Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Chevrolet Nova á Íslandi
Sigtryggur:
Villi rakari átti víst aldrei umrædda Rallie Novu heldur einhver náungi sem bjó í sama húsi.
firebird400:
Sælir, ég hef því miður ekkert verið að fylgjast með þessum umræðum svo að þið afsakið ef ég er að minnast á bíl sem áður hefur verið nefndur.
en það er grá nova inni í geymslu húsnæði fyrir fornbíla á Tjarnargötunni í Keflavík, þessi bíll var að mér skilst eitt sinn gulur, það voru keyptar undir hann glænýar felgur og dekk og það átti að fara að gera hann upp á sínum tíma en í einhverjum leikaraskapnum var klesst á kannt og nýju felgurnar skemmdar. Bíllinn stóð úti eftir það í mörg ár eða þangað til að núverandi eigandi keypti hann.
Núna stendur hann á ónotuðum en grautfúnum dekkjum og ryðguðum felgum sem fóru bara einn rúnt :(
Synd hvað það þarf stundum lítið til til þess að menn missi áhugann
Zaper:
fyrir um tveimur árum var í keflavík svört tveggjadyra nova, klesst að framan minnir mig, í raðhúsa götuni hjá sparkaup, svo frétti ég af henni þar sem hún var komin í hafnir.
kiddi63:
--- Quote ---en það er grá nova inni í geymslu húsnæði fyrir fornbíla á Tjarnargötunni í Keflavík, þessi bíll var að mér skilst eitt sinn gulur,
--- End quote ---
Hvaða árgerð af novu er þetta?? Er þessi bíll með hlera, s.s. aftur rúða og skottið opnast saman, eins og algengt er í dag.
þetta er kannski gamla Novan hans Ævars, en hann á gula 73´Chargerinn hér í Kef.
firebird400:
Ja nú veit ég ekki en Maggi Magg (Popular Hot Rod) og eða Arnar og Bjarkar Púst ættu að geta sagt okkur það
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version