Author Topic: AKÍS - reglur fyrir tímaat og kappakstur  (Read 4228 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
AKÍS - reglur fyrir tímaat og kappakstur
« on: November 10, 2017, 12:10:57 »
Reglur fyrir tímaat og kappakstur

1. Almennt
1.1. Reglur þessar gilda fyrir tímaatskeppnir og kappaksturskeppnir.
1.2. Stjórnandi er keppnistjórn sem skipuð hefur verið af fullgildu aðildarfélagi
Akstursíþróttasambands Íslands.
1.3. Reglur þessar gilda frá því tilkynnt dagskrá hefst þar til kærufrestur er útrunninn.
1.4. Keppnisráð hringaksturs sem og stjórn AKÍS skal hafa frjálsan aðgang að
öllum íþróttamótum sem fara fram í tímaati og kappakstri innan vébanda
sambandsins.

2. Skráning
2.1. Skráningu skal vera lokið í það minnsta 3 dögum fyrir keppni og skal birta lista yfir
skráða keppendur á vefsíðu keppnishaldara minnst 2 dögum fyrir keppni.
2.2. Keppandi telst ekki skráður til keppni nema hafa skráð sig og greitt keppnisgjald.
2.3. Reglur um skráningu fyrir keppendur:
2.3.1. Keppendum er leyfilegt að skrá að hámarki tvö ökutæki, þ.e.a.s. eitt til vara.
2.3.2. Ökutækin verða að uppfylla allar kröfur þess flokks sem keppandi hyggst
keppa í.
2.3.3. Ekki er heimilt að tveir eða fleiri ökumenn keppa á sama ökutæki í hverri
keppni.
2.3.4. Ekki er heimilt að skipta um ökutæki eftir að fyrri ferð í tímatökum er ekin.
2.3.5. Aðeins er hægt að skrá sig til keppni í einum flokk í hverri umferð
Íslandsmeistaramóts.

3. Skipulag / dagskrá
Pittur opnar og skoðun hefst.
Pittur lokar
Keppendafundur
Keppnisstjóri kynnir helstu starfsmenn og fer yfir dagskrá dagsins.
Æfingar hefjast hjá þeim sem hafa lokið keppnisskoðun.
Hlé til að yfirfara brautina fyrir tímatökuna.
Tímataka keyrð.
Hlé vegna uppröðunar.
Keppnin keyrð.
Verðlaunaafhending og 30 mínútna kæ-rufrestur hefst.

4. Brautin
4.1. Samkvæmt úttekt frá AKÍS
4.2. Brautarform
4.2.1. Brautin má vera með hægri og vinstri beygjum, flatlendi og með
hæðum.
4.2.2. Brautarlengd er milli 1 km og 10 km. Lágmarks breidd er 9 metrar.
4.2.3. Kanta/staura/vegrið skal þekja með höggdeyfandi efnum ss.
heyböggum, svömpum eða dekkjum, þar sem talið er
nauðsynlegt.
4.3. Flaggara-stöðvum er hægt að skipta út fyrir rafmagnstæki.
4.4. Allar mannaðar flaggara-stöðvar skulu hafa eftirfarandi:
4.4.1. Talstöð, síma eða annað rafrænt samskiptatæki
4.4.2. Flögg
4.4.3. Slökkvitæki
4.4.4. Kústa
4.5. Pittur fyrir keppendur:
4.5.1. Ef það er pittur skal hann vel merktur og staðsettur á þægilegum
stað við brautina.
4.5.2. Mælt er með að pittboxin séu afmörkuð.
4.5.3. Pittur skal vera það stór að þar sé pláss fyrir alla þátttakendur og
þjónustuliða, brautarstarfsmenn, gesti o.s.frv.
4.6. Eftirfarandi er mælt með að sé til staðar á svæðinu
4.6.1. Klósett
4.6.2. Neyðarsturta
4.6.3. Vatnskranar
4.6.4. Rafmagn
4.6.5. Fjarskiptabúnaður (símar, talstöðvar osfrv.)
4.6.6. Stjórnstöð
4.6.7. Sjoppa / veitingar
4.6.8. Stjórnstöð á brautinni
4.6.9. Verðlaunapallur
4.6.10. Hátalarakerfi
4.6.11. Aðstaða fyrir áhorfendur

5. Skoðun
5.1. Keppnistæki þarf að standast skoðun skoðunarmanna á staðnum.
5.2. Ekkert keppnistæki má fara á brautina óskoðað.
5.3. Óskráð ökutæki skal hafa skráningarnúmer úthlutað af AKÍS varanlega skráð á
veltibúr ökutækis, vel sýnilegt í ökumannshurð eða -opi. Varanlegt þýðir höggvið eða
soðið.
5.4. Skoðunarmaður skal skoða ökutæki með hliðsjón af flokkaskráningu og færa
viðkomandi ökutæki um flokk eða vísa frá keppni uppfylli ökutæki ekki flokka- og
öryggisreglur.

