að þessi keppni hefði verið felld niður eða henni frestað?
Það er grundvallarmunur á þessu tvennu!

Niðurfelld keppni þýðir að það er einni keppni færra í Íslandsmótinu, á móti því að frestuð keppni á að vera keyrð við fyrsta hentugleika.

Það þýðir hins vegar ekki að það megi ekki færa hana aftur fyrir aðrar keppnar á dagatali.

Bara smá spurning um orðalag sem getur valdið misskilningi


143
Almennt Spjall / Er rétt einn Ameríski bílarisinn að deyja?
« on: July 05, 2008, 22:55:07 »
Sælir félagar. :)

Ég sá þá frétt að ekkert annað en gjaldþrot myndi blasa við GM samsteypunni, þannig að ég fór að leyta og fann meðal annars þessa grein á:   http://www.gracecheng.com/stocks/2008/06/27/is-general-motors-going-bankrupt/

Og þar stóð þetta meðal annars:
Quote
The financial markets are already treating GM paper as junk. It now costs about $3.175 million in upfront payments, plus $500,000 in annual premiums to insure ten million dollars of GM’s debt for five years. Why any one would pay half the value of the bonds to insure them is beyond us, but we digress. Additionally, GM bonds are selling for 61.5 cents on the dollar. This means it will become increasingly expensive for GM to raise money, assuming they can do it at all. That all adds up to make bankruptcy a strong possibility.


Og önnur á þessari síðu:   http://www.thetruthaboutcars.com/general-motors-death-watch-181-bankruptcy/

Og þar stendur meðal annars:
Quote
After six to nine months, GM as we know it will be dead. Under new leadership (one can only hope), the company will carry-out the brand restructuring that was due even before GM went nuts and bought Saab and HUMMER. Buick, Pontiac, Saab (in North America), Saturn and GMC will all be axed. DT has no doubts about what will happen on the sharp end: “dealers get fucked without recourse.” Only Chevrolet and Cadillac will remain in business.


Maður hefur oft séð skrifað um yfirvofandi gjaldþrot GM en mér finnst eftir þessu staða þessa fyrirtækis ansi svört.
En við vonum að allt fari á betri veg því að "bílaheimurinn" yrði fátækari ef að GM myndi fara í gjaldþrot og hætta starfsemi.


144
Sælir félagar. :D


Nokkrir félagar hérna í Ford "deildinni" hafa ákveðið að reyna að hafa hitting/rúnt með Ford ökutækjum. 8-)

Það er Mustang Thunderbird Ford Lincoln og Mercury. :!:

Aldur er afstæður og það eru allir hvattir til að mæta. :!:

Við ætlum að hittast á planinu hjá Nítró á Funahöfðanum annað kvöld kl 21. :!: :!:

ATH þetta er ekki neinn klúbbur bara eigendur og áhugamenn um FoMoCo ökutæki að hittast með græjurnar og rúnta smávegis í góðu veðri. \:D/

Kv.
Ford frömuðirnir. \:D/

145
Almennt Spjall / Að sýningu lokinni "Um Burnout 2008".
« on: May 13, 2008, 18:37:29 »
Sælir félagar. :D

Þetta er kannski að bera í bakka fullann lækinn að fara að tala um sýninguna, en samt............... :mrgreen:

Þessi sýning var mjög vel heppnuð og var það ekki síst að þakka þeim góða hópi sem kom að sýningarhaldinu. =D>

Maggi Sig (aka Moli) vann stórvirki  að ná flestum þessum bílum saman. =D>
Leon þekkir maraga góða menn og gat þar náð þeim bílum sem að “Moli” náði ekki. =D>
Tanja og Hafsteinn sáu um Camaro deildina og hún varð betri en ég þorði að vona. =D>
Það voru mun fleiri sem að komu að söfnun tækja og eiga þeir miklar þakkir skyldar. =D>

Þá má ekki gleyma henni Eddu sem fékk þennan líka svaka fjölda mótorhjóla, og það engin smá flott hjól! =D>

Davíð formaður hélt utan um þetta allt, og Nonni gjaldkeri sá um að vera stressaður að mestu leiti einn og hann á miklar þakkir skildar fyrir það. \:D/

