Author Topic: AKÍS - reglur fyrir spyrnukeppnir  (Read 3719 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
AKÍS - reglur fyrir spyrnukeppnir
« on: November 10, 2017, 10:48:00 »
REGLUR UM SPYRNUKEPPNIR
Keppni þessi er haldin skv. og eftir lögbók FIA International Sporting Code (ISC) og skv. landsreglum Akstursíþróttasambands Íslands.
Komi upp misræmi gilda landsreglur Akstursíþróttasambands Íslands og sé misræmi á landsreglum og reglum FIA þá gilda reglur FIA.

I DAGSKRÁ
Hér skal koma dagskrá keppninnar. Þar skal koma fram eftirfarandi: skráningarfrestur, helstu dagsetningar og tímasetningar.

II SKIPULAGNING
GREIN 1 SKILGREINING
Skipuleggjandi og framkvæmdaaðili keppninnar er: Nafn klúbbs, heimilisfang og sími.
Keppnisstjórn og starfsmenn keppninnar eru:
Keppnisstjóri:
Ritari:
Tímavörður:
Brautarstjóri:
Pittstjóri:
Ræsir:
Tengiliður keppanda:
Kynnir á keppninni:
Aðalskoðunarmaður/menn:
Brautardómarar:
Dómnefnd:
Fjölmiðlafulltrúi:
Heimilisfang ­ Nafn klúbbs/keppni:
Heimilisfang:
Sími:
Tölvpóstur:
Birting úrslita. tímasetning og staður.
Keppnisstjórn mun kynna fyrir keppendum þann klæðnað sem starfsmenn munu vera í meðan á keppni stendur.

III ALMENN SKILYRÐI
GREIN 2 ALMENNT
1. Reglur þessar gilda fyrir spyrnukeppnir á keppnistímabilinu.
2. Stjórnandi er keppnistjórn sem skipuð hefur verið af fullgildu aðildarfélagi Akstursíþróttasambands Íslands.
3. Reglur þessar gilda frá því tilkynnt dagskrá hefst þar til kærufrestur er útrunnin.
4. Spyrnunefnd sem og stjórn AKÍS skal hafa frjálsan aðgang að öllum íþróttamótum sem fara fram í spyrnugreinum innan vébanda
sambandsins

GREIN 3 LÝSING
Keppnin fer fram í samræmi við dagskrá þá sem gefin er út vegna keppninnar.
GREIN 4 FLOKKUN
1. Lágmarksfjöldi í flokk eru 3.
2. Spyrna samanstendur af eftirfarandi greinum.
a) 1/8 mílu/götuspyrnu þar sem braut er 201,168 metrar að lengd
b) 1/4 mílu þar sem braut er 402,336 metrar að lengd
c) Sandspyrnu. Þar sem brautin er 91,44 metrar (100 yards).
3. Greinaranar eru flokkaðar skv. eftirfarandi:
a) 1 /8 míla:
1. Sjá fylgjiskjal 1
b) 1 4 míla:
1. Sjá fylgiskjal 2
d) Sandspyrna:
1. Sjá fylgiskjal 3
4. Allt flokkar gilda ekki til meistara, en skráning í þá fer fram eftir að úrslit í öllum öðrum flokkum liggja fyrir. Úrslit ráðast í einni
ferð, sá sem hefur lægri brautartíma hefur val á braut. Aðeins er keppt til 1. verðlauna.
5. Veitt eru verðlaun fyrir 1. og 2.sæti
6. Verðlaun sem ekki eru sótt fyrir næsta keppnistímabil eru eign klúbbsins.
7. Stig til meistara er ekki hægt að taka með sér milli flokka.
8. Um stigagjöf sjá reglur Akstursíþróttasambands Íslands um meistarakeppnir.

