Stjórn KK hefur fjallað um þessa hugmynd og gefið grænt ljós á framkvæmdina og einnig falið mér forræði hennar. Dagsetningin hefur verið ákveðin þ.e. laugardagurinn 14. ágúst n.k. Það sem nú þarf að gera er að smala saman öllum þessum bílum sem til eru í þessari flóru og fá menn til að mæta með bílana sína. Það vantar einhvern GM mann sem þekkir til sem flestra meðal GM eigenda til að starfa með okkur í þessu. Markmiðið er að fá 40-50 bíla þennan dag. Ef ekki fæst góð þáttaka verður þetta blásið af.
Hugmyndin er sú að þetta sé eingöngu fyrir eigendur bílanna sem verða á staðnum og svo fyrir alla meðlimi KK. Ef vel tekst til þá kemur til greina að endurtaka þetta að ári og þá jafnvel að hleypa almenningi að gegn vægu gjaldi eins og tíðkast annars staðar í heiminum. Markmiðið með því að halda svona mót er að efla liðsandan innan KK og reyna að víkka út starfssemi klúbbsins sem hefur of lengi einskorðast við kvartmílu og páskasýningar.
Dagskrá mótsins er í smíðum og verður hún birt síðar. Svo að ekki sé verið að eyða tíma í undirbúning og skipulagningu þessa móts að óþörfu verða menn að skrá sig til þáttöku hér á netinu sem fyrst með því að pósta inn fullt nafn tegund og gerð bílsins ásamt símanúmeri á sérstökum link sem verður birtur hér á spjallinu innan skamms. Einnig geta menn hringt í mig í síma 663-2966 og staðfest þáttöku sína.
Stöndum nú saman strákar og hættum að pukrast hver í sínu horni, gerum þetta að veruleika og allir hafa gaman af.
Tóti