Það var alveg frábært að hafa klúbbana þarna og voru básarnir hjá Fornbílaklúbbnum,Gamlingjum, Ruddum, HSL, BMW Krafti, IRT, og L2C, til mikillar fyrirmyndar. =D>

Og svo megum við ekki gleyma þeim sem að unnu að sýningunni bæði í gæslu, miðasölu, sjoppu, tölvuvinnslu og öðru. =D>
Meira að segja “Shafiroff” sjálfur kom á staðinn og lagði orð í belg. :-k

Ég hef heyrt frá nokkrum aðilum í dag sem áttu tæki á sýningunni og þeim fannst þetta frábær sýning, og húsið alveg meiriháttar. :smt038
Það verður líka að segjast að það eitt að geta farið upp í flotta stúku eins og er þarna í kórnum og horft yfir sýningarsvæðið var alveg sérstök upplifun og maður fékk þarna alveg nýtt og ferskt sjónarhorn  á þetta allt saman. :!:
Alla vega var það þannig að þegar ég horfði á loka uppstillinguna úr stúkunni þá hætti ég að hafa nokkrar áhyggjur af sýningunni, ég einhvern veginn vissi að þetta yrði allt í góðu. [-o<

Alla vega með þökk til allra í “sýningarstaffinu” hvort sem það var á undirbúningstímanum eða á sýningunni sjálfri. \:D/

Hálfdán.
(þverhausinn sem hafði alltaf trú á þessu.) :excited:

146
Bílarnir og Græjurnar / Staðreyndir um AMC
« on: April 12, 2008, 15:06:59 »
Sælir félagar. :)

Þetta er þegar komið sem innlegg í annan þráð, en mér fannst réttara að búa til eigin þráð um þetta og ekki síst þar sem Ívar var búinn að setja inn þessa skoðanakönnun.
Þá er gott að skoða svona. :!:  :wink:
Gjörið þið svo vel :!:  :)


Ég veit að það finnst ekki öllum flottir Javelin/AMX bílarnir frá 1971-1974, reyndar skiptast menn í tvo flokka með þessa bíla öðrum finnast þeir ljótir en hinum finnast þeir flottir.
Já mér finnast þessir bílar flottir enda búinn að vera með bróður mínum í þessu síðan hann eignaðist sinn fyrsta Javelin sem er 1974 árgerð fyrir um 25 árum, og hann á þann bíl ennþá.

En þó að þessar árgeðir af AMC Javelin séu umdeildar í útliti og að nokkrir aðrir bílar frá AMC séu vægast sagt umdeildir, þá þýðir það ekki að allir bílar og árgerðir frá þessum framleiðanda séu það.

Við getum tekið nokkur dæmi:


Þá er kanski fyrst að nefna þenna bíl hér að ofan sem er "bara" Rambler American sem búið er að breyta frá verksmiðju í þetta tæki sem kallast: Hurst/SC Rambler líka oft kallaður Scrambler.
Hann er með 390cid (6,4L) vél sem er 315hö 3,54:1 læst drif og Borg Warner 4. gíra kassa með Hurts skipti.
Þessir bílar voru í 13 sek á mílunni sem að þótti nokkuð gott 1969 þegar þeir voru framleiddir, og þess vegna voru þeir líka oft kallaðir "Pocket Rocket" enda álíka stórir og 1966 Chevy II.



Það sama má segja um þenna bíl sem að heitir AMC Rebel Machine og var framleiddur 1970.
Hann er með 390cid (6,4L) vél sem er 345 hestöfl, það var hægt að fá"The Machine" bæði sjálfskiptann og beinskiptann.
Litasamsettningin á þessum bílum þótti ein sú flottasta á "Muscle Car" og þykir enn.
Það var líka hægt að fá "The Machine" í örðum litum og þá ekki með strípum.
Þessi bíll er í sama stærðarflokki og 1966-1967 Fairlane, 1968-1970 Roadrunner/Charger og 1964-1967 Chevelle/LeMans/GTO.


