Author Topic: heddpakkning og ýmisleg vandræði  (Read 3578 times)

Offline logy

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
heddpakkning og ýmisleg vandræði
« on: February 19, 2005, 00:05:51 »
Er að spá hvort eitthver geti sagt mér hversu mikið mál er að skifta um heddpakningu. Málið er nefnilega að bíllinn drekkur kælivökvann og pústar hvítu. Svo er hann farinn að taka uppá að hiksta mjög mikið, gengur fínann hægagang en svo stundum (frekar mikið samt) þá hikstar hann einsog maður sé að taka af stað í 1.gír og gefi í bottn og sleppi gjöfinni stitt á hvað. Og já ég tæmdi vatnskassann og vatnið var svart á litinn :-/ ..  

Ég veit ekki mikið um vélar og þess hátar en þarf ekki að taka allt ventla dæmið ofanaf heddinu? og fer þá ekki tímareymin og allt þar í rugl? Þarf að plana heddið og þrístiprófa? Og að lokum þarf að herslumæla þegar maður festir ventlalokið á?

Vona að eitthverjir gefisér tíma og svara þó svo að þetta sé ekki kvartmílu græja (hehehe það er hlægilegt að nefna kvartmílu á nafn þegar umræddur bíll er hræwoo) Og endilega allir að halda áfram að pósta hérna á spjallinu, ég hef virkilega gaman af því að lesa það! Þó svo ég leggi ekki mikið á móti (veit ekki nógu mikið um tæknilegu hliðina læri það bara á að lesa eftir ykkur)

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
heddpakkning og ýmisleg vandræði
« Reply #1 on: February 20, 2005, 11:46:55 »
Ef þú veist ekki hvað þú ert að gera borgar sig að láta einhvern annan gera þetta. Hann Friðjón hjá KETILL bílaverkstæði tók heddið í gegn hjá mér skipti um rúllurokkerarma og sitthvað fleira og var MJÖG sanngjarn á greiðslu. Hann er á Kársnesbraut 100 s:564-2625 - 864-8248
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline logy

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
heddpakkning og ýmisleg vandræði
« Reply #2 on: February 20, 2005, 21:31:00 »
Ég er bara að spyrja til að átta mig betur á hvað þarf að gera og af forvittni. Langar líka að vita hvort bíllinn hiksti ef pakkningin er farin. Hafði ekki hugsað mér að gera þetta sjálfur hef ekki aðstöðu né verkfæri hvað þá vit á þessu. Jafn framt er ég ekki tilbúinn til að borga mikkla peninga í þetta þess vegna ættla ég að láta frænda vinarmíns gera þetta, og mig langaði að vita nokkurn veginn hvað þarf að gera og hvað langann tíma það tekur og þessháttar. Ég hef mikinn áhuga á bílum og langar að taka þátt í viðgerðum á mínum bílum og það get ég ekki gert ef hann fer á verkstæði.
Þakka samt ábendinguna á verkstæðið hef það bakvið eyrað.