Ef það á að laga þennan bíl svo vel sé þá kostar það helling af seðlum.
Bara sprautun á þetta stóran bíl með því að skipta um lit og sprauta föls oþh. er varla undir 400,000 m.vsk.og þá er ryðbæting og rétting ekki inni í því.
Samkvæmt myndunum þá er um helling af ryðbætingu að ræða og alls ekki víst að það fynnist allt því mikið af þessu kemur innanfrá, sem þyðir að það er alveg eins líklegt að þetta haldi áfram á fleiri stöðum eftir að það er búið að taka bílinn í gegn
Þú getur kanski fengið einhvern til að "redda þessu ódýrt" en þá skalltu ekki gera ráð fyrir því að það endist lengi
Þegar þetta mikið er farið að sjást af ryðskemmdum þá kemur alltaf mun meira í ljós þegar byrjað er að vinna í bílnum og þar sem ryðbætingar eru seinleg vinna þá er þetta fljótt að vinda upp á sig í kostnaði.
Td, gólf, grindarbitarnir að aftan (þó það komi reyndar sprautun ekki við) hurðabotnar, hurðaföls og stafirnir við við lamirnar (oft á milli byrða) undir viniltoppnum, gluggapóstarnir á hliðargluggunum (ryðga innanfrá) og svo mætti lengi telja.
Ég mundi ráðlegja þér að nota aurana þína frekar í að flytja þér inn eithvað sniðugt frá USA. Það er einfaldlega langt frá því að það borgi sig að vera að eyða einhverju í boddýið á þessum.
ps. ég gæti alveg ýmyndað mér að þú getir fengið nokkuð góðan svona bíl hingað heim á lítið meira en þú þyrftir að eyða til að gera þennan góðann