Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Gretar Franksson. on October 30, 2014, 01:32:56

Title: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Gretar Franksson. on October 30, 2014, 01:32:56
Sælir félagar, þetta með tilnefningu aksturíþróttamaður 2014 í spyrnugreinum. Keppnisráð hefur tilnefnt Daníel Ingimundarsson sem þeir telja að hafi skarað mest framúr í spyrnu. Ég átta mig ekki á þessu vali þar sem hann er ekki Íslandsmeistari í neinni grein. Keppti 1 sinni í kvartmílu 3.keppni og lendir í 3-4 sæti með 74stig. Það þurfa að vera haldnar 3 keppnir í flokk í Sandspyrnu til að geta orðið Íslandsmeistari. Í fyrstu keppni var þessi flokkur ekki keyrður Daniel var einn í flokknum. Semsagt ekki Íslandsmeistari í neinni grein. Hvers vegna var hann valinn?
kv.GF 
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Hr.Cummins on October 30, 2014, 01:59:18
Hvar sér maður hverjir voru tilnefndir ?

Og á hverju eru völ við tilnefningar byggð ?
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: SPRSNK on October 30, 2014, 02:36:57
Þið verðið að beina ykkar vangaveltum til AKÍS sem hefur þetta alfarið á sinni könnu.
Félögin hafa ekki með þessar tilnefningar að gera!
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Hr.Cummins on October 30, 2014, 03:57:53
bara forvitni hjá mér... en hvar er hægt að sjá tilnefningarnar :?:
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Kristján Skjóldal on October 30, 2014, 09:17:12
já Gretar það er kalt á toppnum sko :mrgreen: en já svona á ekki að gera þetta :!:
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: maggifinn on October 30, 2014, 11:13:33
Hér eru reglurnar um val á akstursíþróttamanni ársins:

 Akstursíþróttasamband Íslands AKÍS 2014

Reglur um Akstursíþróttamenn ársins

Í lok hvers keppnistímabils er útnefndur Akstursíþróttamaður og Akstursíþróttakona ársins.
Verðlaunin eru veitt einstakling sem talinn er hafa skarað framúr á einhverju sviði akstursíþrótta.

Þar er ekki endilega um að ræða þann sem náð hefur bestum árangri í
einstökum keppnum eða meistarakeppni, heldur þann einstakling sem sýnt hefur
frábæran árangur eða almennt verið til fyrirmyndar.
Útnefning:
1.
Keppnisráð í hverri grein útnefna einn karl og eina konu fjórum vikum fyrir
Formannafund AKÍS.
2.
Opnað verður fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt
atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi.
Netkosningu lýkur tveimur vikum fyrir Formannafund AKÍS og tveir komast áfram
af hvoru kyni.
3.
Stjórn AKÍS getur bætt við einum af hvoru kyni og tekur ákvörðun um þrjá karla
og þrjár konur einni viku fyrir Formannafund AKÍS.
4.
Formannafundur AKÍS velur síðan Akstursíþróttakarl og Akstursíþróttakonuársins.
Úrslit skulu ekki birt fyrr en á verðlaunaafhendingu meistaratitla.
------------------------------------------------------------------------------------------


 Ég vil nú ekki hafa neitt af vini mínum honum Danna, hann er vel að þessari tilnefningu kominn, hafandi sýnt af sér bæði frábæran árangur á Monsunni og verið til fyrirmyndar.
en mér þykir það sæta mikilli furðu að Grétar Franksson skildi ekki hafa verið tilnefndur upphaflega af keppnisráði spyrnugreina.
Verandi Íslandsmeistari í bæði sandi og Áttunda með slíkum yfirburðum að annað eins hefur ekki sést, og það í efstu deild með einna flesta mótherjana.
Mér sýnist Grétar eiga ennþá séns ef stjórn AKÍS hefur ákveðið að bæta honum inn fyrir formannafundinn, sem er svo haldinn sama dag og lokahófið á Akureyri núna á laugardaginn.
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Dodge on October 31, 2014, 16:33:44
Það er nóg að hafa 2 gildar keppnir, annars værir þú ekki íslandsmeistari í sandi heldur Grétar minn :)

Danni var íslandsmeistari í sandi og setti met í nánast hverri ferð sem hann keirði..
Annar til íslandsmeistara í götunni í 8cyl eldri, náði held ég ágætis árangri í kots, keppti í kvartmílu..