GREIN 5 SKRÁNINGAR/ÞÁTTTÖKUGJÖLD
1. Skráningu lýkur miðvikudag kl. 22:00 fyrir keppnishelgi. Skráningu skal fylgja keppnisgjald. Keppnishaldara er heimilt að lengja
skráningarfrest gegn aukagjaldi. Það þarf að koma fram í auglýsingum um keppnina. Keppendum skal gert kleift að greiða inn á
reikning eða eftir fyrirmælum keppnisstjóra.
2. Þátttökugjald skal auglýst í dagskrá keppninnar og við skráningu.
3. Við skráningu er dagskrá og annað er keppnina varðar afhent.
4. Keppendur skulu framvísa öku, keppnis og félagsskírteini við skráningu.
5. Keppandi má ekki keyra fleiri en eitt ökutæki í hverjum flokki í sömu keppni. Í öllum flokkum í keppni er bannað að nota eitt ökutæki í
marga flokka. Ökutæki eiga að vera í sama flokki og upphaflega skráð með einum og sama ökumanni alla keppnina. Keppnisstjóra er
heimilt að leyfa ökumanns eða ökutækjaskiptingar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Allir undangengnir tímar eru ógildir fyrir ökumann og ökutæki sem á í hlut.
b) Ökutæki standist öryggis og flokkaskoðun.
c) Þegar breytingar eiga sér stað verður ökumaður að fara aftur í undanrásir sem eru skv. dagskrá. Engar breytingar eru leyfðar
hafi undanrásir farið fram.
d) Ökumaður skal vera í upphaflega skráðum flokki í og hafa réttindi á það ökutæki sem hann fer yfir á.
6. Í tilvikum þar sem tímar í undanrásum í Pro eða Pro­sportsmans flokkum eru þeir sömu skal ökumaður sem er með hærri endahraða
fá uppgefinn tíma sem þann besta í undanrásum.

GREIN 6 BREYTINGAR/TÚLKUN
1. Keppnisstjórn og dómnefnd áskilja sér rétt til að leiðrétta eða bæta við ákvæði í gildandi reglum, skv. lögbók. Þátttakendum mun
þegar verða tilkynnt um allar breytingar.
2. Allar leiðréttingar og viðbætur við reglurnar munu verða tilkynntar í dagsettum og tölusettum upplýsingaskýrslum sem upp frá því
verða hluti núverandi reglna. Þessar upplýsingaskýrslur verða birtar á upplýsingatöflu keppninnar.
3. Keppnisstjóri er ábyrgur fyrir að beita reglum þessum og viðaukum við þær á meðan keppni stendur í samráði við dómnefnd.
4. Sérhver röng, sviksamleg eða óíþróttamannsleg hegðun af hendi keppenda eða áhafnar mun verða dæmd af dómnefnd keppninnar
sem má refsa viðkomandi, jafnvel með brottvísun úr keppni.