1968 Javelin SST.


1969 Javelin SST.


1970 Big Bad Javelin.

Þessar þrjár árgerðir af Javelin sem er "stóri bróðir" AMX voru þær fyrstu og voru í samkeppni við Mustang, Camaro, Firebird, Barracuda og Challenger.
Sem sagt svokallaður "Pony car" .
Það var hægt að fá Javelin með nokkrum vélarstærðum minnst var 290cid (4,9L) til 1970 þá 304cid (5,0L) eftir 1970, 343cid (5,6L) frá 1968-1970 360cid (5,9L) frá 1970, 390cid (6,4L) 1968-1970, og síðan 401cid (6,6L) frá 1970.
Að öðru leiti var þetta eins og með aðra "Pony car" bíla að þú gast ráðið nánast öllu um lit að inna og utan og síðan með hvaða kram bíllinn ætti að vera.

Eftir 1970 þá breyttist Javelin-inn og stækkaði eins og Mustang, Camaro og aðrir "pony car" bílar:


1971 Javelin/AMX



1972 Pierre Cardin Javelin.  Cardin hannaði innréttinguna í bílinn, þessir bílar eru gríðarlega sjaldgæfir í dag.


1972 Javelin/AMC.  Annað grill fyrir AMX gerðina.



1973 Javelin.  Eina breytingin er grillið.


Og svo kom síðasta árgerðin af Javelin sem er 1974.
Árgerirnar 1971-1974 voru fáanlegar allt frá 258cid (3,7L) Línu 6cyl, 304cid (5.0L), 360cid (5,9L) og 401cid (6,6L).

Hér er teikning af hugmyndabíl byggður á 1968-9 Javelin og AMX.


AMX var tilrauna bíll hjá AMC og var á árunum 1968-1970 annar af tveimur tveggja sæta bílum sem að voru framleiddir í Bandaríkjunum, hinn var Corvette.
Þessir tveir bílar voru samt ekki í sama flokki, og var Corvett skilgreindur sem Sportbíll en AMX sem "Muscle Car"
Frá 1968 og til 1970 var AMX tveggja sæta en eftir 1970 og til 1974 var Javelin boddýið notað með smávegis útlitsbreytingu.
AMX hélt áfram að vera til eftir 1974 en þá var notað Hornet og síðan Spirit boddý fyrir þennan bíl sem að var þá yfirleitt með útlitsbreytingar og aðrar vélar en original bíllinn.
Allar þær vélar sem að fáanlegar voru í Javelin voru fáanlegar í AMX að undanskildri 6 cyl vélinni frá 1968-1974.


1968 AMX.


1969 AMX


1970 AMX


1971-1974 AMX.  Þessar árgerðir voru svo til eins.


1975-1977 AMX (Hornet)


1978 AMX (Concord boddý)



1979 AMX (Spirit Boddý)


1980 AMX Var síðasta árgerðin af AMX og var aðeins fáanlegur 6cyl 258cid.

Hægt er að sjá meira um þetta inn á: http://www.javlinamx.com
Ég fékk flestar myndirnar að láni þar.

AMC smíðaði líka nokkra svokallað "Sleeper" bíla og er að ég held eini framleiðandinn í Bandaríkjunum sem að gerði það.
Það voru til að mynda Hornet SC með 360cid (5.9L) vél og Gremlin X sem að var fáanlegur með sömu vél.




Þetta eru myndir af Hornet SC 1971.
Það er hægt að lesa meira um þennan bíl á:  http://musclecars.howstuffworks.com/classic-muscle-cars/1971-amc-hornet-sc-360.htm
(fékk myndirnar þar)


Gremlin X.
Það má alveg segja frá því að Walley Booth átti heimsmet í ProStock flokki hjá NHRA á Gremlin með 360cid vél í kringum 1980, og Richard (Dick) Maskin smíðaði vélarnar fyrir hann.
Maskin er að enn þann dag í dag og smíðar vélar í ProStock sem að þykja einar þær aflmestu og bestu í dag.

Það má ekki hætta þessu nema að sýna eina mynd af AMX III bílnum sem að var tilraunabíll hannaður í Ítalíu og var með 390cid (6,4L) AMC vél í miðjum bíl.
Sem sagt ekta "Supercar".