6. Persónulegur útbúnaður keppenda
6.1. Ökumenn skulu vera í heilgalla úr ull eða bómull. Mælt er með tveggja laga eldheldum
galla. Í kappakstri skal gallinn vera með viðurkenningu frá FIA (FIA 8856-2000) , SFI
(SFI 3.2A/5 eða hærra) eða vera merktur EN 533 index 3.
6.2. Fyrir öll hlífðarföt gildir að þau skulu formuð og sniðin þannig að þau skýli vel öllum
líkamanum þar á meðal hnakka, ristum og úlnliðum. Föt úr næloni og öðrum
plastefnum eru bönnuð. Ekki má prenta auglýsingar beint á samfestinginn. Undirföt
skulu vera úr bómull eða ull.
6.3. Ì kappakstri er skylda er að vera í skóm, hönskum og með hettu úr eldheldu efni sem
bera viðurkenningu frá FIA (FIA 8856-2000) eða SFI (SFI 3.3/ 5 eða hærra).
6.4. Háskragi eða hansbúnaður er skylda í kappakstri og skal vera með viðurkenningu frá
FIA (FIA 8858) eða SFI (SFI 3.3)
6.5. Hjálmar samkvæmt reglum AKÍS/FIA.

7. Flokkar
7.1. Flokkar 7.4-7.7 miðast við "boddíbíla" sem hafa verið fjöldaframleiddir götubílar á
almennum markaði. Flokkar 7.4-7.7 eru að jafnaði fyrir skoðaða bíla með
tryggingaskírteini en hægt að fá leyfi keppnishaldara til að keppa á óskráðum bíl.
Opnir bílar skulu hafa veltivörn og aka með lokaða blæju þar sem það á við. Gluggar
skulu vera lokaðir í akstri þar sem það á við. Ökutæki skulu vera með
tryggingarviðauka eða sérstakar keppnistryggingar eftir því sem við á. Bílar skulu
búnir dráttarkrókum/lykkjum að framan og aftan. Í keppni í kappakstri mega þær ekki
ná út fyrir fremsta eða aftasta hluta yfirbyggingar. Tryggilega fest slökkvitæki skal vera
í bílum bæði í kappakstri og tímaati.
7.2. Leyfðar breytingar í öllum flokkum: Bremsur, fjöðrunarkerfi, loftinntak og púst.
7.3. Nítró er ekki leyfilegt.
7.4. Hot wheels flokkur. Allir fjöldaframleiddir "boddybílar", óblásnir allt að 1400 cm3 sem
hafa verið á almennum markaði eru gjaldgengir. Dekk skulu hafa treadwear 180 eða
meira. Allar breytingar á yfirbyggingu eru bannaðar, innréttingu má fjarlægja. Þessi
flokkur er einnig í boði í kappaksturskeppnum en þá skulu bílar vera með veltibúri,
öryggisbeltum og körfustól í samræmi við reglur AKÍS/FIA. Bílar skulu ekki vera með
blæju. Einungis er leyfilegt að nota eldsneyti sem fæst á dælu í almennri sölu á
Íslandi.
7.5. Götubílar. Flokkur fyrir fjöldaframleidda bíla búnum hjólbörðum með treadwear 180
eða meira og að hámarki 265mm á breidd. Allar breytingar á yfirbyggingu eru
bannaðar. Vél skal vera af upprunalegri gerð en þó má skipta út vél frá sama
framleiðanda ef vélin hefur verið í boði í einhverri útgáfu af bílnum. Innrétting skal öll
vera í bílnum, þó má skipta út framstólum, beltum og stýri en ekki létta bílinn að öðru
leyti. Einungis er leyfilegt að nota eldsneyti sem fæst á dælu í almennri sölu á Íslandi
7.6. Breyttir götubílar. Flokkur fyrir fjöldaframleidda bíla búnum hjólbörðum með treadwear
80 eða meira. Engin takmörkun á breidd dekkja en alveg slétt dekk eða „slikkar“ eru
ekki leyfðir. Loftflæðibreytingar eru leyfðar svo fremi sem þær eru samfelldar
yfirbyggingunni. Wide boddy og brettabreikkanir eru bannaðar nema bíllinn komi
upprunalega með þeim en þó má skipta út brettum/brettaköntum með þess konar
búnaði sem hefur verið í boði í einhverri útgáfu af bílnum. Allar breytingar á vél og
drifbúnaði eru leyfðar. Innrétting skal öll vera í bílnum, þó má skipta út framstólum,
beltum og stýri en ekki létta bílinn að öðru leyti. Einungis er leyfilegt að nota eldsneyti
sem fæst á dælu í almennri sölu á Íslandi
7.7. Opinn götubílaflokkur. Flokkur fyrir fjöldaframleiddra bíla. Engin takmörkun á
dekkjum. Engar takmarkanir á mótor, drifbúnaði og yfirbyggingu. Burðarvirki á milli
demparaturna skal vera óbreytt, en má þó styrkja að vild. Bílar í þessum flokki þurfa
ekki að vera skráðir eða skoðaðir. Ökutæki sem eru ekki á númerum skulu vera með
keppnistryggingar og framvísa þarf vottorði frá skoðunarstöð fyrir hemla- og
stýrisbúnað.
Árið 2017 verður undanþága í tímaati frá veltibúri og einungis farið fram á veltiboga.
7.8. Opinn flokkur kappakstursbíla. Þessi flokkur er hugsaður fyrir bíla sem ekki falla inn í
flokka 7.4-7.7. Má þar nefna sérsmíða bíla, og kappakstursbíla. Í þennan flokk falla t.d
Radical, Ultima, Ariel og KTM. Þessi flokkur er ekki með neinum takmörkunum.
Ökutæki sem eru ekki á númerum skulu vera með keppnistryggingar og framvísa
vottorði frá skoðunarstöð fyrir hemla- og stýrisbúnað.

