Author Topic: Bel Air frá Höfn  (Read 4500 times)

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« on: December 02, 2004, 13:46:17 »
Það var gamall hvítur 2 dyra Chevrolet Bel Air hér á Höfn fyrir sirka 3 - 4 árum! Ég frétti hjá fyrri eiganda að það væri búið að gera hann upp og hann væri enn þá hvítur! Þegar hann var hér var hann með 396 að mig minnir og einhverri sjálfskiptingu man ekki hvaða árgerð það var en held að það hafi verið 1967! Ef einhver veit eitthvað um þennan bíl endilega segið frá því og ef þið eigið myndir af honum endilega skellið þeim inn! Ég var soldið búinn að umgangast þennan bíl og þætti vænt um að vita hvernig hann væri í dag! Held að það hafi verið einhverjir feðgar sem keyptu hann! Fyrri eigandi ætlaði alltaf að gera hann upp en hann átti engan pening og er ekkert góður í sambandi við bíla heldur en hann þarfnaðist uppgerðar og ég vona að hann hafi fengið hana!
Ef að öl er böl þá er sandur möl!

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
Bel Air 65
« Reply #1 on: December 03, 2004, 16:13:07 »
Bíllinn  árg 1965, er í góðum höndum í Garðabæ,og bíður eftir uppgerð.
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Vilmar

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« Reply #2 on: December 04, 2004, 02:04:32 »
áttu mynd af bílnum?
Honda Prelude '94 2.2vtec
Huyndai '96 1.8
Blazer '88 4.3
Toy Corolla '85 1.6

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
65 Bel Air
« Reply #3 on: December 04, 2004, 14:02:42 »
Nei.. en hann hefur ekki breyst neitt frá þvi að hann kom frá Höfn,er í góðu yfirlæti í geymslu...og bíður eftir uppgerð.
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Vilmar

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« Reply #4 on: December 04, 2004, 15:36:24 »
Valur, hvar stóð hann meðan hann var á höfn, eitthvernvegin man ég ekkert eftir þessum bíl
Honda Prelude '94 2.2vtec
Huyndai '96 1.8
Blazer '88 4.3
Toy Corolla '85 1.6

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
65 Bel Air
« Reply #5 on: December 04, 2004, 19:02:54 »
Ég kann  nú ekki götuskipan á Höfn,en hann stóð þarna við hús í bænum þegar ég kom þar í mars 2002 og keypti gripinn.Mér skilst að hann hafi verið þar á götunni af og til frá 92.Annars kunna eflaust einhverjir sögu þessa bíls betur en ég,eina sem ég veit að hann kom úr sölu varnaliðseigna eins og svo margir aðrir bílar af þessari kynslóð á þessum árum.
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Saloon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 108
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« Reply #6 on: December 05, 2004, 13:07:04 »
Bíllinn var keyptur í Sölunefndinni sennilega 1980.Þegar bíllinn kom til landsins var hann með 6 cyl vél og beinskiptur en sá sem keypti hann úr nefndinni eignaðist seinna ónýta Impala station af sömu árgerð með góðri 396 vél og sjálfskiptingu og flutti á milli.Bíllinn var gerður gangfær en fór þó ekki á götuna en var settur í geymslu hjá Fornbílaklúbbnum og stóð þar í allmörg ár.Þar sá annar fornbílaklúbbsfélagi okkar bílinn og keypti.Sá kom bílnum á númer og ók honum í ferðum klúbbsins þar til hann seldi bílinn austur á Höfn.Skólabróðir minn úr gagnfræðaskóla á hann núna og er bíllinn í góðum höndum hjá honum og verður örugglega flottur eins og margt annað sem fer um hendur hans
Saloon

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« Reply #7 on: December 06, 2004, 11:54:00 »
já það er gott að vita að hann er í góðum höndum!

ég sendi eigandanum sms og spurði hann um upplýsingar um bílinn og hann sagði: 396cub corvette útboruð í 402 400 skipting 6 bolta BelAir '65

Villi hafa verið margir Bel Air hér á Höfn? Þetta er gamli Bel Air-inn hans Stebba!