Hér er hægt að lesa meira um þessa bíla:  http://www.conceptcarz.com/vehicle/z1749/AMC_AMX_III.aspx

Ég vona að allir hafi gaman af, og kanski sjái AMC í nýju ljósi. :!:  8)

147
Alls konar röfl / Allt er nú til!!!!!
« on: March 30, 2008, 15:58:54 »
Sælir félagar. :)

Ég sá "skemmtilega" frétt á visir.is áðan, og einhverra hluta vegna datt mér í hug "sjálfskipaður alvirtingur" mótorsports á Íslandi. :-s

En skildi hann annars vita af þessu :?:  :shock:

Kanski að allir þurfi að prófa líka til að fá keppnisleyfi. :-k

En hér er tengill á fréttina hjá visir.is:

http://visir.is/article/20080330/LIFID01/80330023

Og svo önnur hjá mbl.is:
http://mbl.is/mm/sport/formula/2008/03/31/mosley_i_vondum_malum/

Og svo náttúrulega í Bretlandi.

Hér er Daily Mail:
http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=550109&in_page_id=1770

og The Guardian:
http://sport.guardian.co.uk/formulaone2008/story/0,,2269534,00.html

og síðan að sjálfsögðu The Times:
http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/formula_1/article3649197.ece


Já og ég gleymdi aðal "stuffinu" News Of The World:
http://www.newsoftheworld.co.uk/3003_nazi_orgy.shtml


  :smt064  :smt079  :smt077

148
Almennt Spjall / Bjánar á Brautinni!
« on: March 21, 2008, 17:53:11 »
Sælir félagar. :evil:

Ég skrapp fyrr í dag upp á braut svona bara til að skoða mig um og drekka í mig "fílinguna" fyrir sumarið, en þá sá ég svolítið leiðinlegt.
Einhverjir bjánar hafa komið á fjórhjólum og farið að reykspóla og endilega gert það í startinu, innan 60 feta.
Það eru komnar holur í brautina eftir þennan gjörning og bið ég menn endilega að skoða það ef einhver skildi þekkja þarna til þeirra sem þarna voru að verki.

Þetta sýnir enn og aftur hversu nauðsinlegt er að fara að loka brautinni varanlega yfir veturinn og á milli keppna/æfinga á sumrin.

149
Sælir félagar. :)

Jæja þá er komið að því.  :shock:

Til sölu Ford Mustang Fastbak 1965.

Bíllinn er í uppgerðarástandi.
Búið er að slípa bílinn inn í stál, skipta um grind, fjaðraturna og innribretti að framan og setja allt nýtt í staðin (gert í bekk).
Bíllinn var síðast á götunum 1985, og hefur verið í geymslu síðan.
Þann tíma hefur varahlutasöfnun farið fram og er búið að kaupa vara hluti fyrir hátt í tvær miljónir í bílinn.
Núna síðast í nóvember 2007 voru keyptir boddýhlutir fyrir um 400.000kr.
Allur stýrisgangur er nýr og búið er að setja í bílinn diskabremsur.

Vélin er 289cid, og er búið að kaupa í hana meðal annars: sveifarás og legur frá Recon, Seald Power herta stimpla, Seald Power stimpilhringi, Melling olíudælu, Ford Motorsport skvettipönnu, Ford Motorsport kambás, World Products Jack Roush hedd, Edelbrock roller tímagír og fleira.

Meðal boddýhluta eru:  Bæði frambretti (original tooling), Báðar hurðirnar, Shelby svunta að framan, Húdd Scoop, Hliðar Scoop, GT svunta að aftan, og fleira.........

Meðal annara hluta eru til dæmis:   Rafkerfi (nema frá hvalbak að mælaborði) Flestir krómhlutir á boddý, hurðalæsingar þéttikantar og fleira.......

Það þar lítið sem ekkert að kaupa í viðbót til að koma bílnum saman. (fer bara eftir því hvað viðkomandi vill)

Þessi bíll er til sölu vegna sérstakra ástæðna og er verðmiðinn á honum 1.850.000.- stgr.

Neðstu myndirnar eru teknar stuttu áður en bílnum var lagt.

ATH ekki bíll fyrir byrjendur (trúið mér hef reynsluna, hef átt bílinn síðan 1980!).

ATH ATH ATH ATH  ENGIN SKIPTI  ATH ATH ATH ATH

Upplýsingar eru gefnar í síma 897-1429 eða 564-2811, eða þá á netfangið racing@islandia.is ,einnig í EP hér á spjallinu.

