Ég verð að vera sammála því að það er ekki magn þráða sem skiptir máli.
Spjallið hér mætti vera líflegra, en ég er ekki viss um að spjall um daginn og veginn (eins og sumstaðar er) sé það sem við séum að sækjast eftir.
Með því er ég samt ekki að gagnrýna önnur spjöll, menn fara misjafnar leiðir og það sem hentar ákveðnum hóp þarf ekki að henta öllum.
En í sambandi við breytingarnar þá var ástandið ekki gott fyrir breytingu. Þá fóru flestir söluþræðir útí vitleysu.
Sömu aðilarnir komu alltaf með sömu spurningarnar og þóttust ætla að kaupa allt (en keyptu samt aldrei neitt).
Síðan komu komment á hlutina sem oftar en ekki voru óttaleg þvæla.
Það sem ég sakna mest er að gömlu jaxlarnir láti oftar sjá sig hérna. Þar á meðal er snilldarpennar sem hafa lag á því að gera allt vitlaust
Einnig mættu stjórnarmenn KK láta meira í sér heyra, en vefstjóri hefur að hluta bjargað þeim með að koma skilaboðum áleiðis.
Að endingu vil ég þakka vefstjóra fyrir gott starf, þó að það sé kannski ekki mikið skrifað hér þá er þetta góður vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á sportinu.
Kv. Jón H.
P.s. væri gaman að vita hve traffíkin er mikil, ég er viss um að heimsóknir eru margar þó ekki sé mikið blaðrar hér.