Kvartmílan > Almennt Spjall
Musle Car flokkur á mánudagskvöldið 25/10 kl 2000
Vefstjóri KK:
Reglur í Musle Car flokk verða til umræðu á mánudagskvöld kl 2000.
Allir sem áhuga hafa á keppni þessara bíla geta mætt og tjáð sig. Best væri að þeir sem hafa hug á að taka þátt í keppni á slíkum bíl mæti svo að sem flestir verði sáttir. Góð hegðun er algert skilyrði. Eftirlit verður á staðnum.
stigurh
Harry þór:
Sælir strákar , hvernig getum við fjölgað keppendum í MC ? þetta keppnissumar sem er nýlokið var ekki nógu gott að mínu viti.
Það vantaði keppendur, hvar voru allir? Af hverju koma menn ekki á öllum MC bílunum að keppa?
Eigum við banna götuslikka? Eigum við að keyra index?
Ég held að þetta sumar sem er að enda hafi sýnt okkur að við fórum með MC allt of langt yfir í SE flokk.
Harry Þór
ÁmK Racing:
Ég held að við þurfum að prufa eitthvað nýtt.Ég var á netinu um daginn og þvældist inn á einhverja síðu þar var svona local race klúbbur eins og okkar þar voru menn að keyra tíma skipt s.s 11.99-12.99,12.99-13.99,10.99-11.99 og svo framvegis allt leyfilegt bara tími sem sagði til.Þetta var keyrt heads up og ef þú ferð segjum 11.90 í flokki sem er 11.99-12.99 þá færðust menn upp um flokk en tóku þau stig sem þeir höfðu safnað með sér upp.Er þetta kannski eitthvað sem við ættum að prufa.Þarna sitja allir við sama borð bara tíminn sem telur en samt ekki bracket.Bara smá uppástunga með kveðju Árni Már Kjartansson
eva racing:
Hæ.
Að sjálfsögðu er þetta bracket.. ef þú / maður er með bíl sem fer 11,70 þá róar maður hann niður í 11,99 - 12,05 og verður með fljótasta bílinn þar frekar en að vera með bíl að keppa á móti 1/2 sek fljótari bílum.
Ekki þessa bracket fóbíu. og eruð þið vissir um að geta fyllt MC flokk með 4-6 undirflokkum,? Eða á svo sigurvegarinn úr 11,99 að keppa við sigurvegarann úr 13,99 með 2, sek forskot eða.........
Við erum aftur komnir í bracket........ sem er fínn flokkur en það þarf að vera góður "dræver!" He he....
Bara mín 5 sent.
1966 Charger:
Sælir piltar,
Ég sé fimm sentin hans Vals og hækka í 10.
Ég held að til fjölga keppendum á tryllitækjum (sem sumir hafa valið orðskrípið vöðvabílar sem ætti betur við bisnessfarartæki kjötkaupmanna) þarf að vera til entry flokkur fyrir slíka bíla, þar sem sterar (power adders) eru bannaðir og verulegar takmarkanir gerðar varðandi dekkjagerðir/stærðir. Það eru margir slíkir flokkar keyrðir víða. F.A.S.T. flokkarnir í USA eru t.d. dæmi. Til gamans eru hér reglur fyrir flokk af þessu tagi sem keyrður hefur verið í Suður-Svíþjóð:
SydCupen: Standard Street
Originalbilar med max 30kg lättning. Byte till säkerhetsförarstol samt till aluminiumfälgar eller motordelar räknas ej som lättning. Ej lustgas eller överladdning. Motorer på max 480cui, endast originalmotorer får vara större. Original aluminiumblock godkänt på originalbil. Ej eftermarknads aluminiumblock. Ej fler cylindrar än som finns original till bilmodellen. Fabriksgjutet insug, endast en förgasare tillåtet, ej dominator. Vid användning av originalinsug tillåts fler originalförgasare. Originalinsprutning tillåtet på originalbilar. Original framvagn. Tractionstag av "Bulta på typ" tillåtet.Stag för hjulupphängning får bytas om montering sker i originalhålen. Bakre hjulhusen och original hjulupphängning får modifieras minimalt för att få plats med däck enligt nedan. Slicks tillåtet med märkning max 9,0x30 tum alternativt DOT-däck med slitbanebredd max 265mm. Ljuddämpning enl. ET-reg. Avgassystem enl. DRT 1.3. Zoomieheaders ej tillåtna.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version