150
Bílarnir og Græjurnar / Að fara hratt!!!
« on: January 10, 2008, 15:37:31 »
Sælir félagar. :)

Hérna í einhverjum þræði var verið að tala um að fara hratt á bíl sem enginn hefur séð fara hratt það er  2009 Camaro :!:

Hér er þó einn sem fer hratt. 8)

NEWS FLASH October 6, 2007 - At the NMRA World Finals in Bowling Green, Kentucky - Steve Matusek and the Aeromotive Crew ran the quickest NMRA PRO 5.0 pass in history a 6.54@ 215.48 MPH. Congrats guys!






Meiri upplýsingar um bílinn eru á heimasíðu http://www.vtcompetitionengines.com/

151
Bílarnir og Græjurnar / Cervini Mustang.
« on: March 26, 2007, 17:09:28 »
Sælir félagar. :)

Þessi Mustang Cervini C-300 er að koma til landsins (hugsanlega kominn):!:  :!:

Þessi mynd hér að neðan var tekin á Kennedy flugvelli þar sem bíllinn bíður eftir flugi hingað á skerið :!:

Meiri upplýsingar um svona bíla eru á:
https://www.cervinis.com/Default.aspx

152
Almennt Spjall / Eitthvað sniðugt?
« on: March 09, 2007, 16:32:32 »
Sælir félagar. :D

Ég veit ekki hvort þetta hefur komið hér áður, en látum það samt flakka:

http://www.tomorrowland.us/sportscar/

You are a Ferrari 360 Modena!


You've got it all.  Power, passion, precision, and style.  You're sensuous, exotic, and temperamental.  Sure, you're expensive and high-maintenance, but you're worth it.

Og það reyndist vera FIAT  :shock:  af öllum fj...... bílum :!:  :evil:

153
BÍLAR til sölu. / Ford Explorer 1994.
« on: January 11, 2007, 16:47:49 »
Til Sölu :!:

Ford Explorer Limited Executive 1994.
Einn með öllu :!:  :!:

Grænn/grænn.
Gátt leður að innan.
Topplúga.
Dráttarkrókur.
Upphækkaður á boddýi um ca 2"
Rafmagn í öllu.
Nýar bremsudælur/diskar að framan.
Bíllinn hefur fengið topp viðhald :!:

Verð 550.000.-
Skipti ATH á ódýrari (eða hjólhýsi :?:  :!: )

Uppl í EP, E-mail, eða síma: 897-1429, 659-3104.

154
Muscle Car deild Kvartmíluklúbbsins vill þakka öllum þeim klúbbfélögum sem tóku þátt í þessum loka rúnti okkar á tímabilinu.

Viljum sérstaklega þakka félögum í:

FORNBÍLAKLÚBBNUM

LIVE2CRUIZE

KRÚSERS


Og öllum þeim sem mættu á rúntinn til að sýna að bílasportið er komið til að vera í öllum sínum myndum.
Þarna voru örugglega um eða yfir 200 bílar og mér var sagt að röðin hefði verið óslitin milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þegar farið var úr Laugardalnum.

Ég er örugglega að gleyma einhverjum klúbbum og ég bið þá velvirðingar á því.
En síðan megum  við ekki gleyma öllum hinum sem eru ekki í neinum klúbbum og hafa bara gaman af þessu eins og við hin

Sem sagt TAKK FYRIR OKKUR.

Fyrir hönd MUSCLE CAR DEILDAR KVARTMÍLUKLÚBBSINS,
og okkar Sigurjóns Andersen.
Hálfdán Sigurjónsson.

Við endurtökum þetta örugglega, þetta var bara æfing fyrir það stóra!

155
Muscle Car deildin og rúnturinn. / SÍÐASTI RÚNTUR SUMARSINS !!!
« on: September 27, 2006, 00:16:35 »
Muscle Car Deild Kvartmíluklúbbsins ætlar að halda hefðina í heiðri og bjóða öllum sem vilja keyra með okkur, í síðasta rúntinn okkar í sumar.

Þetta verður ekki þessi hefðbundni "halarófu" rúntur, heldur ætlum við að hittast á bílastæðinu við Laugardalsvöllinn Aðalleikvang kl 20 á Sunnudaginn.
Þaðan verður síðan keyrt eins og hverjum og einum hentar, samt ekki of hratt :?  til Hafnarfjarðar og að planinu hjá verslunarmiðstöðinni Firði.

