Kvartmílan > Almennt Spjall

Akureyri 2004

<< < (3/4) > >>

1966 Charger:
Ekki málið Stígur.
Þú ert maður að mínu skapi.
Vertu líka alltaf velkominn norður á 17. júní ;)

Ragnar

Kiddi:
já hvað er að frétta af kvartmílubrautinni fyrir norðan sem litli fuglinn á gluggasillunni minni er alltaf að tala um :shock:

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: "Kiddi" ---já hvað er að frétta af kvartmílubrautinni fyrir norðan sem litli fuglinn á gluggasillunni minni er alltaf að tala um :shock:
--- End quote ---


Já, hvað er að frétta af Kvartmílubrautinni fyrir norðan 8)

Þetta er spurning sem ég hef nú þurft að svara nokkuð oft síðastliðin ár og skal því ekki vera feiminn við að svara einu sinni enn, það er nú einu sinni þannig í þessu jaðarsporti sem við stundum að þar er það þolinmæðin sem má ekki klikka!!

Akureyrarbær er búinn að festa kaup á framtíðarlandsvæði fyrir Bílaklúbbinn og er það staðsett fyrir ofan bæinn, nánar tiltekið í landi Glerár. Þeir sem hafa slysast á torfærukeppnir hjá okkur hafa einmitt við það tækifæri þrammað um land "Glerár".

Íþrótta- og tómstundaráð bæjarins samþykkti nú einnig í vor fyrir sitt leyti að þarna yrði sett upp framtíðarsvæði fyrir allar akstursíþróttir sem og æfinga- og ökukennslu. Málið er því í dag komið í deiliskipulag og búið er að teikna enn á ný frumdrög af svæðinu eins og við viljum sjá það líta út - með höfuðáherslu á full-size kvartmílubraut sem atriði nr. 1., 2. og 3.

Á 30 ára afmælisdegi félagsins fengum við svo bæjarstjórann okkar til að koma og kvitta upp á þessar framkvæmdir að félagsmönnum, fjölmiðlum og öðrum velunnurum viðstöddum. (hér er mynd af þeim nöfnum Kristjáni bæjarstjóra og Kristjáni formanni við gjörninginn; http://www3.akureyri.is/frettir/2004/05/28/nr/5048 )

Við erum því að verða fjallkátir með þetta, en vonum að sjálfsögðu að deiliskipulagi fari að ljúka svo hægt sé að drífa alla okkar menn í gúmmístígvél og hrinda af stað fyrstu framkvæmdum á svæðinu!

Við munum að sjálfsögðu pósta inn upplýsingum hér um leið og við höfum næstu góðu fréttir, til að skemma ekki liðsandann :wink:

Bestu kveðjur og góða skemmtun í kvöld, lýst gríðarlega vel á þennan viðburð hjá ykkur!!

Björgvin

1965 Chevy II:
Ég þarf sem sagt að græja mér bílakerru fyrir næsta sumar ef þetta gengur upp hjá ykkur fyrir næsta síson 8)
P.S hvern á að hafa samband við til að ganga í BA og hvað kostar teinið?

Vettlingur:
Sæll Guðmundur
Af því að þú fórst að rifja upp þessa góðu tíma frá liðinni öld datt mér í hug ein góð saga úr Kúagerðinu.
Það var um miðja nótt að vorlagi minnir mig í blíðskaparveðri að nokkrir bílar ætluðu að keppa í spyrnu, eins og svo oft fylgdi með hverjum bíl nokkrir ungir menn og jafnvel kvenfólk. Þetta var á þeim árum þegar Kryppan var sem sprækust og bílar úr öðrum sveitarfélögum á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu komu og fengu að reyna sig við hana.  Þegar menn voru klárir var byrjað að spyrna og nokkur reis farin, en svo tökum við eftir manni sem kemur labbandi neðan frá sumarbústöðunum og sjónum. Maðurinn kemur nær veginum og sjáum við að hann er með haglabyssu í hönd, og varð okkur öllum hverft við.
Maðurinn kemur svo að veginum og sest í kantinn svona 150 til 200 metra frá okkur og er all vígalegur svona í rökkrinu. Og vorum við viss um að þarna væri bandóður maður sem við hefðum vakið af værum blundi.
Það færa sig nú allir bakvið bílana og rætt er hvað skuli gera, enginn þorir jú að fara að tala við kallinn og leiðin heim liggur fram hjá honum.
Við ákveðum svo að fara bara öll og ræða málin og vita hvað hann vilji og biðjast afsökunar á framferði okkar.
Svo gengur hersingin af stað í áttina til kallsins, og þegar við komum að honum segir hann "hvað kemst þetta ekkert áfram hjá ykkur ".
Þetta var þá bara forvitin minnkabani sem hafði legið á minnk niður í fjörunni og kom til að horfa á bílana reisa.
Þetta var mikill léttir og var mikið hlegið að þessu.
Þetta voru ógleymanlegir tímar.
Þakka áheyrnina
Kveðja
Maggi :roll:

Þessi mynd er tekin eina nótt fyrr á öld

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version