Kvartmílan > Almennt Spjall

Akureyri 2004

<< < (2/4) > >>

1966 Charger:
Blessaður Stígur

Það er örugglega rétt hjá þér að bæjarstjóranum í Hafnarfirði þótti vænt um að þið skylduð sýna og örugglega vill hann fá ykkur aftur. Bæjaryfirvöld eru nefnilega loksins farin að átta sig á að það koma aurar í bæjarfélagið þeirra þegar fólk sem kemur á bílasýningar og keppnir kaupir þjónustu þar. En þessar forsendur mega ekki verða til þess að menn verði prinsipplausir í tilraunum sínum til að fá goodwill hjá bæjaryfirvöldum.
   Það kemur fram í bréfi Björgvins hér að ofan að bæjaryfirvöld á Akureyri hafi margoft beðið BA um að setja upp bílasýningu um páska og að BA hafi neitað því til að VIRÐA HEFÐ KK um páskasýningarhald.
   Þú heldur þeim möguleika opnum að KK endurtaki sjóvið að ári. Verði svo, þá er alveg ljóst að KK er að sýna BA virðingarleysi.  
   Til að kæta bæjaryfirvöldin ykkar ættuð þið bara að halda páskasýningu KK í Hafnarfirði framvegis.  Ef þið gerið það þá munu þau ekki einu sinni fara fram á þjóðdansaatriði frá KK á sautjándanum.  

Ragnar

1966 Charger:
Blessaður og sæll Ari
Þú mátt ekki fara á límingunum þótt ég gagnrýni KK málefnalega.  Þú kannt það ráð eitt að reyna að gera lítið úr mér og reyna að gera mér upp þá fáránlegu skoðun að allt við KK og allir sem þar starfa séu glataðir, í stað þess að koma með hugmyndir að farsælli lausn á þessu sýningarmáli.  Þú lítur jafnframt framhjá þeim skiptum sem ég hef hrósað KK á þessari síðu fyrir hluti sem þar hafa og eru vel gerðir, enda hentar það þér ekki.  Þessi augliti til auglitis High Noon stemming, once and for all, you against me and my buddies……hugmynd þín er dálítið gamaldags auk þess sem ég þekki enga vonlausa KK meðlimi, bara baráttujaxla sem fara stundum fram úr sjálfum sér í ákafanum alveg eins og ég og………………….þú ;)

1966 Charger:
Auðvitað mæti ég Ari!
Og meira en það........ef stórvinir mínir í stjórn KK samþykkja það þá bæti ég hér með 10 þúsund kalli við verðlaunaféð ykkar.
Kemurðu kannski með grillið?
Pylsur eða hamborgarar?
Það er ómögulegt að standa í þrætum á fastandi maga, sérstaklega ef maður er einn á móti fimm.

Ragnar

1966 Charger:
Blessaður Guðmundur

Þú ert með þessi tengsl alveg á hreinu.
1979.  Ég var í stjórn BA um þetta leyti og við höfðum nokkru áður samþykkt að lána KK aura fyrir malbiki í brautina.  Guli hraðsuðuketilinn og 428 Willysinn hans Benna komu á sýningu BA og Shelby Cobran tróndi upp á flutningavagni sem festur var við gamlan Dodge Weapon 4x4.  Þá áður hafði Shelby-inn verið sýndur með sama móti á páskasýningu KK í Laugardalshöll.  Eftir sautjándann tóku við götuspyrnur í úti við Dvergastein hvar 350 Nova (nú eign Einsa B), 390 Mustang 4-ra gíra og 290 Javelin öttu kappi við ketilinn í kvöldsólinni, þar til sjóða fór á þeim síðastnefnda og Jói fékk flensu (sem hann hafði örugglega smitast af fyrir sunnan).  Nokkrum árum síðar gerðist það að Javelineigandinn varð að éta hattinn sinn, eins og hann hafði lofað ef að AMC inn (sem þá var orðinn 401) mundi tapa fyrir Indíánatjaldinu (340 Duster) í spyrnu út með hlíð.  Það var svo upp úr því að Valur Vífilsson og Co. fóru að venja komur sínar í bæinn, öllum til ánægju nema lögreglu staðarins.  EVA Racing voru flottir á því; allir með matching rauðar spanjólur á hausnum.  Þvílíkt hafði aldrei sést í höfuðstað Norðurlands.  Valur var með ýmsar kúnstir í þessum götuspyrnum.  Eitt sinn kældi hann vatnskassann á milli spyrna með því að hella yfir hann vatni  (það eru þessir hitar sem stundum ætla allt að drepa þarna fyrir norðan).  Skömmu eftir yfirhellinginn renndi að bílnum hans frægur gamall kall á Valashrauðum  Land Rover pick up (Gísli í Árnesi sem var pioneer í að flytja risastóra olíutanka hérlendis) leit á pollinn undir bílnum og spurði Valsarann í aumkvunarverðum tón hvort hann vantaði ekki annan vatnskassa.  Ég tel víst að Valur hafi verið með tveggja platínu kveikju á þessum árum, enda mígvann Valiantinn ;)

Ragnar

stigurh:
10000 kall er bætt við verðlaunaféð snemmhendis. Aukaverðlaunin frá ÁGmótorsport sem eru mega flottar pedalahlífar verða veitt fyrir besta viðbragðið. Bónvörur frá Mothers verða veittar fyrir besta 60 feta tíman. Ég fór strax í það að redda grilli til að brenna kjötið. Pylsur og hamborgarar verða væntanlega grillaðir í gegn. Svo vona ég að norðlendingar fjölmenni. Það má bóka minn stuðning við BA og brautargerð fyrir norðan. Ég væri meir en til í að leggja land undir fót til að keppa á annari braut. Norður jafnvel!
stigurh

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version