Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Camaro 67 og 68

<< < (8/10) > >>

ÁmK Racing:
Halló Gunni og allir hinir.Bíllinn í Keflavík er bíll sem poppaði upp fyrir nokkrum árum og var þá til sölu í Grafarvogi að mig minnir mjög sifjaður með 327 3 gíra beinskiptur hann heitir Jón Þór sem á hann núna og mér skilst að hann ætli sér stóra hluti með hann.Svo er það 68 Camaroinn hans Dodda vinar míns hann keypti hann árið 99 minnir mig þá var hann blár með hvít axlabönd.Hann keppti á honum í mc árið 2000-2001.En áhvað svo að taka hann í gegn og hann er að því.Þar er allt gert með tunguna út úr sér því vagninn á að vera fínn.Næsta hjá honum er að láta mála bíllinn og setja vél og annað í.Þetta er alls ekki sami bíll.vona að þetta hjápi eitthvað með kveðju Árni Már Kjartansson

Vettlingur:

--- Quote from: "GunniCamaro" ---
Fyrst langar mig að þakka Magga Sig. (Mola) fyrir frábært framtak að halda úti bilavefur.tk, hann er með myndir af öllum 1. kynslóðar camaro bílunum hér á landi nema ´67 ex-blæjubílnum enda hefur hann ekki sést lengi.  Það er reyndar eitt sem þú skrifar, Moli að bíllinn upp á Akranesi sé RS/SS en það er hann ekki , síðast þegar ég vissi var þetta "Plainjane" bíll og ég veit ekki til þess að það sé búið að breyta þessum bíl í RS/SS, eigandinn getur kannski staðfest þetta.
 .
--- End quote ---


Rétt hjá þér Gunni :wink:

Örn.I:
Ég á inna við mánaðar gamla mynd af 67 bílnum sem er buið að sjoða top ég skal reyna að koma henni hérna inn við tækifæri !!! hann er falur fyrir einhverja fúlgu talaði við eigandann um daginn og hann er vel til í að selja !!! bílinn sá er rauður með hvítum axlaböndum og 427 rellu hann stendur þarna orðin sjúskaður enda lítið átt við hann held ég í einhver ótalin ár !

1965 Chevy II:
Það vantar einn 68 Camaro í umræðuna og enginn mynd af honum hér,Magnús Hjörleifsson átti hann númerið var eftir minni G-6203
Hann átti hann cirka 81-82
Hann var svartur með rauðri og gulri rönd.

GunniCamaro:
Smá viðbót við síðasta innslag hjá mér :
Ég ætla ekki að fara að gera lítið úr Camaroinum upp á Akranesi þótt hann sé ekki RS/SS heldur koma í veg fyrir misskilning, eigandinn af þeim bíl er allavega duglegri en ég að vinna í bílnum sínum.  Ég er meira hrifinn af orginal spes 1. kynslóðar Camaroum sem eru kannski til í örfáum eintökum (t.d. ZL-1, Yenko, RS, SS o.s.fr.) heldur en einhverjum útúrbreyttum Pro street græjum.  Ég var að fletta Hemmings bílablaði sem er þykkur doðranti með allskyns augl. þar á meðal notaðir Camaro og það sá ég t.d. ´67 blæju standard á 8000 $ (freistandi) en maður verður að hafa varann á sér þegar maður les þessar auglýsingar því oft er þetta bílar auglýstir sem "good eða exellence" og oft farið rangt með týpurnar t. d. "original" 1. gen. Z-28 með sjálfsk. (ófáanlegt) eða eins og í þessu blaði, "69 RS/SS" (mynd af SS bíl).
Trans Am, þú minntist á bíl í kringum 81-82, það var til svona bíll með 327 og áskrúfuðum SS merkjum en hvað varð um þennan bíl veit ég ekki, það var rifið fullt af ´68 bílum hér í den, eins og með flestar tegundir, t. d. eini´68 bíllinn með custom klæðningu hér var rifinn (ca. ´86-88) ásamt öðrum að því að það átti að gera hann upp, en svo missti gæjinn áhugann og plássið og bílunum var hent eftir því sem ég veit best.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version