Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevrolet Nova á Íslandi

(1/43) > >>

Spoofy:
Sælt veri fólkið
Ég er mikið búin að vera hugsa núna undafarið og ég á erfitt að átta mig á því hvar þessar glæsikerrur eru staddar í dag, ekki er mikið af þeim á götunni allavega.
Getur einhver laumað að mér upplýsingum um lifandi Novur á Íslandi í dag. t.d. Staðsetting þeirra, eigendur, árgerðir myndir og síðast en ekki síst, eru þær til sölu?

Moli:
sæll! ég skal koma með það sem ég veit....  :roll:

Það kannast margir við þessa ´70 Novu, enda búinn að ganga í gegn um marga eigendur, bíllinn seldist nýverið úr Sandgerði þar sem hann hafði verið í uppgerð sl. 2 ár.




Veit reyndar ekki sögu þessarar Novu, en ég held að myndinn sé tekinn í Eyjum



Novan hans Einars Birgiss. var síðast þegar ég vissi til sölu, held að hún hafi verið eitthvað um 2 millj. með öllu enn um 600 þús. rolling.



Það geta eflaust einhverjir svarað þér með þessa Novu því ég þekki ekki sögu hennar.



Mér skilst að þessi sé í skúr norðan heiða og sé ekkert á leiðinni út



Þessi mynd er einnig tekinn í Eyjum en sögu þessarar Novu þekki ég ekki, minnir samt að hún hafi verið rifinn seint á 9. áratugnum.



Ég rakst á þessa Novu á Akureyri fyrr í sumar, þekki ekki sögu hennar né hef hugmynd um hvort hún sé til sölu.

moni:
Ég veit um eina sem er í uppgerð, ´78 með 350 mótor... Og á að fara að koma út bráðum... hún er á norðurlandi V...

Ásgeir Y.:
einhverntíma fletti ég upp í bifreiðaskrá öllum novum sem skráðar hafa verið á íslandi, árgerðir 1962 og til 1989 eða 1990 hafa verið skráðar hér 713 novur ef ég man rétt.. og af því 3 eða 4 stk af þessum 4 cyl eftir 1980 novum svo það eiginlega hlýtur að vera eitthvað af þeim eftir í einhverjum skúrum eð hlöðum einhversstaðar... tók samt eftir að flestir þessara bíla voru afskráðir á árunum 1988-1990

Spoofy:
Já Balli er semsagt búinn að selja sína frá Sandgerði.
Þessi svarta frá Akureyri er brilljant eða allavega dollan sem eigandinn á svarta notaði í burnout keppninni á bíladögum AK ´04. mætti með súrefnisgrímu og eyrnaskjól er hann ók á hlaðið

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version