Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Íslandsmót í kvartmílu - frestað til 24. júlí 2016

<< < (3/4) > >>

Lenni Mullet:
Já þetta var alveg frábært, enginn bilaði svo ég viti allavega þannig að þetta gat ekki farið betur fyrir alla sem voru þarna.

Það var alveg rosalega gaman að sjá bæði Palla á Javelin og auðvitað Hunt´s Camaro-inn koma aftur.
Maður slefaði yfir þessum bílum í imbanum hér einu sinni og alltaf gaman að sjá svona tæki koma aftur... Vonum bara að þeir fari ekki með þá aftur inn í 20 ár þangað til við fáum að bera á þá augu aftur.

Og ekki skemmdi fyrir að hafa náð tveimur ferðum báðar vel undir 10 sec ekkert 9.999999 kjaftæði  :mrgreen:

Svo vill ég að sjáfsögðu þakka þeim stór meisturum sem voru að starfa á keppninni og að hafa verið svona þolinmóðir með að taka pásur þegar byrjaði að rigna en ekki að hafa bara pakkað saman og slaufað þessu af.

Nei Stefán það verður erfitt fyrir þann sem vill halda því framm að AMC geti ekki skilað neinu afli eftir þessa heimsókn suður  \:D/

Kv
Lenni AMC

SMJ:
Gaman að heyra að menn séu ánægðir.
Það væri líka gaman ef úrslit í keppninni væru birt, þ.e. hverjir kepptu, hvernig fór o.s.frv. fyrir þá sem ekki komust á keppnina 😉

1965 Chevy II:
Já það má sannarlega bæta úr því, það ætti að koma inn strax að keppni lokinni  en það má sjá úrslitin í glæsilegu videoi sem Jakob C var að setja inn.

Mikið væri gaman ef Norðurbúarnir kæmust oftar til okkar, sóma keppendur og hristu verulega upp í þessari keppni.

Jón Bjarni:
http://kvartmila.is/is/read/2016-07-24/urslit-ur-annari-umferd-islandsmotsins-i-kvartmilu-2016/

Páll Sigurjónsson:
Takk fyrir okkur
Þetta var snildar dagur fyrir okkur Stebba þrátt fyrir vandamál sem fannst út úr um nóttina eftir keppni  #-o bara ryð í lömpunum í hausnum á mér og að starta í 3. gír í keppni er allveg út í hött hehehehe.  En bara gaman og mæti pottþétt aftur á þessu sumri með bílinn í allt öðru formi  :wink:. Lenni þú ert meistari 9,78 á þessum bíl og hvergi nærri búinn og fullt eftir þetta er bara snild og bíllinn og þið feðgar eru fyrirmynd fyrir aðra þarna upp frá.AMC POWER Always.

Palli

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version