Kvartmílan > Aðstoð

Startari

<< < (2/4) > >>

einarak:
Hvaða tjúningar er búið að gera á kvikindinu?
:)

firebird400:
Fáðu þér bara almennilega kveikju sem seinkar tímanum þangað til að mótorinn er kominn í gang.

Ég er með stock startara á 455+cid og 12+ í þjöppu og var alltaf í vandræðum með að koma henni í gang.

Síðan fækk ég mér MSD Digital 6 Plus og vélin er allt önnur, eins og startarinn sé tíu sinni öflugri

Sláðu tvær flugur í einu höggi

Siggi H:
það er ýmislegt sem er búið að gera. t.d. búið að setja heitan ás ásamt þrykktum stimplum,stífari gorma,650 edelbrock double pumper. og helling fleira. svo er nátturlega búið að bora vélina út. svo voru sett alveg spáný dekk undir bílinn sem eru: 295/50 15" að aftan. og að framan 235/60 15". mjög gott eintak af camaro sem ég lenti á. enda eru frændur mínir hérna fyrir austan búnir að taka allt í gegn í honum. bíllinn er 5 gíra bsk með læst drif. svo eru nátturlega flækjur í honum. bíllinn er alveg stráheill og ekki til ryð í honum. eina sem er að honum að innan er það að það er brotin flautan í stýrinu en hún er til hérna hjá félaga mínum. algjörlega órifin sæti og mjög góður að innan. nýbúið er að sprauta frammendan á honum, það var gert á milli jól og nýárs vegna lakkskemmda eftir þetta venjulega grjótkast og fleira. pústkerfið er flowmaster.

já aggi ég skal skoða þetta. maður er bara svona að skoða alla möguleika kallinn. annars takk kærlega fyrir ábendingarnar

ef ykkur langaði að sjá gripin þá skellti ég hérna myndum. afsaka óskýrar myndir.





einarak:
þetta er bara hið þokkalegasta skrímsl, til hamingju, og svona gullfallegur líka....

  ...p.s. farðu varlega með gírkassann, honum er illa við nauðganir....

Siggi H:
já ég veit af því. enda er ekkert verið að þjösnast á honum, það er bara farið með hann einsog á að fara almennt með bíla.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version