Sæll Freyr
Þegar skipt er um bíltæki í Daewoo er auðvelt að skemma miðstöðvar stillin, tækin nást yfirleitt ekki auðveldlega úr og þarf að losa ramman sem er framan við original tækið til þess (þar sem miðstöðvar stillin eru).
Hugsanlegt er að einhver hafi skipt um tæki í þessum bíl, skemmt eitthvað og það ekki komið í ljós fyrr en nú, í þessu heldur mikla frosti (þá reynir að sjálfsögðu meira á barkana og tannhjólin á bakvið takkana.)
Þetta er að sjálsögðu bara hugmynd.
Til að athuga hvort þetta sé rétt, þá er að kippa rammanum úr í kíkja á bakvið.
Ekki skemmir að hringja eitt símtal í umboðsverkstæðið til að athuga hvort þeir kannist við svona lagað. Umboðsverkstæðin luma yfirleitt á mestu þekkingunni um algengar bilanir.