Er að spá hvort eitthver geti sagt mér hversu mikið mál er að skifta um heddpakningu. Málið er nefnilega að bíllinn drekkur kælivökvann og pústar hvítu. Svo er hann farinn að taka uppá að hiksta mjög mikið, gengur fínann hægagang en svo stundum (frekar mikið samt) þá hikstar hann einsog maður sé að taka af stað í 1.gír og gefi í bottn og sleppi gjöfinni stitt á hvað. Og já ég tæmdi vatnskassann og vatnið var svart á litinn :-/ ..
Ég veit ekki mikið um vélar og þess hátar en þarf ekki að taka allt ventla dæmið ofanaf heddinu? og fer þá ekki tímareymin og allt þar í rugl? Þarf að plana heddið og þrístiprófa? Og að lokum þarf að herslumæla þegar maður festir ventlalokið á?
Vona að eitthverjir gefisér tíma og svara þó svo að þetta sé ekki kvartmílu græja (hehehe það er hlægilegt að nefna kvartmílu á nafn þegar umræddur bíll er hræwoo) Og endilega allir að halda áfram að pósta hérna á spjallinu, ég hef virkilega gaman af því að lesa það! Þó svo ég leggi ekki mikið á móti (veit ekki nógu mikið um tæknilegu hliðina læri það bara á að lesa eftir ykkur)