Ingimundur skrifar : "KOTS verður breytt fyrir sumarið 2014 - en kynning á nýju fyrirkomulagi verður kynnt fljótlega!"
Það liggur þá beinast við að spyrja, hverju á að breyta ? Minnka dekkin enn meira ? takmarka vélastærðir ? hætta að "preppa brautina " til að gera hana enn hættulegri ? banna blásara bíla ? eða er ástæðan sú að ákv. menn eru ekki lengur samkeppnishæfir ?
Að keyra bara 1/8 verður þess valdandi að 4 cyl. bílarnir verða settir skör lægra, þeir taka út sín hestöflu á seinni helmingi brautarinnar, eins og flestum ætti að vera kunnugt.
Að mínu mati væri 1/8 KOTS heldur þunnur þrettándinn fyrir áhorfendur að horfa á.
Braut sem er "ópreppuð" er náttúrulega hættuleg og verður þess jafnframt valdandi að "startkaflinn" verður eyðilagður, megum nú ekki við því.
Er ekki bara best að hvetja menn til að halda áfram á þeirri braut sem þetta er í dag. Mér sýndist sem að síðasta keppni hafi heppnast vel, en þó duttu margir út vegna bilana, en það getur þó alltaf gerst í þessu sporti.
kv. Rúdólf