Kvartmílan > Almennt Spjall
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
1966 Charger:
Sæll Biggi
Ég kann lítið í sænsku og er ekki mikill aðdáandi þess sem þaðan kemur (fyrir utan SAABinn hans Nóna). En í stuttu máli:
-Létta má bíl um 30 kg. og eru kröfustólar og léttmálmsfelgur ekki með í þeirri tölu.
-Nitro bannað
-480 c.i. hámark nema bíll hafi komið með stærri vél frá verksmiðju.
-Dominator bannaður
-Original framfjöðrun
-Bolta má dót á afturfjöðrun til að bæta bit.
-Færa má fjöðrun aðeins innar og breyta aðeins hjólskál ef dekk snertir hjólskál
-Hámark 9"x30 slikkar eða DOT dekk með 265 mm bana.
Ef eitthvað í þessari þýðingu er vitlaust þá vinsaml. leiðréttið mig.
Sæll Smári:
Mér finnst vanta fleiri keppendur á tryllitækjum og það helst í heads up flokki án stera, á bílum sem hægt er að renna á í bíó og sviðakjamma án þess að menn missi út úr sér fölsku tennurnar (burtséð frá hvort þú eða ég keppum þar þegar við erum komnir með falskar). Enginn lagði í að smíða bíl eftir nýju OSCA reglunum vegna þess að gömlu reglunum var ekki kasserað. Þessvegna er þessi þarfa umræða í gangi núna.
Fyrr í haust gafst mér tækifæri að kaupa slikka fyrir Mild Street, en....í ljósi þess að ekkert er á hreinu með þetta notaði ég dalina í annað.
Það þarf að búa til einfaldar reglur sem snúa mest að breytingum á dóti sem hægt er að sjá með berum augum (til að draga úr líkum á ásökunum um svindl) Reglunar þurfa svo að gilda óbreyttar (f. utan mögul. öryggisbreytingar) a.m.k. næstu 3 árin.
Hvernig væri að þessir rúml. 30 sem eru í MC deild KK létu heyra hvað þeir vilja?
Ásgeir Y.:
hvernig er það þá með pústin.. má vera með tvöfalt 2,5" en ekki einfalt 3"?
baldur:
Tja í MC reglunum er talað um 2 stærðir, eina fyrir tvöfalt kerfi og aðra stærð fyrir einfalt kerfi.
baldur:
Ég hef líka verið að velta því aðeins fyrir mér, hvers vegna það er í öllum flokkum bannað að koma með vélar sem ekki voru fáanlegar í umræddum bíl?
1965 Chevy II:
Það er ekki bannað ó öllum flokkum í SE GF OF má setja hvaða vél sem er svo lengi sem hún er bílvél.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version