Author Topic: uppplýsingar um sprautun ....  (Read 6425 times)


Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #1 on: February 09, 2005, 01:30:32 »
Ég vill ekki vera leiðinnlegur enn ég mundi safna lámark 500 kalli og ekki reikna með að það verði auðvelt að finna einhvern í þetta
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #2 on: February 09, 2005, 01:32:50 »
hehe já ég er ´buinn að heyra það ... eftir að ég póstaði þessu, er þannig að spá hvort það sé hentugra að flytja bíl inn, fann fínan túrbó trans am á 660 dollara atm, yrði 430 þús í gegnum shop usa í 700$  :?

væri ódýrara að láta einhvern sérhæfðan gæja um það ?

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #3 on: February 09, 2005, 01:54:53 »
veistu hvað ég myndi seigja við þig? taktu teppið innanúr honum og kíktu á gólfið.. hver einasti svona bíll sem ég veit um þá vantar gólfið í þá undir teppinu innaní bílnum. ekki seigja mér að botninn sé í lagi. því það getur vel verið að hann virðist fínn undir bílnum. en ef þú kíkjir undir gólfteppið og það vantar eitthvað mikið þar ÞÁ SKALTU henda bílnum. fyrst bíllinn sjálfur er byrjaður að ryðga svona.
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #4 on: February 09, 2005, 08:15:31 »
Ef það á að laga þennan bíl svo vel sé þá kostar það helling af seðlum.
Bara sprautun á þetta stóran bíl með því að skipta um lit og sprauta föls oþh. er varla undir 400,000 m.vsk.og þá er ryðbæting og rétting ekki inni í því.
Samkvæmt myndunum þá er um helling af ryðbætingu að ræða og alls ekki víst að það fynnist allt því mikið af þessu kemur innanfrá, sem þyðir að það er alveg eins líklegt að þetta haldi áfram á fleiri stöðum eftir að það er búið að taka bílinn í gegn :?
Þú getur kanski fengið einhvern til að "redda þessu ódýrt" en þá skalltu ekki gera ráð fyrir því að það endist lengi :(
Þegar þetta mikið er farið að sjást af ryðskemmdum þá kemur alltaf mun meira í ljós þegar byrjað er að vinna í bílnum og þar sem ryðbætingar eru seinleg vinna þá er þetta fljótt að vinda upp á sig í kostnaði.
Td, gólf, grindarbitarnir að aftan (þó það komi reyndar sprautun ekki við) hurðabotnar, hurðaföls og stafirnir við við lamirnar (oft á milli byrða) undir viniltoppnum, gluggapóstarnir á hliðargluggunum (ryðga innanfrá) og svo mætti lengi telja.
Ég mundi ráðlegja þér að nota aurana þína frekar í að flytja þér inn eithvað sniðugt frá USA. Það er einfaldlega langt frá því að það borgi sig að vera að eyða einhverju í boddýið á þessum.

ps. ég gæti alveg ýmyndað mér að þú getir fengið nokkuð góðan svona bíl hingað heim á lítið meira en þú þyrftir að eyða til að gera þennan góðann :idea:
Kveðja: Ingvar

Offline Ásgeir Y.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 825
    • View Profile
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #5 on: February 09, 2005, 13:14:11 »
upp með sparslspaðann, vinnuvélalakkið og málningarrúlluna!!  :twisted:
Ásgeir Yngvi Elvarsson
8465090

Offline siggik

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 270
    • View Profile
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #6 on: February 09, 2005, 16:16:11 »
það liggur við :)

Gizmo

  • Guest
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #7 on: February 09, 2005, 18:11:31 »
Það er ekki langt síðan ég var að fikta aðeins í svona bíl sem leit ágætlega út í fjarska, en þegar teppið var komið úr þá blasti hryllingurinn við allsstaðar.  Þessir bílar eru mjög ryðsæknir svo ekki sé meira sagt og það felur sig vel ryðið í þessum bílum, alltaf kemur meira í ljós þegar maður fer að rífa.  Miðað við myndirnar þá á þessi bíll ekki mikið eftir ryðlaust.

