Aðalástæðan fyrir fámenni ´74 árg., að mínu mati, er að ´74 var orkukreppan mikla skollin á sem gerði út af við muscle bílana og aðeins ein performance týpa í boði frá camaro sem var Z-28.
Það er reyndar til einn Z-28 bíll hér og var hann hvítur með Z-28 röndunum þegar Ingólfur Arnars átti hann og virkaði hann rosalega, en þessi bíll er bara svipur hjá sjón frá því sem hann var, því orginal 350 vélin er ónýtt og búið að taka Z-28 fjöðrunarbúnaðinn úr honum.
Ég veit ekki hvernig staðan er á honum í dag eða hver á hann en mér skilst að það sé verið að gera hann upp.
Síðan hefur það ekki hjálpað til að halda lífinu í þessa árgerð að ´74 komu allir amerískir bílar með þessa stóru ljótu öryggisstuðara vegna kröfu frá amerískum stjórnvöldum og þeir þyngdu bílana umtalsvert.