Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Camaro 67 og 68
Ketill:
Sælir drengir
Ég var að velta fyrir mér hvað væru margir 67 og 68 Camaro bílar á Íslandi. Og hvar þeir eru niðurkomnir. Ef einhver gæti gefið upplýsingar.
Takk fyrir :lol:
1965 Chevy II:
32
Hjörtur J.:
Veit um einn 67 bíl með 427
GunniCamaro:
Það eru til 4 stk. af 67 camaro:
1. Einn upp á Akranesi, í uppgerð.
2. Einn sem var blæjubíll en var settur stáltoppur á fyrir mörgum árum og var með 427 en hefur ekki verið á götunni í yfir 20 ár og er, síðast ég vissi, einhvers staðar suður með sjó í geymslu.
3. Bíllinn minn sem er RS/SS týpa, ógangfær í geymslu hjá Fornbílaklúbbnum.
4. Og síðan er það blái bíllinn hans Ingólfs sem er líka RS/SS og er það sá eini sem er á götunni og hefur verið að keppa í kvartmílu.
Síðan er það ´68 bílarnir, þeir eru, ef ég man rétt, 4 eða 5:
1. Það er bíllinn hans Ómars sem hefur verið að keppa í kvartmílunni og er á götunni.
2. Einn blár sem er hér á höfuðborgarsvæðinu
3. Einn gulur sem var hér á höfuðborgarsvæðinu en er samkvæmt óstaðfestum fréttum farinn austur fyrir fjall og er þar í uppgerð.
4. Einn sem er í Keflavík í uppgerð.
5. mig minnti að þeir væru 5 en ég kem þeim fimmta ekki fyrir mig í augnablikinu.
sJaguar:
En þessi ???
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version