8. Öryggisatriði
8.1. Bílar sem keppa í kappakstri skulu uppfylla eftirfarandi atriði eftir því sem við á.
Æskilegt er að bílar sem keppa í tímaati geri það einnig:
8.1.1. Öryggisbúr samkvæmt reglum AKÍS/FIA.
8.1.2. Upprunaleg húddlæsing skal fjarlægð og húddi lokað með að lágmarki
tveimur þar til gerðum húddlæsingum.
8.1.3. Stóla- og öryggisbeltafestingar skulu vera samkvæmt reglum FIA. Öryggisbelti
skal vera amk. 5 punkta.
8.1.4. Framrúða skal vera úr lamineruðu öryggisgleri eða óbrjótanlegu plasti og þá
að lágmarki 5mm. Skylda er að hafa aðrar rúður í bifreiðinni eða óbrjótanlegt
plast (Makron/Lexan) í þeirra stað (lágmark 2mm).
8.1.5. Skylda er að hafa rúðuþurrkur og rúðupiss á bílnum.
8.1.6. Allir bílar skulu hafa baksýnisspegil eða hliðarspegla.
8.1.7. Vatnsrör að kælikerfi sem liggja í gegnum farþegarými skulu vera ósamsett.
Olíuleiðslur skulu vera viðurkenndar háþrýstislöngur.
8.1.8. Útfærsla hjólabúnaðar, svo sem demparar, gormar, fjaðrir og klafar er frjáls,
svo framarlega sem hann stenst öryggiskröfur sem almennt eru gerðar til
ökutækja.
8.1.9. Gerð hemla er frjáls en handhemill æskilegur. Ef tækið er óskráð skal
hemlabúnaður vera tekinn út af skoðunarstöð og vottorði þar að lútandi
framvísað.
8.1.10. Sé notaður eldsneytisgeymir annar en sá upprunalegi skal hann vera
tryggilega festur, minnst 30 cm frá úthlið bílsins. Útöndun skal ná út fyrir
bifreiðina og niður fyrir tank og hafa einstreymisloka. Þannig skal gengið frá
honum að bensín leki ekki út. Bannað að staðsetja eldsneytisgeymi í
ökumannsrými.
8.1.11. Eldsneytisinngjöf skal útbúin með þeim hætti að ef hún aftengist færist gangur
vélar sjálfkrafa í hægagang.
8.1.12. Eldsneytislagnir inni í bíl skulu vera úr eir, stáli eða vírofnum slöngum. Öll
samskeyti á eldsneytislögnum eru stranglega bönnuð í ökumannsrými.
8.1.13. Ekki er heimilt að loftinntak vélar sé inni í ökumannsrými.
8.1.14. Rafgeymir skal tryggilega festur. Sé rafgeymir í farþegarými skal hann vera
þurrgeymir.
8.1.15. Straumrofi er skylda á hverri bifreið. Hann skal vera með snerli eða handfangi
og greinilega merktur á/af (on/off). Hann skal staðsetja fyrir framan framrúðu
eða á aftasta hluta bifreiðar. Straumrofi á að rjúfa allan straum og drepa á
bifreiðinni. Straumrofinn skal merktur með rauðri eldingu inn í bláum
þríhyrning með hvítri brún. Merkið skal vera með að minnsta kosti 12 cm
löngum hliðum.
8.1.16. Amk. tvö bremsuljós skulu vera staðsett að afturhluta bifreiðar og vel sýnileg.
Styrkur ljóssins skal nema 15-30 watta glóperu eða 6-10 watta LED ljósi.
8.1.17. Gírkassi og drif er frjálst.