IV SKYLDUR KEPPENDA
GREIN 7 ÖKUMAÐUR
1. Keppandi skal mæta með keppnistæki sitt til keppni samkvæmt dagskrá.
2. Keppanda er skylt að vera til aðstoðar við skoðun ökutækis síns og vera tiltækur við keppnistæki sitt á meðan á keppni stendur.
3. Keppandi ber ábyrgð á að vera rétt úbúinn skv. reglum, jafnframt eru þeir á eigin ábyrgð í keppni og á keppnissvæði keppnishaldara.
4. Á meðan á keppni stendur skulu keppendur vera með viðurkenndan öryggishjálm og í fatnaði skv. flokkareglum.
5. Hálskragi skv. SFI 3.3 skylda. Um hjálma sjá reglur Akstursíþróttasambands Íslands.
6. Fatnaður ökumanna skv. flokkareglum:
a) SFI staðlar eru eftirfarandi:
3.2A/20 3.2A/15 3.2A/5 eða FIA 3.2A/1 eða FIA
FC TF PRO SS
TAFC TAD COMP SST
SC SG ET 7,50­9,99 ET 10­11,99
Sé vél fyrir framan ökumann með keflaforþjöppu: fatnaður skv. SFI 3­2A/20. Sjálfskipting staðsett í ökumannsrými og ekki gólf yfir
kassa: fatnaður skv. 3­2A/15 Við fatnað bætist lambhúshetta, hanskar og stígvél 3­2A/20 föt, eða skór 3­2A/15 föt. Ökumenn með
opna hjálma á opnum ökutækjum hafi grímu með öndunarstútum, gleraugu og hanskar skylda. Eins lags leðurhanskar bannaðir.
Minnst eins lags nomex og/eða tveggja laga leður hanskar, skv. SFI 3.3. SFI 3.3 hanskastaðall ræðst af klæðnaði, 3.2A/20 =
3.3/15 hanska, 3.2A/15 = 3.2A/5 hanskar, 3.2A/5 jakki = 3.3/1 hanskar. Sjá flokkareglur.
7. Aðstoðarlið skal gæta fyllstu varúðar á keppnissvæði. Stuttbuxur, berir handleggir og fætur bannaðir, skór eru skylda. Keppandi ber
ábyrgð á aðstoðarliði sínu.
8. Séu armólar skylda skal stilla þær þannig að hendur ökumanns fari ekki út fyrir veltibúr eða grind ökutækis.
9. Einungis keppanda er heimilt að aka keppnistæki. Við gangsetningu ökutækis skal keppandi staðsettur í ökumannssæti. Sé verið að
ýta eða draga skal haga sér eins og um akstur væri að ræða.
10. Hver keppandi má hafa tvo aðstoðarmenn við brautina, en fleiri í pitt. Keppandi ásamt tveimur aðstoðarmönnum fá ókeypis inn á
keppnina.
11. Ökutæki notuð til að ýta/draga skulu merkt keppanda. Mest 6 aðstoðarmenn, og skulu staðsettir inn í ökutæki. Nota má ýtuslá
staðsetta þannig að ekki sé mögulegt að aka uppá afturhjól.
12. Notkun á talstöðvum milli ökumanns og aðstoðarliðs leyfð. Fjarskiptatæki má aldrei nota til upplýsingaöflunar eða stjórnunar á
keppnisbúnaði.

GREIN 8 KEPPNISMERKINGAR/AUGLÝSINGAR
1. Keppendum er heimilt að setja hvaða auglýsingar sem er á ökutækin að því tilskyldu að þær:
a) Samrýmist íslenskum lögum og reglum FIA um auglýsingar.
b) Innihaldi ekki móðgandi efni og stangist ekki á við almennt velsæmi.
c) Þrengi ekki að keppnismerkingum.
d) Trufli ekki útsýni keppenda eða skapi að öðru leiti hættu.
2. Hver sá er ekki uppfyllir skilyrði í grein 8.1 mun ekki verða veitt rásleyfi.
2. Keppnisstjórn úthlutar keppanda rásnúmeri við skráningu, eitt númer á hvern flokk sem keppt er í. Ökumenn sem lenda í 10 efstu
sætum í sínum flokki árið á undan hafa rásnúmer frá 1 til 10.
3. Stærð rásnúmera skal vera minnst 30 x 30, flokkaeinkenni meðtalið, sé um fastan kennitíma að ræða skal hann vera sömu stærðar.
4. Rásnúmer og kennitími skulu sjást greinilega og vera í andstæðum lit við grunnlit.
5. Keppandi ber ábyrgð á rásnúmeri og kennitíma sínum.

