Þetta voru öflugustu þriðju kynslóðar F-body bílarnir (Firehawk ekki talinn með) og slógu 350TPI léttilega við!
Þessar 3,8 lítra vélar eru hrein snilld! Þeir voru gefnir upp 250 hross en það er ekki spurning að þeir hafa verið skrifaðir niður vegna Corvettunnar. Mig minnir að þeir hafi verið gefnir upp 14,2 kvartmíluna en bílablöð voru að fara með þá nýja útá braut og ná miklu betri tímum. Með því að auka bústið lítið hafa menn verið að ná skuggalegum tímum á þeim.
Þið eruð örugglega að rugla þessum saman við 301 cid turbó vélina sem fékkst undir lok annarrar kynslóðarinnar. Hún gerði ekki mikið (þó einhverjir sérvitringar hafi náð góðum tímum með því að breyta þeim) en ég veit ekki hvort hún hafi bilað eitthvað.
En 1989 TTA er bíll sem ég vildi sjá hér á klakanum