9. Keppnishald í tímaati
9.1. Ræsir skal ræsa keppendur út úr pitti með meira en 10 sekúndna millibili. Lengd
brautar ræður hve margir bílar eru á brautinni samtímis. Ef fleiri keppendur eru í flokki
en þeir sem komast á brautina samtímis skal skipt í eins marga riðla og þörf er á.
9.2. Keppnin skiptist í æfingu og þrjár lotur í hverjum flokki. Æfing (15 mínútur), undanrásir
(15 mínútur), niðurskurður (10 mínútur) og úrslit (8 mínútur). Lágmarks kælitími á milli
lotna skal vera 15 mínútur.
Allir keppendur keppa í undanrásum, sá helmingur (námunda skal upp í næstu sléttu
tölu) keppenda sem nær bestum tíma keppir í niðurskurði og þrír hröðustu keppendur
í úrslitum. Ef keppendur eru færri en 8 í flokki skal sleppa niðurskurði í undanrásum.
Í undanrásum ræður keppnisstjóri rásröð. Í niðurskurði og úrslitum er sá keppandi
sem er með besta tímann í lotunni á undan ræstur fyrst, svo sá sem er með næst
besta og svo framvegis.
9.3. Merkja má svæði á brautinni þar sem framúrakstur er ekki leyfður ef aðstæður krefjast
þess að mati keppnisstjóra og öryggisfulltrúa.
9.4. Sú regla skal gilda að ökumenn hægari bíla skulu leitast við að hleypa hraðari bílum
framúr á öruggan hátt. Keppnishaldari notar blá flögg til að minna hægari bíla á að
víkja til hliðar við fyrsta tækifæri þar sem framúrakstur er öruggur. Keppnisstjóri getur
beitt refsingu séu reglur um framúrakstur ekki virtar. Refsing er 10 sekúndna viðbót
við besta brautartíma keppendans í viðkomandi lotu.
9.5. Ákveði keppnisstjóri að brautin sé það blaut að hætta geti hlotist af notkun semislikka
eða slikka getur hann krafist þess að öll ökutæki noti regndekk. Regndekk eru dekk
með amk. 3 mm djúpum raufum sem veita vatni að ytri brúnum dekksins, líkt og
venjuleg götudekk gera.
9.6. Stig til Íslandsmóts eru gefin skv eftirfarandi töflu:
1. sæti 25 stig
2. sæti 18 stig
3. sæti 15 stig
4. sæti 10 stig
5. sæti 8 stig
6. sæti 6 stig
7. sæti 4 stig
8. sæti 2 stig
9. sæti og neðar 1 stig
9.7. Ef tveir eða fleiri eru með jafnmörg stig í efsta sæti í lok keppnistímabilsins skal sá
teljast íslandsmeistari sem var ofar í þeirra síðustu innbyrðis keppni.