V KEPPNIN
GREIN 9 ALMENNT
1. Klukka keppninnar er miðuð við símaklukkuna 155.
2. Keppni hefst með tímatökum og lýkur þegar úrslit eru ráðin í öllum flokkum.
3. Keppandi verður að fara eina tímatökuferð til að komast í uppröðun og hljóta stig ef við á.
4. Fari keppandi tímatöku en nær ekki að komast í útslátt fær hann einungis 10 stig.
5. Í keppni mælist brautartími upp á 1/1000 úr sek.
6. Keppendur sem skrá sig í flokk sem ekki næst þátttaka í fer tímatöku í þeim flokki sem gildir í útslátt og fær 10 stig. Hann má þá færa
sig í annan flokk sem hann er löglegur í. Honum er heimilt að reyna við met í þeim flokki er hann skráði sig í, en það skal þá
framkvæmt eftir að öll úrslit eru ráðin. Tímar hans í þeim flokki er hann keppir í gilda ekki til meta í fyrr skráða flokknum.
7. Að lokinni ferð skulu keppendur yfirgefa brautina strax, á til baka braut og fara í pytt. Hámarkshraði á henni er 35 km. Ökutæki sem
eru óhæf til aksturs á malarvegi ss. grindur, bifhjól með prjóngrind, geta komið eftir keppnisbrautinni til baka með leyfi brautarstjóra,
sé svo er hámarkshraði 10km þegar ca. 30 metrar eru eftir að ráslínu. Þetta gildir aðeins á meðan til baka brautin er malarvegur.
8. Falli keppandi úr keppni vegna bilana eða annars heldur hann stigum og sæti úr þeim riðlum sem lokið er, og seinna sætinu á móti
þeim keppanda í riðlinum sem hann lauk ekki við.
9. Mæti mótaðili ekki á ráslínu á tilteknum tíma skal keppandi ljúka sinni ferð. Komi mótaðili ekki í seinni ferð hefur keppandi rétt til að
ljúka ferðinni, aðeins ef um úrslit er að ræða um 1. og 2. sætið.
10. Sé um staka ferð að ræða telst keppandi sigurvegari hafi hann stillt sér rétt upp og fengið merki um að fara af stað.
11. Öllum öðrum en keppnisstjórn er óheimilt að vera í stjórnstöð meðan á keppni stendur, nema keppnisstjórn heimili það s.s.
fjölmiðlamönnum eða fólki sem kann að vera hvatt til sérstakra starfa þar.
12. Keppnisstjórn er ekki skylt að gefa upp stöðu eða brautartíma keppanda nema í gegnum hátalarakerfið, keppandi láti aðstoðarfólk sitt
hlusta eftir upplýsingum.

GREIN 10 KEYRSLA KEPPNINNAR
1. Uppröðun í flokka er byggð á FIA. Tímatökur ráða uppröðun í útslátt, henni er ekki breytt. 16 tæki: 1­9, 2­10, 3­11, 4­12, 5­13,
6­14, 7­15 osfrv. Síðan kemur 14 tækja stigi o.s.frv.
2. Bracket er raðað upp eftir skráningaröð, keppnisstjórn er þó heimilt að draga í uppröðun.
3. Forskotaflokkar eru byggðir á kennitímakerfi FIA. Forskot er fengið með því að bera saman kennitíma mismunandi flokka.
4. Til að geta keppt í Bracketflokki þarf ökutæki að fara undir 18 sek. í tímatöku. Ökumaður má ekki velja sér hærri kennitíma en 18
sek. í keppni. Séu fleiri en 8 ökutæki skráð er keppnisstjórn heimilt að hafa forkeppni.
5. Fari bæði ökutækin á kennitíma sigrar sá sem hefur betra viðbragð. Ökumaður fær uppgefin viðbragðstíma sem sýnir viðbragð hans
við ræsingu.
6. Fari keppandi í Bracket undir uppgefnum kennitíma tapar hann ferðinni. Fari báðir keppendur undir kennitíma tapar sá er meira fer
undir. Kennitíma má breyta milli ferða.
7. Keppendur Í SS og STD geta valið tíma undir uppgefnum kennitíma. Breyti þeir ekki tíma sínum er þeim gefin sá tími er flokkur segir
til um. Keppendur í sama flokki með sama kennitíma eru ræstir á jöfnu burtséð frá öllum reglum um Break­out.
8. Keppnistækjum skal raða í tvöfalda röð í aðkeyrslubraut eigi síðar en 15 mín. fyrir keppni.
9. Öll upphitun skal framkvæmd samkvæmt fyrirmælum brautarstjóra. Aðeins má nota vatn til upphitunar. Bannað er að halda við
ökutæki í upphitun.
10. Upphitun er takmörkuð við 5 sek. nema með leyfi keppnisstjóra.
11. Stranglega er bannað að keyra ökutæki út brautina og aftur að ráslínu bili það í upphitun, sé ekki hægt að bakka eða ýta því.
12. Bannað er að fara yfir ráslínu í upphitun nema með leyfi keppnisstjóra.
13. Sé farið yfir ráslínu í uppstillingu, tapar keppandi þeirri ferð.
14. Síðasta færsla við uppstillingu skal vera áfram.
15. Þegar fer að koma að keppanda skal hann vera tilbúinn til ferðar með allar rúður lokaðar, hjálm á höfði, öryggisbelti spennt og
ökutæki í gangi. Allar uppstillingar skulu fara fram undir eigin vélarafli. Bannað er að ýta eða draga í gang við uppstillingu.
16. Notkun á mekanískum/rafeinda búnaði til aðstoðar við uppstillingu bannaður. Aðeins útbúnaður brautarinnar ákvarðar hvort ökutæki
er rétt uppstillt.
17. Með því að kveikja seinna uppstillingarljósið gefur keppandi til kynna að hann sé tilbúin að fara af stað og hefur þá mótaðilinn 20 sek.
til að ná sömu stöðu.
18. Ræsir ákveður tíma sem keppendur fá til uppstillingar. Stilli keppandi sér ekki upp þegar ræsir gefur merki má vísa honum frá
keppni.
19. Keppandi má ekki bakka út úr uppstillingargeislanum nema samkvæmt skipun ræsis.
20. Sá ökumaður er hefur betri tíma í undanrásum fær að velja sér braut fyrst.
21. Ökumenn sem yfirgefa ráslínu fyrir ræsingu fá tíma sinn ekki viðurkenndan úr þeirri ferð.
22. Keppendur skulu geta lokið hverjum riðli án hléa þ.e. 2­3 ferðir.

