Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Moli on November 10, 2013, 12:42:20

Title: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on November 10, 2013, 12:42:20
Datt í hug að leyfa ykkur að fylgjast með þessari vinnu hjá mér. Bíllinn er 1971 Chevrolet Nova upphaflega með 250cid og 3 gíra bsk í gólfi. Bíllinn kemur nýr í gegn um Sambandið og er seldur nýr þar 6. Ágúst 1971 til manns sem á bílinn allt til ársins 2003 þegar bíllinn endar síðan í Vöku. Honum er síðan bjargað þaðan naumlega og tjaslaður saman og settur aftur á númer, 250 mótorinn og 3 gíra kassinn tekinn úr og í fór sbc og ssk. Ómar Norðdal keppir á bílnum í sandspyrnu við Kleifarvatn 2003 og selur bílinn svo 2005 til Hilmars (HK RACING), hann á bílinn í um ár þegar hann selur hann á Grundarfjörð til Ingvars Hrólfssonar. Hann byrjar á að laga bílinn og kaupir í hann fullt af gramsi og byrjar að ryðbæta. Í Nóvember 2009 kaupir Palli torfærukappi bílinn og fer með hann í geymslu í Grindavík þar til hann stendur uns ég eignast hann 14. Janúar 2011. Læt söguna fylgja í myndum.

Hér er hann í eigu fyrsta eiganda, þetta eru elstu myndirnar sem ég hef séð af honum.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/gomul_01.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/gomul_02.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/gomul_03.jpg)

Hér er Ómar svo á honum í sandspyrnu við Kleifarvatn 2003.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/gomul_04.JPG)


Hér koma svo myndir frá Inga Hrólfs. og frá þeim tíma sem hann átti hann.

Bíllinn sóttur til Himma í Hafnarfirði og kominn til Grundarfjarðar.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/01.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/02.jpg)

Kominn á Grundarfjörð og framendinn kominn af.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/03.jpg)

Önnur vél kominn í.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/04.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/05.jpg)

Skottið heilt.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/06.jpg)

Original liturinn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/07.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/08.jpg)

Skottgólfið nokkuð heilt.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/09.jpg)

...það sama er ekki hægt að segja um gólfið.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/10.jpg)

..en það er búið að græja nýtt.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/11.jpg)

Nýr afturljósapanell, gluggastykki, og gluggastykki aftur í.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/12.JPG)

Afturljósapanell illa farinn og búið að trebba hann saman.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/13.jpg)

Afturpanelsskipti.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/14.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/15.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/16.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/17.JPG)

Þá er komið að gluggapanelnum að aftan.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/18.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/19.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/20.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/20_1.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/20_2.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/21.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/22.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/23.jpg)

...og við afturgluggann.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/25.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/26.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/27.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/28.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/29.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/30.JPG)

Ryðbætt í afturhilluna.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/31.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/32.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/33.JPG)

Afturbrettið farþegameginn og trebbinn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/34.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/35.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/36.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/37.jpg)

Ryðbætt.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/38.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/39.JPG)


Hér er bíllinn svo kominn í mínar hendur og sóttur í geymslu í Grindavík 20. Janúar 2011.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/40.JPG)

Ekki amalegt að fá hamingjuóskir og ábyrgðarskírteinið með honum frá Sambandinu, spurning um að kanna með ábyrgð, hann er víst farinn ryðga aðeins...  :-"
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/41.JPG)

Original "Protecto-Plate" platan sem kom með frá GM.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/protectoplate.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/42.JPG)

Ég fór svo með hann í skammtímageymslu og þar fékk hann góðan félagsskap frá Cortinu sem er búinn að vera í eigu minnar fjölskyldu frá upphafi.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/43.JPG)

Í September sama ár fór ég með hann í það húsnæði sem hann er í dag.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/44.jpg)

Það var svo um mitt síðasta ár sem ég fór að bardúsa í grindinni, hún fór í blástur og þurfti svo að lagfæra hana nokkuð. Ég fékk með henni tvær aðrar grindur sem ég sameinaði.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/45.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/46.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/47.jpg)

Sætin fyrir fóðringarnar voru illa farnar á öllum 4 stöðunum.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/48.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/49.jpg)

Hún hafði einnig orðið fyrir höggi einhverntíman og skar ég það gamla í burtu eftir hafa mælt hana út.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/50.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/51.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/52.jpg)

Nýja "gamla" stykkið sandblásið og komið í.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/53.jpg)

Sætin fyrir boddýfóðringarnar að aftanverðu einnig ljót.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/54.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/55.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/56.jpg)

Þegar grindin var klár sl. vor var hún máluð og síðan fór ég að púsla þessu saman í sumar, m.a. sem keypt var í hana voru polyurethan fóðringar í allt, nýir Hotchkis demparar, diskabremsukitt með boruðum og rákuðum diskum, ný stýrismaskína ofl.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/57.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/58.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/59.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/60.jpg)

...síðan var 9" hásingin sem ég hafði fengið dreginn fram og hún tekinn í gegn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/61.jpg)

Lét svo setja í hana Eaton Detroit Truetrac læsingu sem ég fékk.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/62.jpg)

Keypti svo 3:70 hlutfall frá Richmond.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/63.jpg)

