Sæll Anton minn, þetta er nú bara tímabundið framhjáhald þar sem þetta er nú trúlega ekki síðasti bíllinn sem ég eignast, ég styð nú samt fjölkvæni í hvaða formi sem það kann að vera!
En ég er sammála þér með þetta combo eins og á myndinni að ofan, þetta er nú búið að vera fyrirmynd í góðan tíma, annars er nú langt í að hann verði fullklár nægur er tíminn til að velta því fyrir sér, ég á nefnilega engan garð til að nota felgurnar sem garðslöngustand þannig að ég hafði nú hugsað mér að eiga þær sem möguleika undir hann seinna meir, þetta eru jú óviðjafnanlega töff felgur sama hvað einhver Akureyringurinn heldur fram!
Svo er það nú hárrétt hjá Ívari, málaðar stálfelgur í lit við bílinn og dog dish koppar eru hrikalega eggjandi undir rétta bílnum, en hann þarf þá líka að vera vel skóaður, við Gunni Ævarss. (GunniCamaro) vorum einmitt að ræða þetta sl. fimmtudag!