Neibb, eini þriðju kynslóðar bíllinn sem var með einhverjar styrkingar var blæjubíllinn, en ég held að það teljist samt ekki grindartenging.
GTA bíllinn er sami bíllinn og aðrir Transamar í grunninn. Hann kom fyrst fram árið 1987, og helsti munurinn var inní bílnum (þ.e. annað stýrishjól etc) og GTA merking. Boddý, undirvagn, kram og annað var nákvæmlega sama og í öðrum.
Kv. Jón H.