ég hef séð bíla sem búið var verið að gera upp undirvagn og skella þessar useless drullu sem menn kalla ryðvörn og þurfti ekki nema einn stóran steinn sem var fyrir að gera nakið sár og auðvita ryðgaði það hratt út frá sér.
Já og það jafnvel hratt og örugglega. Þetta er spurningu um að vera í raun og veru bíleigandi með bílaáhuga og skoða öðru hvoru eitthvað annað en lakkið á tíkinni. Annar er það sem verið er að gagnrína í þessum þræði það sem kallast fúsk uppgerð. Þ.e.a.s. eitthver undrafalleg lökkun yfir ónýtan undirvagn. Það sem ég er að tala um er að menn taki ekki bara hvað sem er og setji bara á það fallega áferð af felumálningu. Það er lágmarkskrafa að það verði hægt að fara á lakkinu út í sjoppu án þess að skaða sig og jafnvel aðra.
Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er nú þeirrar skoðunar að flestir sem séu að gera upp bíla séu nú að gera nokkuð vel og margir eigendur þeirra hugsa líka um að hafa hlutina í ágætu lagi. Þó eru alltaf eins og annars staðar eitthverjir örfáir svartir sauðir í súpunni og þeir eru að skemma fyrir okkur hinum. Það umtal sem við hinir, sem erum að reyna að hafa þetta í lagi, er því miður oft spunnið út frá þeim slökustu í bransanum og það er þess vegna sem ég er nú að ropa þetta með hvesstar brúnir. Ég er ekki að setja út á allan líðin, síður en svo. Ég vil að þeir taki það til sín sem eiga það.