Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Endilega póstið inn myndum af Corvettum á Íslandi

<< < (10/33) > >>

JHP:
Jæja Flóni minn.

Síðan hvenar hef ég hótað að yfirgefa spjallið og afhverju í fjandanum ætti ég að gera það?Málið er einfaldlega það að ég hef ekki áhuga á að vera hér meðan að allt flæðir í lödum og charade og ótrúlegri vitleysu og það má ekkert segja við því þá kemur þú og skammar mann með pm og segir að ég sé að láta fólki líða ílla og þá líði mér vel og að ég eiga að hypja mig með skítinn annað og eins og ég sagði þá við þig að ég nennti ekki þessu bulli og ætlaði að hætta að pósta hér inn þá var það ekki hótun heldur mín ákvörðun.Ég man ekki betur enn að ég hafi verið einna manna duglgastur að pósta inn lynkum og myndum hér og ég veit ekki hvort það séu öll leiðindin sem þú talar um? Fyrst að þú ætlar að haga þér eins og sumarafleysningar löggu gutti þá ætti þú að skreppa yfir í Almennt spjall og taka til þar því að vitleysingur eins og ég virðist vera veit að tildæmis Hondu Crx video á ekki heima þar heldur í Bílarnir og Græjurnar og eyddu nú veru þinni á netinu í eitthvað gangnlegt enn ekki í að hata gaurinn sem setti OWNED mynd á þig þegar Brimborg benti þér á hvað þú værir vitlaus og þú lést þetta fara ótrúlega í taugarnar á þér.

PS og ekki voga þér að senda mér enn einn PM póstinn þar sem þú reynir að réttlæta þetta rugl í þér og ef ég fer svona í taugarnar á þér lokaðu þá bara á mig því mér gæti ekki verið mikið meira sama.

Chevy Nova:
Hérna eru mynd af Vetunni hans Brynjars

Svenni Turbo:

--- Quote from: "Chevy Nova" ---Hérna eru mynd af Vetunni hans Brynjars
--- End quote ---


Já þetta er Vettan hanns, en þar sem hann var í einhverjum vandræðum með að posta inn á þetta "shitt" eins og hann kallar þetta spjall þá ákvað ég að skella inn því nýjasta sem ég á af Vettunni hanns,
og kannski grípa tækifærið og biðja alla afsökunnar á barna skap mínum með þræðinum LITUR vissulega hef ég engan einkarétt á þessum lit en það var ekki bara liturinn sem skipti máli,
þetta annars geðveika lúkk er u,þ,b  jafn áberandi og íslenski fáninn þ,e blár rauður og hvítur.

Ég var í barna skap mínum að vona að þar sem þeirra bílar voru sérstaklega fallegir fyrir þá fengi ég að vera smá spes en það er nú það sem flestir eðlilegir bíla áhuga menn vilja.

Hér með bið ég Brynjar og Jón formlega afsökunnar á því að kalla þá Dumb and Dumber, en það var gert eftir of mikið af tuborg á nýárs dag, en ég er samt vægast sagt pirraður á þessu og ætla ekki að taka þátt í þessu en óska ykkur þess að þið njótið fyrirhafnarinnar og vona að þetta bull sé ekki rætt frekar!

Ég mun posta inn myndum af mínum bíl vonandi í lok næstu viku þegar þungi kassin frá super engine builders kemur.

P,S  Nonni Vett ef þú ert búin að taka nóg af myndum þá máttu alveg dru***st til að skila GS felgunum mínum!

Vilmar:
nú langar mig til að segja eitt, jafvel tvennt

1. Það er ekki hægt að tala um kvartmílu allt árið um kring því kvartmílan er bara á sumrin, sem þýðir að fólk, sem vill spjalla, talar um eitthvað annað, t.d. eins og hondur og charade og hvaðeina.

2. hér eru linkar sem heita "Almennt Spjall" og "Bílarnir og Græjurnar". ég veit ekki betur en svo að það þíði einfaldlega að maður megi tala um allt milli himins og jarðar í fyrranefndu og bílana sína sem og aðra í síðara nefndu

Sem ætti að þýða að það má tala um Charade og Lödur

En þar sem þessi þráður er að fara til fjandans :) þá ætla ég að vona að það komi, eftir þessa sendingu mína, bara myndir af corvettum og eitthvað um þær.

Valur_Charade:
Hehe góður Villi! Þetta er það sem ég hef alltaf sagt!  :twisted:

En það er satt að þessi Trans-Am-Firebird-Camaro er á Sódómu felgunum en ég er ekki viss um að hann sé í lagi því hann hefur allavega ekki verið á götunni lengi og það hefur alltaf vesen með skiptinguna í honum og það er margoft búið að gera við han a en hún bilar alltaf aftur.....  :(
Eigandinn keyrir  um á nýlegum svörtum Formula núna!

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version