Heilt yfir bara mætti, keppti og keirði helling og stóð sig eins og hetja.. Ég sé ekki afhverju hann ætti ekki að vera akstursíþróttamaður spyrnugreina..
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Gretar Franksson. on November 01, 2014, 01:42:03
Eg keppti I 3keppnum. Einar gunnlaugs sagdi ad thad thirfti 3keppnir til ad geta ordiď islandsmeistari.

Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Kristján Skjóldal on November 01, 2014, 10:36:27
það var ein tvöföld í sumar :wink: var það ekki :?:
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Dodge on November 01, 2014, 16:32:10
Júbb. en seinni keppnin var ógild afþví að Krissi var dottinn út þá, þannig að það voru bara 2 gildar keppnir í opnum flokki...

Danni keyrði líka 3 keppnir, hann mætti einn í fyrstu keppnina, keyrði tímatöku í fóksbílaflokki og setti met minnir mig.
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Harry þór on November 02, 2014, 13:35:00
Getur verið að Grétar Franksson sé að gjalda þess að vera að keppa í OF flokki ? Við vitum að það eru ekki allir ánægðir með hvað OF flokkur að virka flott. Við félagar í KK erum ekki sáttir við að Grétar Franksson sé ekki einu sinni á blaði eftir vera búinn að rúlla upp öllum keppnum sem voru í boði þetta sumarið og alltaf til fyrirmyndar sem keppandi.

Mbk Harry Þór.
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Lindemann on November 02, 2014, 17:43:46
Ég hef ekki trú á því að þetta tengist á nokkurn hátt óánægju einhverra með OF flokk.

Mér finnst fyrirkomulagið á þessu vali alls ekki gott, alveg óháð því hverjir voru tilnefndir og hverjir ekki.
Það þyrftu að mínu mati að vera fleiri en einn úr hverri grein tilnefndir og svo á ekki að skipta í karla og konur þegar það er ekki keppt í karla og kvennaflokki í þeim greinum sem heyra undir sambandið!
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Kristján Skjóldal on November 03, 2014, 09:34:20
 =D> =D> =D> =D> =D>
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Dodge on November 03, 2014, 13:00:21
Það komu 3 svipað sterkir til greina.
Grétar Franks, Danni Ingimundar og Bragi þór pálsson. Allir stóðu sig vel og erfitt að gera upp á milli.
En það er erfitt að líta framhjá mönnum sem bæta met í rótgrónum flokki ca 10 sinnum á seasoninu og færa það niður um 0.2 sec..
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: 69Camaro on November 03, 2014, 18:13:52
Getur verið að Grétar Franksson sé að gjalda þess að vera að keppa í OF flokki ? Við vitum að það eru ekki allir ánægðir með hvað OF flokkur að virka flott. Við félagar í KK erum ekki sáttir við að Grétar Franksson sé ekki einu sinni á blaði eftir vera búinn að rúlla upp öllum keppnum sem voru í boði þetta sumarið og alltaf til fyrirmyndar sem keppandi.

Mbk Harry Þór.


Dylgjur og hálfkveðnar vísur úr þessari áttinni eins og venjulega. Viltu ekki nafngreina þessa samsærismenn innan AKÍS sem sitja á svikráðum við keppendur í OF flokki ?
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Gretar Franksson. on November 03, 2014, 22:57:38
Ok. Stefán skoðum aðeins staðreyndir svona fyrir utan val á keppendum. Það var svo mikið af þjöppuðum leir í brautinni að nýju skófludekkin hjá mér skrippluðu ofan á harðri brautinni og náðu ekki almennilegu gripi, þó er 2falt keflar í skóflunum, og það sá verulega á þeim eftir eina keppni. Stjáni Skjól náði heldur ekki almennilegu gripi á nýjum skófludekkjum þær einfaldlega gáfu eftir og svignuðu aftur. En þetta voru kjör aðstæður fyrir "götudekk" þ.e. rosa gróf 4hjóla dekk, það mætti líkja aðstæðum við malaveg frekar en sandbraut. Þannig að ef þessi braut verður lagfærð og sett meira af sandi í hana eins og til stendur þá verður erfitt að ná svipuðum tímum í þessum flokkum sem nota "götudekk"
kv, GF.
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Dr.aggi on November 04, 2014, 22:56:32
Undarlegt að 100% sigur í öllum keppnum í mílu og sandi dugi ekki til útnefningar til akstursíþróttamanns ársins.
Þarf ekki að setja einhverjar verklasreglur fyrir þessa nefnd?
Eins er ég að velta því fyrir mér hvort það þurfi ekki að skerpa á öryggisreglum varðandi það að menn getti ekki sett hvaða gúmmí sem er undir.
Hef reyndar ekki aflað mér uppl. Um það hvort fjórhjóladekk hafi burðargetu fyrir áttagata kagga en eru eflaust DOT stimpluð.

