Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Íslandsmót í kvartmílu - frestað til 24. júlí 2016
Harry þór:
Er ekki bara málið að mæta kl 16 á þriðjudag?
Kristján Skjóldal:
Hræddur um að þú værir ekki sáttur við það ef þú værir búinn að koma með þitt dót td norður að keppa og við frestum bara fram á þriðjudag :)
1965 Chevy II:
Það var magnað að ná að klára þessa keppni í dag, eftir tímatökur kom góður skúrir og það var næstum búið að aflýsa 20 mín síðar var allt orðið þurrt og keppni hafin.
1 mínutu eftir að keppni lauk og Lenni fór sína síðustu ferð byrjaði að rigna aftur, það er ekki oft sem það rignir að við sleppum svona snilldarlega :)
Flott ákvörðun hjá keppnisstjóra að láta reyna á þetta, greinilega lítið að marka veðurspár þessa dagana.
Dodge:
Já það var magnað að þetta skildi takast, takk fyrir góða keppni!!
Þessi veðurspá var akkúrat þveröfug, átti að vera þurrt á lau til kl 18 og þá átti að rigna langt fram á sunnudag, en var mígandi rigning til 18 á lau og að mestu þurrt eftir það.. Magnað hvað þessir veðurfræðingar vita EKKERT 8-)
Dodge:
--- Quote from: Elmar Þór on July 22, 2016, 17:28:03 ---
--- Quote from: Dodge on July 22, 2016, 09:53:54 ---Herðu dómari!!! Erum við að tala um hunts camaro comeback??
--- End quote ---
Dómarinn gefur grænt spjald á það
--- End quote ---
Klárlega.. Og svo mætti Palli líka með Javelin... Nú er búið að sýna það og sanna að þessir bílar sem voru keirðir inn í skúr á síðustu öld geta komist aftur út úr þeim \:D/
Svo bara vona að fleiri taki sér þetta til fyrirmyndar
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version