Ég myndi láta það vera að vera að eyða í þennan bíl hundruðum þúsunda, mun frekar að flytja inn td mikið ekinn bíl og gera í stand frekar en endausar ryðviðgerðir.  Þú gætir td reynt að finna ódýran ryðlausan bíl sem þarfnaðist einhverra lagfæringa, og notað dót úr þínum í hann ss innréttingu og kram ef það er gott.

Svo veit ég um RYÐLAUSAN '91 Caprice sem er í fullkomnu lagi sem fengist sjálfsagt á minna en það sem kostar að laga lakkið á þessum.  Sá er Police special með stífari fjöðrun, 350, 4ra þrepa, ofl ofl.  Sá er líka nýlega heilsprautaður.

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #8 on: February 09, 2005, 19:45:22 »
Quote from: "Gizmo"
Það er ekki langt síðan ég var að fikta aðeins í svona bíl sem leit ágætlega út í fjarska, en þegar teppið var komið úr þá blasti hryllingurinn við allsstaðar.  Þessir bílar eru mjög ryðsæknir svo ekki sé meira sagt og það felur sig vel ryðið í þessum bílum, alltaf kemur meira í ljós þegar maður fer að rífa.  Miðað við myndirnar þá á þessi bíll ekki mikið eftir ryðlaust.

Ég myndi láta það vera að vera að eyða í þennan bíl hundruðum þúsunda, mun frekar að flytja inn td mikið ekinn bíl og gera í stand frekar en endausar ryðviðgerðir.  Þú gætir td reynt að finna ódýran ryðlausan bíl sem þarfnaðist einhverra lagfæringa, og notað dót úr þínum í hann ss innréttingu og kram ef það er gott.

Svo veit ég um RYÐLAUSAN '91 Caprice sem er í fullkomnu lagi sem fengist sjálfsagt á minna en það sem kostar að laga lakkið á þessum.  Sá er Police special með stífari fjöðrun, 350, 4ra þrepa, ofl ofl.  Sá er líka nýlega heilsprautaður.


það er nefnilega málið. gólfið í þessum bílum er alveg hrikalegt. það hefur gjörsamlega verið búið á 4 caprice classic sem ég hef verið að dunda í með félaga mínum. hann ætlaði að gera 1 bíl góðan úr 4 og þeir voru allir ónýtir. endaði með að hann henti þeim öllum þegar hann var búinn að rífa það sem hann gat notað úr þeim.
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #9 on: February 17, 2005, 09:01:27 »
Quote from: "Gizmo"
Svo veit ég um RYÐLAUSAN '91 Caprice sem er í fullkomnu lagi sem fengist sjálfsagt á minna en það sem kostar að laga lakkið á þessum.  Sá er Police special með stífari fjöðrun, 350, 4ra þrepa, ofl ofl.  Sá er líka nýlega heilsprautaður.


hvaða kaggi er það?
Ef að öl er böl þá er sandur möl!

Gizmo

  • Guest
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #10 on: February 17, 2005, 19:25:33 »
Félagi minn á hann, lét sprauta hann í fyrra, góður bíll en mætti vera með skemmtilegri innréttingu eins og var í gömlu Capricunum.  Mig minnir að þetta hafi verið foringjabíll úti á velli.  Hann er held ég pottþétt með 350 og 700 skiptingu, allavega mokvinnur hann og er með ýmsu PoliceSpecieal gotteríi, ss stífa fjöðrun, auka mælar ofl.  Hann er 1990 árgerð, fluttur inn um 97-98.

Eigandinn Palli er í 55-17317

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #11 on: February 17, 2005, 21:59:56 »
jájá þetta virðist vera svaka græja hjá honum en hvað segirðu heldurðu að þetta sé til sölu?  :roll:
Ef að öl er böl þá er sandur möl!

Gizmo

  • Guest
uppplýsingar um sprautun ....
« Reply #12 on: February 17, 2005, 23:17:12 »
Er ekki allt til sölu ef vel er borgað ?  Hann hefur annað slagið talað um að selja hann.  Hringdu bara í Palla og spjallaðu við hann.