Author Topic: TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!  (Read 9181 times)

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« on: July 19, 2004, 18:27:54 »
Til allra Mopar Ford og GM eigenda!

Jæja strákar og stelpur nú er komin tími til að taka höndum saman og halda svona útihátíð eða svokallaðan Musclecar Meeting.  Við eigum alveg helling af flottum amerískum bílum hérna heima og tími til kominn að sameina okkur sem höfum þetta áhugamál.  Hugmyndin er að þetta standi yfir frá morgni til kvölds.

Hugmyndin er sú að halda þetta uppi á Kvartmílubraut þ.e.a.s  að bílarnir yrðu staðsettir í pyttinum ásamt skiptimarkaði (Swap meet).  Ljósin yrðu sett upp og grillið líka. Jafnvel hægt að hafa einfalda bikarkeppni (á radialdekkjum) ef við verðum heppnir með veður.  Hvað er skemmtilegra en að hittast allir uppá braut. Skoða spjalla grilla segja sögur og taka nokkrar ferðir “test and tune” og svo framvegis.  Engin pressa bara slökun.  Kynnast allir betur og styrkja þennan annars ágæta félagsskap sem um bíladelluna er.  

Kvartmíluklúbburinn er svo miklu meira en bara félag manna sem hafa áhuga á kvartmilu. Það skiptir engu máli hvort bíllinn þinn fer kvartmíluna á 10 eða 17 sek.  Svona mót eru haldin um alla Evrópu meira að segja í Sviss.  Hættum nú að gaufa hver í okkar horni og gerum þetta saman það er einfaldlega miklu skemmtilegra.

Ef þetta heppnast vel og verður að veruleika mun þetta verða að árlegum viðburði sem spyrst út og eykur orðspor okkar sem stundum þetta sport.  Hver veit nema að fólk myndi vilja koma og borga sig inná svona mót (eins og er gert allstaðar annars staðar) sem yrði þá enn betri afkoma KK sem þýðir enn betri aðstaða fyrir félagsskapin okkar.

Vonandi væri hægt að halda þetta um miðjan eða seinnipart ágústmánaðar það eina sem vantar er viljan í okkur sem eigum þessa bíla. Rífum upp stemninguna og póstið inn hér hvernig ykkur líst á þessa hugmynd.

Með kveðju
Tóti
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Zaper

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 710
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #1 on: July 19, 2004, 19:52:44 »
Þetta gæti orðið gaman, og ef veður væri gott gætu menn tekið með sér uppgerðar albúmin og haft á húddinu hjá sér :wink:
Gremlin Owners Are Special
AMC       "77   
Plymouth "66
Ásgrímur Þ

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #2 on: July 19, 2004, 20:55:35 »
Prýðilegt...ég mæti,get allavega aðstoðað við grillið þó druslan verði að vera í skúrnum.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Daníel Hinriksson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #3 on: July 19, 2004, 23:54:26 »
Þetta er frábær hugmynd, styð hana 100%. Ég mæti þó að druslan mín verði líka að vera í skúrnum  :wink:   Það er þá kannski séns að finna eitthvað sniðugt til sölu ef menn verða duglegir að dusta rykið af gullinu sínu heima í skúrnum.....
Kveðja Daníel Hinriksson.

Chevrolet Camaro´78 sbc383

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #4 on: July 20, 2004, 00:39:51 »
ja ef þetta er ekki hugmynd þá veit ég ekki hvað, en hvenær er verið að spá í að halda þetta.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #5 on: July 20, 2004, 01:46:30 »
Quote from: "440sixpack"
Svona mót eru haldin um alla Evrópu meira að segja í Sviss.


Fantagóð hugmynd, ætla sú samt ekkert að skemma hana - en er ekki mótorsport bannað í Sviss? :?

kv
Björgvin

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #6 on: July 20, 2004, 01:56:47 »
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "440sixpack"
Svona mót eru haldin um alla Evrópu meira að segja í Sviss.


Fantagóð hugmynd, ætla sú samt ekkert að skemma hana - en er ekki mótorsport bannað í Sviss? :?

kv
Björgvin


 :shock:  :shock: http://www.dragracing.ch/index2.htm
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #7 on: July 20, 2004, 02:03:15 »
Þú átt jafnvel FORD þjáningabróðir þarna :lol:
http://www.robs-garage.ch/Dragracing/dragracing.html
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline mustang 2000

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
    • http://www.bl.is
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #8 on: July 20, 2004, 09:19:55 »
lýst vel á þetta! :)

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #9 on: July 20, 2004, 13:58:37 »
Quote from: "Trans Am"
Þú átt jafnvel FORD þjáningabróðir þarna :lol:
http://www.robs-garage.ch/Dragracing/dragracing.html


Nú hva....... þetta er orðið svona gott hjá þeim 8)  8)

Ég þarf þá greinilega bara að halda að það sé bannað að keppa þarna;)

kv
Björgvin

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
frábær hugmynd
« Reply #10 on: July 20, 2004, 21:07:28 »
8)
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #11 on: July 21, 2004, 00:12:24 »
Góð hugmynd!  

