Hraðakstur af götunum og á inn á lokuð akstursíþróttasvæði
Helvíti eru menn orðnir pólitískir svona á efri árum og sletta líka svona á erlendum tungum, fann hérna nokkur tóndæmi á sænsku svo þú getir æft þig Gummi. http://aftonbladet.se/ettor/webb/2322_normal.htmljóla og áramótakveðjurMaggi Mynd frá Turkeyrun nú í haust af sjaldgæfum mopar
Jú það er annars rétt,ég átti þessa bláu ´72 Cudu í nokkra mánuði. Tók hana í skiptum fyrir annan frægan bíl. Var með ónýta kúpplingu og lak olíu út um allar trissur. Nánast gaf hana eftir 3 eða 4 mánaða streð. En þetta var mjög flottur og vel búinn bíll. 340 Pistol Grip var ekki leiðinlegur í akstri. R-4116 var á honum / henni eins og fleiri bílum sem ég átti á þessum tíma, m.a. landsfrægum Loncoln Coupe H-76 árgerð 1947 sem búið er að ljúga til um svo það fyllir heila símaskrá í fullri stærð ........ og svo er ég með 300 ára áætlun eins og vinurinn á Djúpavogi ... ég er að reyna að fá Bush til að selja mér orrustuskipið USS New Jersey. Á því eru 12 stk fallbyssur með 16 tommu hlaupvídd. Það gæti orðið gaman í Reykjavík á gamlárskvöld árið 2304 þegar ég verð búinn að rústberja og smyrja og byrja að hleypa á 68du kynslóð framsóknarmanna sem þá verða við völd ... Happy new year!!GKJ