Hugmyndin er að fylla miðbæ Hafnarfjarðar af flottum bílum af öllum tegundum, gerðum og árgerðum þetta kvöld, og mynda þannig pottþétta bíla-stemningu.
Hver og einn rúntar eins mikið og hann vill og getur síðan komið við á planinu hjá Firði og tekið sér pásu áður en hann rúntar meira.
Þetta er spurning um að sýna sig og sjá aðra þetta kvöld, og sýna fólki flotta bíla á rúntinum.
Og hver veit nema að þetta endi í einni allsherjar bílasýningu. :shock:

Veðurspáin fyrir sunnudagskvöldið 1. Október er mjög góð, frekar kallt en logn og gott veður.

Við vonum að það verði það margir að við getum fyllt bæði planið hjá firði og líka planið hjá Íþróttamiðstöðinni/Fjörukránni, og taki góða skapið með. 8)

ALLIR AÐ MÆTA!!!!!!!!!!!!!!!!!! 8)  :!:  8)  

Fyrir hönd "Musclecar Deildar" Kvartmíluklúbbsins.

Sigurjóns Andersen.
Hálfdán Sigurjónsson.

156
Kvartmíludót Til Sölu/Óskast Keypt / Camaro 1967 NMCA Racer!
« on: September 14, 2006, 20:02:53 »
Sælir félagar.

Hér kemur annar í USA: :!:    

Chevrolet Camaro 1967 Keppnisbíll

Hægt að setja á númer.:!:  8)  

Bíllinn er nýlega smíðaður, og þarfnst lokafrágangs.
Bíllinn er annað hvort seldur með eða án mótors, skiptingar, bensíndæur og þrýstijafnara.

Bíllinn er með Griffin ál vatnskassa, kæli fyrir sjálfskiptingu, MSD-6 AL 2-Step (allt kveikikrefið, Autometer mælar, 9” Ford Hásing með 4,88:1 hlutfalli og spool.
Diskabremsur eru að faman og skálar að aftan.
Ladder bars og demparar með sambyggðum gormi (coil overs) eru að aftan.
Goodyear 17X32 slikkar á Weld Drag Star felgum.

Skiptirinn er Hurst Quarter Stick með rafmagns skiptirofa.

Húddið er úr trefjaplasti með 6” Cowl loftinntaki.

Bíllinn er með trefjaplast afturbretti þar sem hjólbogar hafa verið stækkaðir.

Skottlokið er úr trefjaplasti og er með ál væng.

Bíllinn er ný málaður og er með alla þéttkanta nýa.
Bíllinn er mjög flottur og þarfnast aðeins lokafrágangs en er þó vel keppnisfær.

Hægt er að fá bílinn eins og áður sagði án mótors og skiptingar.

Það er líka hægt að fá bílinn tilbúinn í keppni með 482 Big Block Chevy mótor, sem keyrður er á Alkóhóli (methanol) og Powerglide keppniskassa.

Hægt er að útvega upprunalega skráningu á bílinn til að hægt sé að setja hann á númer.

Bestu tímar á þessum bíl er 5,60sek til 5,70sek á 1/8 úr mílu, sem gerir ca 8,70sek til 8,90sek á kvartmílunni. (http://www.fl-thirdgen.org/quartermileconversion.html )

ATH! ATH! Þetta er keppnisbíll og er þess vegna tollalaus. ATH! ATH

Nánari upplýsingar í PM eða E-Mail.













157
BÍLAR til sölu. / Camaro 1967 NMCA Racer!
« on: September 14, 2006, 19:37:25 »
Sælir félagar.

Hér kemur annar í USA: :!:  :!:

Chevrolet Camaro 1967 Keppnisbíll
Hægt að setja á númer :idea:  8)

Bíllinn er nýlega smíðaður, og þarfnst lokafrágangs.
Bíllinn er annað hvort seldur með eða án mótors, skiptingar, bensíndæur og þrýstijafnara.

Bíllinn er með Griffin ál vatnskassa, kæli fyrir sjálfskiptingu, MSD-6 AL 2-Step (allt kveikikrefið, Autometer mælar, 9” Ford Hásing með 4,88:1 hlutfalli og spool.
Diskabremsur eru að faman og skálar að aftan.
Ladder bars og demparar með sambyggðum gormi (coil overs) eru að aftan.
Goodyear 17X32 slikkar á Weld Drag Star felgum.