Ég verð þá að fara að flýta mér að skrúfa Transaminn saman svo maður geti mætt á staðinn.  Það virðast ótrúlega margir vera í sömu sporum og ég, ennþá að púsla bílunum saman  :oops:

Ef ég næ ekki að klárann þá get ég kannski mætt ég á jeppanum, hann er þó allavegana Chevy  8)

Kv. Jón H.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline Mustang´97

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/siggihall
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #12 on: July 21, 2004, 18:28:36 »
Snilldar hugmynd!! Ég mæti pott þétt :D

Offline DiNuZ CaMaRo

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 11
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #13 on: July 21, 2004, 20:46:20 »
Frábær hugmynd, drífa sig með bílinn í sprautun og auðvitað mæta uppá braut.. :P
Bandóð gella á Trans Am GTA.. passið ykkur strákar!

Offline Einar Camaro

  • In the pit
  • **
  • Posts: 69
    • View Profile
Flott..
« Reply #14 on: July 22, 2004, 14:24:25 »
Flott hugmynd..mundi mæta með mitt project..

Kv, Einar.

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #15 on: July 23, 2004, 16:37:33 »
Stjórn KK hefur fjallað um þessa hugmynd og gefið grænt ljós á framkvæmdina og einnig falið mér forræði hennar.  Dagsetningin hefur verið ákveðin þ.e. laugardagurinn 14. ágúst n.k.  Það sem nú þarf að gera er að smala saman öllum þessum bílum sem til eru í þessari flóru og fá menn til að mæta með bílana sína.  Það vantar einhvern GM mann sem þekkir til sem flestra meðal GM eigenda til að starfa með okkur í þessu.  Markmiðið er að fá 40-50 bíla þennan dag. Ef ekki fæst góð þáttaka verður þetta blásið af.

Hugmyndin er sú að þetta sé eingöngu fyrir eigendur bílanna sem verða á staðnum og svo fyrir alla meðlimi KK.  Ef vel tekst til þá kemur til greina að endurtaka þetta að ári og þá jafnvel að hleypa almenningi að gegn vægu gjaldi eins og tíðkast annars staðar í heiminum.  Markmiðið með því að halda svona mót er að efla liðsandan innan KK og reyna að víkka út starfssemi klúbbsins sem hefur of lengi einskorðast við kvartmílu og páskasýningar.

Dagskrá mótsins er í smíðum og verður hún birt síðar.  Svo að ekki sé verið að eyða tíma í undirbúning og skipulagningu þessa móts að óþörfu verða menn að skrá sig til þáttöku hér á netinu sem fyrst með því að pósta inn fullt nafn tegund og gerð bílsins ásamt símanúmeri á sérstökum link sem verður birtur hér á spjallinu innan skamms.  Einnig geta menn hringt í mig í síma 663-2966 og staðfest þáttöku sína.

Stöndum nú saman strákar og hættum að pukrast hver í sínu horni, gerum þetta að veruleika og allir hafa gaman af.

Tóti
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Kiddi J

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 530
  • NTGLTY
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #16 on: July 23, 2004, 18:10:41 »
Æðislegt :D
Kristinn Jónasson

Offline Vettlingur

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #17 on: July 23, 2004, 19:10:14 »
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
Quote from: "440sixpack"


Hugmyndin er sú að þetta sé eingöngu fyrir eigendur bílanna sem verða á staðnum og svo fyrir alla meðlimi KK.  

Stöndum nú saman strákar og hættum að pukrast hver í sínu horni, gerum þetta að veruleika og allir hafa gaman af.

Tóti



 :cry:
 Maður verður bara að halda áfram með pukrið.
Chevrolet Corvette 1978

Gizmo

  • Guest
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #18 on: July 27, 2004, 18:24:03 »
ég mæti, á eitthvað smá af drasli...

Offline ss 97

  • In the pit
  • **
  • Posts: 85
    • View Profile
TIL ALLRA MOPAR FORD OG GM EIGENDA !!!!!!!!
« Reply #19 on: July 28, 2004, 00:16:15 »
er þetta bara fyrir gamla bíla  :?:
Einar H Þorsteinsson