Kv.
Aggi

Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Kristján Skjóldal on November 05, 2014, 09:26:03
það er búið að hella sér yfir þessi fjórhjóladekk :idea: þaug eru lögleg. sem leingi sem þaug eru DOT þá má nota þaug .það stendur ekkert í okkar reglum um að þaug þurfi að standast skoðun á skoðunarstöð :idea: svo þaug sleppa. og þaug gera flokkinn skemtilegri sem veitti ekki af ! það var orðið þreitt að sjá bíla fasta á ráslínu ár eftir ár og keyra 10 sek :mrgreen: svo er kominn tilaga um að leifa frjálsan skurð á dekkjum í þessum flokki því ef eitthvað dekk virkar voða vel. þá fara bara allir á svoleiðis og ekkert kæru vesen.
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Dodge on November 05, 2014, 10:08:19
Það verðu leifður dekkjaskurður í fólksbílaflokki á næsta ári svo menn geti skorið til túttur sem þeir eiga til og mætt fyrir lítið fé...

En ég ætla nú ekki að segja meira um þessi mál en það er alveg með ólíkindum hvað menn ætla að væla mikið yfir þessu!
Jú vissulega Aggi þá dugar þessi árangur Grétars fyllilega til að verðskulda tilnefningu en það þíðir ekki að aðrir geti ekki hafa staðið sig betur..

Ég held að menn ættu bara aðeins að fara að slaka á í að hrauna opinberlega yfir annara manna árangur. Þessir þrír kandidatar stóðu sig allir frábærlega en þessi varð fyrir valinu af ástæðum sem er búið að greina frá hér að ofan.

Og btw alveg slakir á "við í KK erum ósáttir með þessa ákvörðun".. spyrnuráð skipa 2 frá KK og 1 BA eins og áður hefur komið fram.
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: 1965 Chevy II on November 07, 2014, 08:16:19
Hér skrifa menn vissulega ekki fyrir hönd allra í KK ! Leiðinlegt að sjá menn gera lítið úr flottum árangri félaga í spyrnu hér á opinberum vettvangi!

Grétar var hefði vissulega verið vel að þessu kominn en Danni ekki síður greinilega og menn hafa örugglega lagst vel ofan í þetta hjá AKÍS og ekki verið með einelti á superstjörnurnar í OF flokk í huga.

Ég óska Danna til hamingju með frábæran árangur og styð þessi dekkjamál líka, mjög gaman sjá götubíla mokast áfram.  =D>
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Gretar Franksson. on November 10, 2014, 10:37:47
Þið sem hafið valdið verðið að þola málefnalega gagnríni. Danni vann jú eina keppni í sandspyrnu og náði Íslandsmeti, það er bara gott mál. Það sem ég hef verið að gagnrína er ákvörðunartaka um tilnefningu og við hvað er miðað. Það væri t.d. vel við hæfi að þessi nefnd innan AKIS gæfi út smá umsögn,rökstuðning strax, um þann sem er tilnefndur.
Nú hefur það komið fram hjá Stefáni, sem er í nefndinni, rökstuðningur sem er bara gott mál. Það var mat nefndarinnarinnar að Íslandsmet í Fólksbílaflokki og bæting á metinu 3svar stæði uppúr. Það væri meiri árangur en 3sigrar í sandspyrnu Opnum flokk og 3sigrar í OF flokk og eitt Íslandsmet í OF. Umræða um þetta hlítur að vera sjálfsögð.  
kv,GF.
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Harry þór on November 10, 2014, 12:11:12
Sæl. Auðvitað ætti umræða að vera sjálfsögð. það hefur enginn gert lítið úr árangri Daníels af þeim hafa tjáð sig í þessari umræðu , Daníel stóð sig vel og á eflaust eftir að gera það gott og svo það komi skýrt fram þá óska ég Daníel til hamingju með þessa tilnefningu.

Hvernig væri að þessi nefnd birti bara fundargerðir þar sem verið var að fjalla um þessi mál , þær hljóta vera til , þetta er jú  ÍSÍ nefnd.

mbk Harry Þór
Title: Re: Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Post by: Dodge on November 17, 2014, 13:01:17
Það eru engar fundargerðir til þar sem við höldum enga fundi.. Bara e-mail samskifti og símtöl um þau málefni sem liggja fyrir