GREIN 11 STIGAGJÖF:
1. Keppnisstig: 1.sæti 90 stig / 2.sæti 70 stig / 3­4. Sæti 50 stig 5­8 sæti 30 stig / 9­16 sæti 10 stig
2. Tímatökustig: 1.sæti 16 stig / 2.sæti 15 stig / 3.sæti 14 stig / 4.sæti 13 stig / 5.sæti 12 stig / 6.sæti 11 stig / 7.sæti 10 stig / 8.sæti 9
stig / 9.sæti 8 stig / 10.sæti 7 stig / 11.sæti 6 stig / 12.sæti 5 stig / 13.sæti 4 stig / 14.sæti 3 stig / 15.sæti 2 stig / 16.sæti 1 stig /
3. Mætingarstig: 10 stig
4. Mæting í allar keppnir gefa 31 stig
5. Íslandsmet gefur 5 stig
GREIN 12 MET
1. Met eru sett undir eftirliti keppnisstjórnar og aðeins gild séu þau sett í keppni.
2. Tæki sem setur nýtt met skal fært til flokkaskoðunar og standast hana athugasemdalaust svo metið teljist gilt.
3. Styðji keppandi ekki nýtt met í keppni, eru 2 stuðningsferðir heimilar í lok keppni.
4. Stuðningstími sé 1% frá nýjum tíma. Fari keppandi 2 ferðir undir gildandi meti, og þær eru ekki innan við 1% frá hvoru öðru þá gildir
betri tíminn eða meiri hraðinn sem stuðningur við lélegri tímann og/eða minni hraðann.
5. Í sandspyrnu er stuðningstími 2% frá fyrra meti.
6. Öll met eru reiknuð uppá 1/1000 úr sek., en hraðamet uppá 1/100 km/klst.
7. Séu tveir keppendur jafnir uppá 1/1000 úr sek. í sömu keppni, skráist metið á þann er mældist á meiri hraða í þeirri ferð er metið var
sett. Sé enn jafnt, gildir metið er fyrr var sett.
8. Sé met jafnað skal sá eiga það er fyrr setti það.
9. Ef tveir eru jafnir með hraðamet, þá á sá metið er fór á bestum tíma í viðkomandi ferð.
10. Hraðamet eru óháð tímametum.
11. Keppandi getur ekki sett met á einu ökutæki og keppt svo í á öðru útslætti.
12. Aðeins eitt met er skráð fyrir hvern flokk í lok hverrar keppni.

