Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevrolet Nova á Íslandi

<< < (38/43) > >>

Chevy Bel Air:
Gula, græna og rauða novan sem spurt er um er í eigu bynjars er orðin svört í dag með hvítum röndum. Þessi bíll er búinn að vera lengi í keppni og á eftir að vera eitthvað áfram. Hér er gömul mynd af novunni sem Einar B á í dag.

Jóhannes:
ef hann er ekki búinn að henda þessum 4dyra þá værir gaman að fá hann og kanski kaupa hann

og þú spyrð eflaust af hverju - svarið er fyrsti billinn minn...

Chevy Bel Air:
Hér eru novur sem voru á Akureyri þessi gula er reyndar enn á Akureyri. Veit nokkur hvar  þessi bláa endaði?

Brynjar Nova:
sælir,,,  :)  hér er mynd af rauðu gulu og grænu novuni, en þarf að laga hana, þegar 70 novan sem ég er með í skúr er búin  :wink: varðandi svörtu novuna, þá seldi ég vini mínum Sigurpáli  hana BI 026. kv Bk

NovaFAN:
fyrst að Nova umræðan er enn jafnheit langar mig að segja örstutta "lyga" sögu sem ég heyrði þegar ég var peyji um Nova-eiganda á Djúpavogi, hann átti semsagt heima í skúr hjá sér bæði snemma 70 novu og seint 60 Corvettu með 400cid+ og einhverjum skemmtilegheitum, en novuna prýddi standard 350 með engu auka, semsagt algjör búðarskreppari, síðan kom í bæjinn einhver sá allsvakalegast múkki sem sést hefur þeim megin á landinu frá örófi alda, með einhverri algerlega óskilgreindri "fáránlega öflugri" vél, og bauð manninum á Nova í spyrnu um nágrenni Djúpavogs, þetta ku hafa verið um miðjan morgun, eftir að hafa verið hleginn í götuna af ford-eigandanum og félögum spurði hann hvort það væri möguleiki á að taka aðra spyrnu, bara að kvöldi, og þá alvöru ameríska Pink slips, og ekkert rugl, og eins og sönnu karlmenni sæmir sló mustang eigandinn til, svo maðurinn sem sagan snýst um hendist í loftköstum heim til sín, hellti uppá kaffi, og skipti svo út vélum í vettunni og blossastjörnunni, og mætti svo mustangnum á fyrirframákveðnum stað, og vægast sagt skildi hann eftir grátandi í reykjarmekki,

og svo punchline-ið, þegar átti að afhenta lyklana að mustangnum sagði hann,
Ég er gm-maður, hendu þessu braki bara.....

sel hana ekki dýrari en ég stal henni, og man hana ábyggilega ekki rétt heldur, það er farið að slaga í 10 ár síðan þessu var logið í mig,

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version