Kvartmílan > Almennt Spjall
Akureyri 2004
C-code:
Akureyri 2004: Það var fín ferðin okkar til Akureyrar, eins og undanfarin ár, en veðrið hefði mátt vera betra. Bjart var á 17. júní og sýningin hjá BA var ein sú besta sem ég hef séð þar. Bæði var fjöldi sýningartækja meiri en ég hef áður séð og breiddin líka. Fjöldi mótorhjóla var mikill og sum þeirra sjaldgæf, sérstaklega eitt: 4 cyl Ariel, sennilega það eina sinnar tegundar, m. tveimur sveifarásum. Eigandinn setti það í gang og var það alveg sérstaklega eftirminnilegt. Sigurvegarar sýingarinnar, Svavar, Steini og eigandi MG bílsins eru vel að sínu komnir. Eftiminnilegastur var ímínum huga rauður 1960 Impala 348CID, einn sá flottasti sem völ er á. Við höfum gert að venju að skoða okkur um í þessum ferðum. Að þessu sinni fórum við til Húsavíkur og heimsóttum Sverri á Ystafelli og skoðuðum hluta af samgöngusafninu. Það var reyndar hápunktur ferðarinnar vegna þess að það er svo margt til hjá honum sem ekki er til neins staðar annarsstaðar. Má þar nefna nýja, ónotaða Buick dynaflash 8 strokka línu og Chrysler Hemi Firedome trukkavél, sennilega þá einu sem til er á landinu. Fullt er einnig af hlutum þar sem voru fluttir inn af Kristjáni bílakóngi á Akureyri á sinni tíð, en þá var rekið þar eitt öflugasta Ford umboð á landinu. Hann var augljóslega ráðandi afl á svæðinu, því Fordson traktorar voru á hverjum bæ og önnur tæki einnig. Hugvit þeirra sem þurftu að bjarga sér við erfiðar aðstæður á norðlenskum heiðum voru engin takmörk sett og sést sumt af því á myndum og í reynd á safninu. Margt af þessu er geymt á Ystafelli og er best geymt þar m.a. vegna veðráttunnar. Mörg þessara tækja og bíla eru í heilu lagi vegna þess að veðráttan gengur ekki af því eins og gerist víða sunnar og vestar á landinu. Sverri eru hér með þakkaðar góðar móttökur. Allir sem leið eiga norður ættu að gera sér ferð til hans. Það er vel þess virði. GKJ
firebird400:
Ég var meira en viku á Akureyri og það var meira en nóg að gera allann tímann. Þeir hjá BA eiga heiður skilið með gott prógram ( þó að live2cruize fólk sé spælt út í þá)
Finnast ekki fleirum en mér það skrítið að það skuli vera haldnar tvær bílasýningar á sama deginum ( 17 júni þ.a.s.)
Vissulega komust ekki allir norður en ef til vill höfðu menn sem eiga sýningarhæf tæki hug á að sýna sitt á báðum
Auk þess getur aðsókn varla verið eins góð þegar að mörg þúsund bíla áhuga menn og konum eru á Akureyri á sama degi
Ég held að stjórn KK ætti að íhuga annann dag fyrir sýninguna að ári,
það meikar sens bissnis lega séð (vá minn að brillera í íslenskunni) :D
Björgvin Ólafsson:
--- Quote from: "firebird400" ---Ég var meira en viku á Akureyri og það var meira en nóg að gera allann tímann. Þeir hjá BA eiga heiður skilið með gott prógram ( þó að live2cruize fólk sé spælt út í þá)
Finnast ekki fleirum en mér það skrítið að það skuli vera haldnar tvær bílasýningar á sama deginum ( 17 júni þ.a.s.)
Vissulega komust ekki allir norður en ef til vill höfðu menn sem eiga sýningarhæf tæki hug á að sýna sitt á báðum
Auk þess getur aðsókn varla verið eins góð þegar að mörg þúsund bíla áhuga menn og konum eru á Akureyri á sama degi
Ég held að stjórn KK ætti að íhuga annann dag fyrir sýninguna að ári,
það meikar sens bissnis lega séð (vá minn að brillera í íslenskunni) :D
--- End quote ---
Þetta er alveg hárrétt hjá þér með sýningu KK & BA. Enda urðum við ekkert parhrifnir af því er KK tók þetta upp í fyrra. Þetta er jafn fáranlegt og ef við héldum keppnir sama dag :evil:
BA hefur haldið sýna sýningu á 17. júní alla tíð og þumalputta reglan hefur verið sú að KK sé með páskahelgin, þrátt fyrir að það hafi nú dottið út öðru hverju.
Bærinn hefur margoft leitað til okkar ásamt öðrum hagsmunaaðilum hér og beðið okkur um að vera með í páskaprógramminu og okkur hefur verið boðið að vera með stóra innisýningu á þessum viðburðum í gegnum árin. Svar okkar er ávallt mjög einfalt - NEI. Við setjum ekki upp sýningu til höfuðs KK.
Vona að menn geri sér grein fyrir þessu fyrir næsta ár, þessi sýning í ár var allavega ekki 30 ára afmælisgjöfin sem við áttum von á frá KK!
Bestu kveðjur!
Björgvin Ólafsson
Stjórnarmaður - BA
p.s vona samt að allir hafi skemmt sér vel hjá okkur :D
1966 Charger:
Undirritaður vill líka lýsa sérstakri ánægju með Bíladaga B.A. Meðlimir B.A. lögðu margir á sig geysilega vinnu til að gera þessa helgi að velheppnaðri og glæsilegri bílahátíð sem hefur vaxið árlega frá 1974. Eitt höfuðmarkmið svona hátíðar er að safna aur í kassann til þess að koma upp KVARTMÍLUBRAUT Á AKUREYRI. Í ljósi þess verður að líta á það sem mistök af stjórn KK að efna til bílasýningar á sama tíma vegna þess að skemmir fyrir framgangi kvartmíluíþróttarinnar. Ég er viss um að þorri félagsmanna B.A. og KK hefur engan áhuga á að standa í stríði út af keppnis- og sýningardögum í framtíðinni og ég óska þess að næsta stjórn KK efni ekki til bílasýningar á 17. júní 2005, í óþökk B.A. Samstarf þessara klúbba á sér langa og jákvæða forsögu sem má ekki eyðileggja með vanhugsuðum skyndiákvörðunum.
Ragnar
Vefstjóri KK:
Bílasýning KK á 17 júní er ekki stundarákvörðun stjórnar KK. KK er í ÍBH og ÍBH fer þess á leit við öll íþróttafélögin að þau komi að hátíðahaldinu. Þar sem sýning er eina sem KK getur gert til að auka flóruna við hátíðahaldið var það gert. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar kom að máli við okkur og lýsti ánægju sinni með veru klúbbsins meðal allra hinna íþróttafélaganna og sagði veru okkar á svæðinu nauðsynlega í framtíðinni. Með fullri virðingu fyrir BA.
Stígur Andri Herlufsen
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version