Skiptirinn er Hurst Quarter Stick með rafmagns skiptirofa.

Húddið er úr trefjaplasti með 6” Cowl loftinntaki.

Bíllinn er með trefjaplast afturbretti þar sem hjólbogar hafa verið stækkaðir.

Skottlokið er úr trefjaplasti og er með ál væng.

Bíllinn er ný málaður og er með alla þéttkanta nýa.
Bíllinn er mjög flottur og þarfnast aðeins lokafrágangs en er þó vel keppnisfær.

Hægt er að fá bílinn eins og áður sagði án mótors og skiptingar.

Það er líka hægt að fá bílinn tilbúinn í keppni með 482 Big Block Chevy mótor, sem keyrður er á Alkóhóli (methanol) og Powerglide keppniskassa.

Hægt er að útvega upprunalega skráningu á bílinn til að hægt sé að setja hann á númer.

Bestu tímar á þessum bíl er 5,60sek til 5,70sek á 1/8 úr mílu, sem gerir ca 8,70sek til 8,90sek á kvartmílunni. (http://www.fl-thirdgen.org/quartermileconversion.html )

ATH! ATH!  Þetta er keppnisbíll og er þess vegna tollalaus. ATH! ATH

Nánari upplýsingar í PM eða E-Mail.

158
BÍLAR til sölu. / Chevrolet Camaro 1970
« on: September 12, 2006, 17:25:48 »
Sælir félagar.  

Ég var beðinn um að selja þetta tæki, sem er:

1970 Chevrolet Camaro.

Svört innrétting, svartur með svartann víniltopp.
Bíllinn er með 1970 ½ stutta spoilerinn, og 1970 ½ lágu höfuðpúðana.
Innréttingin er mjög góð og bíllin er með upprunalega langa stokkinn.
Mótorinn er 350cid (5,7L) og skiptingin er THM 350.
Bíllinn er með vökvastýri og power bremsum með diskum að framan.
Húddið er L88 með málaðri rauðri “Motion” rönd.
Mjög góður bíll.
Bíllinn er staðsettur í Orlando Florida USA.

Smá viðbót.

Vélin og bíllinn voru gerð upp fyrir 10árum síðan og hafa verið keyrð um 2500 mílur síðan þá.
Vélin var tekin upp frá A-Ö settur í hana mildur ás, álmillihedd, Edelbrock blöndungur og húðaðar flækjur.
Boddýið var allt tekið í gegn og meðal annars skipt um bæði afturbrettin.
Bíllinn var síðan almálaður.
Hásingin er 10 bolta.

ATH !!  Þetta er bíll í topp standi og þarf bara að setjast inn í og fara að keyra. :!:
Ekkert uppgerðar dæmi
:!:


Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið mér E-mail eða PM.

159
BÍLAR til sölu. / Chevrolet Camaro 1970
« on: September 06, 2006, 19:29:52 »
Sælir félagar. :)

Ég var beðinn um að selja þetta tæki, sem er:

1970 Chevrolet Camaro.

Svört innrétting, svartur með svartann víniltopp.
Bíllinn er með 1970 ½  stutta spoilerinn, og 1970 ½  lágu höfuðpúðana.
Innréttingin er mjög góð og bíllin  er með upprunalega langa stokkinn.
Mótorinn er 350cid (5,7L) og skiptingin er THM 350.
Bíllinn er með vökvastýri og power bremsum með diskum að framan.
Húddið er L88 með málaðri rauðri “Motion” rönd.
Mjög góður bíll.
Bíllinn er staðsettur í Orlando Florida USA.

Smá viðbót.

Vélin og bíllinn voru gerð upp fyrir 10árum síðan og hafa verið keyrð um 2500 mílur síðan þá.
Vélin var tekin upp frá A-Ö settur í hana mildur ás, álmillihedd, Edelbrock blöndungur og húðaðar flækjur.
Boddýið var allt tekið í gegn og meðal annars skipt um bæði afturbrettin.
Bíllinn var síðan almálaður.
Hásingin er 10 bolta.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið mér E-mail eða PM.

