Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Dagskrá og fyrirkomulag í kvartmílu 2016
ÁmK Racing:
Frikki hún var ekki keyrð í staðinn fyrir Kots hún var KOTS og var reyndar alveg brilliant keppni.Hrikalega spennadi og jöfn☺Persónulega mundi ég mæla með að þessu yrði ekki breytt yfir í kvartmíluklúbbnum aftur.En vissulega er það bara mín skoðun 😎. Ég myndi vilja sjá fleiri viðburði í þessum dúr.Kv Árni
1965 Chevy II:
Ég tók svona til orða því þegar nánast öllum hugmyndum sem voru á bakvið KOTS er hent út og nýtt fyrirkomulag sett inn undir sama nafni þá er varla hægt
að segja að þetta sé sama keppnin þó hún beri sama nafn, Subway er ekki pizzastaður þó hann yrði skírður Dominos.
Það er engin ástæða til að KOTS fái ekki að vera það sem hún var, götubílakeppni fyrir bíla sem keyra stundum rúnt og eru á dælubensíni og limit á dekkjastærð með allan búnað
sem þarf til að standast bifreiðaskoðun.
Þessi keppni sem var keyrð núna má að sjálfsögðu vera óbreytt og flott viðbót í keppnishaldið.
maggifinn:
ég farinn að kunna vel við einnar ferða fyrirkomulagið hjá okkur í Opna Flokknum. Mér finnst það bara tækifæri til að leggja meira á vélarnar í keppni.
Tvær keppnir sama daginn, glatað. Aaaalgjörlega glatað.
Það þarf að fylgja eftir stigagjöfinni úr íslandsmótinu miklu betur til að það hafi einhvern tilgang að mæta í þessar keppnir. Ég reikna með að þetta sé síðasta sísonið sem við keyrum mótið svona stíft í bili.
KOTS finnst mér marklaust nema annaðhvort með tengingu við götumíluna á AK eða með einhverri yfirbyggingu sem veitir keppninni sérstöðu, einsog að keppnin byrji við bensíndælurnar uppá höfða. King of street getur ekki orðið það sem það var því núna eru keppnir á AK, um sama hlutinn. Fljótasta númeratækið.
En heilt yfir hefði ég viljað sjá meiri áttundu mílu, meira pro tree.
SPRSNK:
--- Quote from: maggifinn on August 28, 2015, 11:59:04 ---Það þarf að fylgja eftir stigagjöfinni úr íslandsmótinu miklu betur til að það hafi einhvern tilgang að mæta í þessar keppnir.
--- End quote ---
Ég er ekki alveg að fylgja þér hér - þ.e. hvað þú ert að meina!
Stig til íslandsmeistara:
http://kvartmila.is/is/sidur/stig-i-islandsmotinu-2015
http://www.ais.is/stadan/spyrna/spyrna-2015/
maggifinn:
Ég er að meina umræðuna almennt. Meðal almennings og félagsmanna.
Það sýnir þessu að því er virðist enginn áhuga.
Á þessu er vakin lítil athygli og atburðarrásinni milli keppna er lítið sem ekkert fylgt eftir.
Þetta eru nánast stakar keppnir sem við bara mætum í og keppum en það er lítið pælt í mótinu sem slíku.
Það er mín upplifun af þessu og hefur verið undanfarin ár.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version