VI SKOÐUN/REFSINGAR
GREIN 13 SKOÐUN
1. Skoðun fer fram samkvæmt dagskrá keppninnar.
2. Ekkert keppnistæki má fara í tímatöku óskoðað.
3. Skoðunarmaður skal skoða ökutæki með hliðsjón af flokkaskráningu og færa viðkomandi ökutæki um flokk eða visa frá keppni uppfylli
ökutæki ekki flokka­ og öryggisreglur.
GREIN 14 REFSINGAR
1. Fari hjól keppnistækis yfir mið/hliðarlínur spyrnubrautar varðar það brottvísun úr keppni, nema í upphitun.
2. Snerti hjól keppnistækis hliðarlínur sandspyrnubrautar fær hann aðvörun og tapar ferð. Fari hjól yfir eða snertir ítrekað hliðarlínur
varðar það brottvísun úr keppni.
3. Þjófstarti ökumaður tapar hann ferðinni.
4. Þjófstarti keppandi og fer undir kennitíma í sömu ferð varðar það brottvísun.
5. Bannað er að viðlagðri brottvísun að aka yfir ráslínu logi rauð ljós á ljósatrénu.
6. Hægt er að útiloka báða keppendur í sömu ferð úr keppni skv. eftirfarandi:
7. Þjófstarti ökumaður og mótherji fer yfir brautarmörk er það seinna brotið sem gildir sem útilokun, sá sem þjófstartaði heldur áfram.
8. Fari einhver hluti hjólbarða alveg yfir markalínu, þá hefur ökutæki farið út fyrir brautarmörk. Fari báðir ökumenn yfir brautarmörk skulu
báðir dæmdir úr keppni. Þar sem margar línur ákveða brautarmörk skal sú lína gilda sem næst er braut viðkomandi ökutækis
9. Sé úrskurðað að ökumaður hafi hemlað ógætilega og misst stjórn á ökutækinu, farið út fyrir brautarmörk og snert vegrið skal hann
dæmdur frá keppni. Sama gildir þó ökumaður sé komin yfir endalínu.
10. Fari ökumaður viljandi yfir brautarmörk til að yfirgefa braut, til að afstýra árekstri eða hann rekst á rusl á brautinni skoðast ekki ástæða
til brottvísunar. Eftirfarandi getur varðað brottvísun, sektum og/eða banni:
11. Árekstur við vegrið eða einhvern annan útbúnað á braut (gúmmíkeilur eru brautarmerkingar og teljast ekki útbúnaður á braut).
12. Sé ökumaður dæmdur úr keppni fyrir eitthvað af framantöldu áður en útsláttur hefst er ekki hægt að setja hann í keppni aftur.
13. Í SC, SG; SST, SS og STOCK gilda Breakout reglur. Sé farið undir uppgefnum kennitíma í útslætti eru keppendur dæmdir úr leik þó
eru eftirtaldar undantekningar:
a) Þjófstarti andstæðingur eða fer yfir brautarmörk.
b) Þegar um eitt ökutæki er að ræða.
c) Fari báðir keppendur undir kennitíma, þá vinnur sá er minna fer undir.
d) Þegar tvö ökutæki í sama flokki keppa, (gildir ekki í Superflokkum).
e) Fari báðir keppendur jafnmikið undir kennitíma. uppá 1/1000 úr sek. er sá sigurvegari er fyrr er yfir endalínu.

VII ÚRSLIT/KÆRUR/ÁFRÝJANIR
GREIN 15 ÚRLSIT
1. Úrslit verða birt á upplýsingatöflu keppninnar.
2. Fulltrúi Akstursíþróttasambands Íslands skal taka úrslit frá keppnishaldara og færa þau Akstursíþróttasambandi Íslands undirrituð af
keppnisstjóra.

GREIN 16 KÆRUR/ÁFRÝJANIR
1. Allar kærur og áfrýjanir skal leggja fram og þær meðhöndlaðar skv. lögbók.

VIII VERÐLAUN/VIÐURKENNINGAR
GREIN 17 VERÐLAUN/VIÐURKENNINGAR
1. Verðlaun verða veitt samkvæmt dagskrá keppinnar.
Þessar reglur voru uppfærðar eftir samþykktar breytingartillögur á formannafundi AKÍS og gilda frá 12. mars 2016

« Last Edit: November 13, 2017, 15:01:19 by SPRSNK »