160
Sælir félagar. :)

Þá er komið að því þó að seint sé að fara að minnast á dekkja málin í MC/Flokki.
Hér hef ég sett inn tilvitnun í þá reglu sem var breytt í vor af stjórninni (ekki á aðalfundi!) og er tekin af spjallinu.
Ég set hér inn slóðin líka:

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=14588

Tilvitnun:

“Hér á eftir kemur klausan um dekk úr reglunum um MC flokk eins og hún var. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki hægt að fá 6 strigalaga diagonal dekk þannig að þetta ákvæði er fellt úr reglum.


Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.


Rauðu stafirnir er það sem er tekið út, svona lítur þá kaflinn um dekk út:


Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk.”

Tilvitnun líkur.

Þeir sem lesa þetta sjá strax mistökin í þessu.
Fæst dekk eru merkt “Soft Compound”, og eru það þar á meðal: “American Racer” (gömlu McReary) sem reyndar eru DOT merkt dekk fyrir hringakstur (oval track) á leir braut (dirt track).
Mickey Thompson Indy Profile SS eru heldur ekki merkt þannig, þó svo að þau komist kannski næst því sem að kallaðir eru “götuslikkar” eða “DOT Drag” af þeim dekkjum sem eru með mikla mynstur dýpt.
Samkvæmt þessu eru bæði þessi dekk lögleg, þar sem ekki stendur á þeim “Soft Compound” eða “race only/drag race only” eða “DOT Drag”.
Þetta snýst um að lesa reglurnar og að skoða þá hluti sem maður er með í höndunum eða er að fara að kaupa.

Við verðum líka að skoða það að ekki má vera að hringla með reglur of mikið, þær þarf jú að uppfæra eins og er gert allstaðar í heiminum en þeim má ekki umturna á hverju ári.
 
Þegar MC reglunar voru samdar fyrir um 8 árum, þá var til að mynda engin sem framleiddi radial götuslikka (drag radial), einu fjöldaframleiddu stroker kittin sem til voru fyrir small block Chevy og voru 383cid (þar kemur inn 100cid strok reglan).
Það sama mátti segja um ál hedd, þau voru til á small og big block Chevy frá einum framleiðanda og þess vegna var sú regla sett að ekki mátti porta álhedd (sem nú er búið að taka út).
Og svona getum við haldið áfram með það sem ekki var til fyrir átta árum þegar þessar reglur voru fyrst samdar.

Í dag er allt annað upp á teningnum.
Nú er hægt að fá bæði venjulega götuslikka og radial götuslikka á mjög góðu verði frá allt að fimm framleiðendum!
Ál hedd er hægt að fá á allar USA framleiddar vélar á hagstæðum verðum, svo og stroker kit í að ég held flest öllum þeim stærðum sem menn geta hugsað sér.
Þetta kallar fram á uppfærslu á reglum, þannig að sú framþróun sem verður sé ekki stöðvuð, og við stöðnum miðað við aðra.
Það má samt ekki umturna reglum, heldur verður að uppfæra þær með ekki of miklum breytingum, þannig að allir geti aðlagað sig á sem bestan hátt.
Þeir sem eru settir í að uppfæra reglur verða að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast, og hvað er að gerast erlendis bæði á keppnum og á eftirmarkaðnum.
Þeir verða líka að vera meðvitaðir um hvað keppendur og væntanlegir keppendur í viðkomandi flokki vilja og eru reiðubúnir til að gera.
Þetta krefst þess að menn hafi samband við mjög breiðan hóp en ekki einhverja litla “klíku”.

Jæja þetta er nóg í bili, ég ætla að fara að taka nokkrar myndir af dekkum og athuga hvort á þeim stendur “Soft Compound”  eins og segir í reglunum að verði að standa til að viðkomandi dekk séu ólögleg því að þá eru þau að sjálfsögðu bönnuð. :idea:
Allt annað  er jú leyfilegt samkvæmt reglunum sem má jú ekki breyta nema á aðalfundi. :wink:

Sem sagt dekk í MC/Flokki mega ekki vera:  
Hærri en 28”, Án merkinga, Og með letri sem stendur á “Soft Compound”. :!:

ATH ég LES bara reglurnar og fer EFTIR ÞVÍ sem þar stendur!!!!!!!!!. :twisted:

Pages: 1 ... 6 7 [8] 9