10. Keppnishald í kappakstri
10.1. Keppnin skiptist í 20 mínútna æfingu, 20 mínútna tímatöku og þrjár 10 mínútna
kappaksturslotur. Að minsta kosti 15 mínútna bið skal vera milli lota.
10.2. Merkja má svæði á brautinni þar sem framúrakstur er ekki leyfður ef aðstæður krefjast
þess að mati keppnisstjóra.
10.3. Sú regla skal gilda að ökumenn bíla sem hafa verið hringaðir skulu leitast við að
hleypa hraðari bílum framúr á öruggan hátt. Keppnishaldari notar blá flögg til að minna
hringaða bíla á að víkja til hliðar við fyrsta tækifæri þar sem framúrakstur er öruggur.
Keppnisstjóri getur beitt refsingu séu reglur um framúrakstur ekki virtar. Refsing er 10
sekúndna viðbót við tíma keppandans í viðkomandi lotu.
10.4. Ákveði keppnisstjóri að brautin sé það blaut að hætta geti hlotist af notkun semislikka
eða slikka getur hann krafist þess að öll ökutæki noti regndekk. Regndekk eru dekk
með amk. 3 mm djúpum raufum sem veita vatni að ytri brúnum dekksins, líkt og
venjuleg götudekk gera.
10.5. Keppendur fá stig skv eftirfarandi töflu:
1. sæti 25 stig
2. sæti 18 stig
3. sæti 15 stig
4. sæti 10 stig
5. sæti 8 stig
6. sæti 6 stig
7. sæti 4 stig
8. sæti 2 stig
9. sæti og neðar 1 stig
10.6. Til úrslita gilda samanlögð stig úr öllum 3 lotum.
10.7. Ef tveir keppendur eru með jafnmörg stig er sá sigurvegari sem kom á undan í mark í
síðustu innbyrðis viðureign þeirra.

11. Annað
11.1. Á viðgerðarsvæði er 15 km/klst hámarkshraði og keppandi skal aka þar með fyllstu
gát. Dekkjahitun með spóli er stranglega bönnuð á viðgerðarsvæði.
11.2. Flögg
11.2.1. Grænt flagg: Brautin er auð og tilbúin fyrir akstur.
11.2.2. Gult Flagg: Hætta í braut, akið varlega og framúrakstur bannaður.
11.2.3. Rautt flagg: Keppni stöðvuð, keppandi skal stöðva bílinn undir eins og bíða
frekari fyrirmæla.
11.2.4. Hvítt flagg: Síðasti hringur, akið í pitt eftir einn hring.
11.2.5. Svart flagg: Akið í pitt.
11.2.6. Blátt flagg: Hleypa skal hraðari bíl fram úr við fyrsta tækifæri.
11.3. Lágmarksfjöldi keppenda í hverri keppni eru 6. Ef sá fjöldi næst ekki getur
keppnishaldari frestað keppni eða fellt hana niður, allt eftir atvikum.
11.4. Lágmarksfjöldi keppenda í flokki er 3 svo hann gildi til Íslandsmeistara.
11.5. Að lágmarki þurfa að vera haldnar þjár keppnir á keppnisárinu til að mótið teljist gilt
Íslandsmót.
11.6. Á meðan keppni stendur yfir má einungis keppandi vera í bifreiðinni.
11.7. Keppandi má hafa með sér tvo aðstoðarmenn inn á svæði og ber á þeim fulla
ábyrgð.

12. Kærumál
12.1. Kærur skulu berast til keppnisstjórnar eigi síðar en 30 mínútum eftir að úrslit eru birt.
12.2. Kærur skulu berast skriflega með kæruefni og undirskrift kæranda.
12.3. Kærugjald er ákvarðað af AKÍS.
12.4. Keppnisstjórn getur vísað frá kærum teljist kæruefni ekki á rökum reist.

13. Viðauki
13.1. Minnisblað fyrir keppendur og keppnisstjóra um treadwear í helstu dekkjum sem hafa
verið/verða í notkun hjá okkur:
Pirelli slikkar tw 40
Hoosier R7 slikkar tw 40
Yokohama Advan A048 semislikkar tw 60
Federal FZ201 semislikkar tw 80
Michelin PS CUP semislikkar tw 80
Nitto NT01 semislikkar tw 100
Toyo R888R semislikkar tw 100
Toyo R888 semislikkar tw 100
Federal RSR semislikkar tw 140
Westlake RS tw 180
Kuhmo Ecsta xs tw 180
Michelin PS 2 tw 220
Sjá tirerack.com (Specs)