Þetta er óhemju flottur bíll! og já það er rétt hann hafði verið á götunni af og til hér á Höfn og var flottur þegar hann kom en svo fór að sjást ryð og svona eins og gengur og gerist og þá var hann blettaður með grænu og það þótti mér ekki fagurt en hann var lítið sem ekkert á götunni seinustu 2-3 árin sem hann var hér!

Það átti alltaf að gera hann upp en það eina sem var búið að gera að mig minnir er að það var grunnað á honum húddið! maður var alltaf að reyna að reka á eftir honum með þennan bíl en hann átti ekki pening og hafði litla reynslu á bílauppgerðum og hafði ekkert húsnæði eða neitt......
Ef að öl er böl þá er sandur möl!

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
65 Bel Air
« Reply #8 on: December 07, 2004, 00:22:14 »
Jæja..það er gaman að sjá að þið hafið áhuga á þessu gamla dóti,en það er sennilega fyrrverandi eigandi sem gaf þér þessar tölur um vélastærð og fleira.Rétt er það að vélin er 396 og 400 skipting en þetta með Corvette og 6 bolta er eitthvað sem ekki gengur upp.Það er lika rétt að það eru á bílnum grænar grunn skellur þar sem menn hafa verið slípa og laga og hann er með grunnað húdd,svart.Það sem gerir bílinn sérstakan
er  hann er 2 dyra stafur sem var einkenni Bel Air og annara bíla frá þessum árum sem voru ódýrari týpur.En bílinn er ótrúlega heill og góður efniviður í hvað sem er.
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« Reply #9 on: December 07, 2004, 10:57:05 »
Já það er rétt hjá þér ég meinti fyrrverandi eigandi! En já mér fannst þetta með corvette vélina ekki mjög trúlegt og einnig þetta með 6 boltana en ég ákvað að setja þetta inn fyrst að hann sagði það...

En er hún eitthvað boruð? Veistu það eða er það líka bara bull? Ég veit að hann (fyrrverandi eigandi) hefur allavega ekki látið gera það! Svo segir Saloon að hann sé með Impala vél sem ég trúi frekar en corvettu vél!

ÓE segir að þetta hafi verið ódýrari týpa sem ég ætla ekkert að rengja því að fyrst að hann hefur verið bæði sex cyl og beinskiptur þá hlýtur hann að hafa verið ódýr!

En átt þú bílinn ennþá ÓE eða hvað?
Ef að öl er böl þá er sandur möl!

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
65 bel air
« Reply #10 on: December 07, 2004, 11:33:53 »
Jú jú..hann hefur sennilega verið í ódýrari  kantinum á sínum tíma svona útbúinn eins og menn tala um,en eigum við nokkuð að velta okkur upp úr því.Svona er hann í dag og verður kanski allt öðruvísi á komandi árum.......kanski bara 6 cyl powerglide vökvastýrislaus, matching numers!!! Það þykir flott  :)
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« Reply #11 on: December 07, 2004, 15:49:58 »
Neinei við skulum ekkert vera að spá í hversu ódýr hann hefur verið fyrir einhverjum 40 árum! Enda skiptir það svosem engu máli því hann er flottur þrátt fyrir það! En hvað á að gera úr honum? Flottan sunnudagsbíl eða kvartmílutæki eða hvað? Flottast auðvitað að gera hann flottan og sem mest original í útliti og hafa hann á skrá!   8)
Ef að öl er böl þá er sandur möl!

Offline ÓE

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 226
    • View Profile
65 Bel Air
« Reply #12 on: December 07, 2004, 16:31:52 »
Það verður gert eitthvað gott úr honum þannig að hann passi fyrir flesta aldurshópa....allavega er hann í upphituðu húsnæði og skemmist ekki á meðan.....hann bíður!!
Óskar Einarsson.
Bel Air 65
T/A  74
Monte Carlo 77

Offline Valur_Charade

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 188
    • View Profile
Bel Air frá Höfn
« Reply #13 on: December 07, 2004, 16:51:26 »
Flott er endilega komdu með myndir þegar verður byrjað á honum og leyfðu mönnum að fylgjast með!  :wink:
Ef að öl er böl þá er sandur möl!