Hér eru reglurnar um val á akstursíþróttamanni ársins:
Akstursíþróttasamband Íslands AKÍS 2014
Reglur um Akstursíþróttamenn ársins
Í lok hvers keppnistímabils er útnefndur Akstursíþróttamaður og Akstursíþróttakona ársins.
Verðlaunin eru veitt einstakling sem talinn er hafa skarað framúr á einhverju sviði akstursíþrótta.
Þar er ekki endilega um að ræða þann sem náð hefur bestum árangri í
einstökum keppnum eða meistarakeppni, heldur þann einstakling sem sýnt hefur
frábæran árangur eða almennt verið til fyrirmyndar.
Útnefning:
1.
Keppnisráð í hverri grein útnefna einn karl og eina konu fjórum vikum fyrir
Formannafund AKÍS.
2.
Opnað verður fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt
atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi.
Netkosningu lýkur tveimur vikum fyrir Formannafund AKÍS og tveir komast áfram
af hvoru kyni.
3.
Stjórn AKÍS getur bætt við einum af hvoru kyni og tekur ákvörðun um þrjá karla
og þrjár konur einni viku fyrir Formannafund AKÍS.
4.
Formannafundur AKÍS velur síðan Akstursíþróttakarl og Akstursíþróttakonuársins.
Úrslit skulu ekki birt fyrr en á verðlaunaafhendingu meistaratitla.
------------------------------------------------------------------------------------------
Ég vil nú ekki hafa neitt af vini mínum honum Danna, hann er vel að þessari tilnefningu kominn, hafandi sýnt af sér bæði frábæran árangur á Monsunni og verið til fyrirmyndar.
en mér þykir það sæta mikilli furðu að Grétar Franksson skildi ekki hafa verið tilnefndur upphaflega af keppnisráði spyrnugreina.
Verandi Íslandsmeistari í bæði sandi og Áttunda með slíkum yfirburðum að annað eins hefur ekki sést, og það í efstu deild með einna flesta mótherjana.
Mér sýnist Grétar eiga ennþá séns ef stjórn AKÍS hefur ákveðið að bæta honum inn fyrir formannafundinn, sem er svo haldinn sama dag og lokahófið á Akureyri núna á laugardaginn.