Þessu var svo púslað saman.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/64.jpg)

Þá fékk ég bakplöturnar og rörið úr blæstri, það var svo grunnað og málað..
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/65.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/66.jpg)

Ég keypti svo nýjar skálar og bremsukit til að gera upp afturbremsurnar.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/67.jpg)

Þá var hásingin kominn saman.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/68.jpg)

Þegar grindin var klár var henni komið fyrir upp við vegg og bíllinn dreginn fram.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/69.jpg)

Framendinn var síðan rifinn af honum.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/70.jpg)

..og allt innan úr honum.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/71.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/72.jpg)

Grindin sem kom undan honum var alveg búinn á því, og eftir að hafa rifið það sem nýtilegt var úr henni fór hún í Furu.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/73.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/74.jpg)

Mig grunaði að gluggastykkið væri slæmt en það kom dulítið á óvart hversu mikið slæmt það var í raun. Það hafði einhver fengið frjálsar hendur með trebbann.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/75.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/76.jpg)

Eftir því sem meira var kroppað kom meira í ljós.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/77.jpg)

(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/78.jpg)

Ég fékk svo veltibúkka lánaða frá Bigga í Bílverk og færi ég honum miklar þakkir fyrir það.  =D>
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/79.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/80.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/81.jpg)

Þessa dagana er ég að hreinsa trebba og sparsl af boddýinu ásamt því að hreinsa botninn, stefnan er að koma boddýinu í blástur eftir áramót. Þetta er ekki óalgeng sjón..  :-#
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/82.jpg)


Það kemur svo í ljós hvað verður eftir þegar hann kemur úr blæstri og hvað þarf að kaupa... meira um það seinna.  :)

Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: palmisæ on November 10, 2013, 13:21:59
Svona á að gera þetta . Þetta er upp á 100% hjá þér. Glæsilegt  :D
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Belair on November 10, 2013, 15:32:02
 =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: 348ci SS on November 10, 2013, 15:36:22
popp og kók !  =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on November 10, 2013, 15:37:56
Verður falleg maður 8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Yellow on November 10, 2013, 17:30:02
Bara flott vinnubrögð hjá þér  8-)


Ég sjálfur hef sett hendur mínar á grindina  :P :lol:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: corikolbeins on November 10, 2013, 17:42:48
Úff, þetta verður alvöru! Vildi að Novan sem stendur heima hjá mér fengi slíka yfirhalningu!
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: 70 Le Mans on November 10, 2013, 18:04:40
Loksins kemur eitthvað áhugavert hingað aftur =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Gulag on November 10, 2013, 21:50:00
flott !!!  vel soðið..  :wink:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Chevelle on November 11, 2013, 05:09:51
Gaman að fylgjast með þessu.
Endilega haltu áfram að leyfa okkur að fylgjast með   :D
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Kowalski on November 11, 2013, 13:42:23
Sérlega vel að þessu staðið! Verður gaman að fylgjast með rest.
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: kári litli on November 11, 2013, 17:19:46
Góður Maggi, gaman að sjá loksins myndir af þessu verkefni
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Dart 68 on November 11, 2013, 18:26:48
vel gert ! !
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on January 20, 2014, 15:54:58
Jæja, bíllinn fór í blástur fyrir helgi og útkoman kom mér alls ekki á óvart, satt best að segja hélt ég að hann væri verri en svona er þetta stundum.  :mrgreen:

(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/83.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/84.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/85.jpg)

Algengur staður þar sem þessir bílar ryðga er við framrúðu og niður hvalbak.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/86.JPG)

Sama má segja um þennan stað á toppnum.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/87.JPG)

Bílstjóragólfið á ég til nýtt.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/88.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/89.JPG)

Skottgólfið stráheilt.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/90.JPG)

Hjólaskálarnar slæmar enda búnar að þola götur Reykjavíkur í 30 ár.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/91.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/92.JPG)

Hjólaskál bílstjórameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/93.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/94.JPG)

Gólfið í heildina litið nokkuð gott.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/95.JPG)

Grindarbitar stráheilir.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/96.JPG)

Hjólaskál farþegameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/97.JPG)

Gólfið farþegameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/98.JPG)

Við toppinn farþegameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/99.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/100.JPG)

Hjólaskálar farþegameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/101.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/102.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/103.JPG)

Neðst á hvalbak farþegameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/104.JPG)

Við topp farþegameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/105.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/106.JPG)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/107.JPG)


...þá er að fara að rífa fram MIG vélina og fara að ryðbæta.  8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Dart 68 on January 20, 2014, 20:29:16
nú hefst fjörið  =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on January 20, 2014, 22:27:49
Þetta lítur að mörguleiti bara vel út eftir blásturinn
Og verður gaman að fylgjast með þessu Maggi.
 :smt023
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Halli B on January 20, 2014, 23:41:00
Stefnir í að verða algjör MOLI  \:D/   flott hjá þér =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Kowalski on January 20, 2014, 23:49:31
Góður! Er eitthvað hægt að upplýsa um litaval? 8-[
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on January 21, 2014, 07:11:45
Takk, dökkgrænn hefur verið að koma sterkt inn, annars er það óákveðið.  :wink:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on January 21, 2014, 07:30:29
Fallegur græni liturinn og myndi sóma sér vel á þinni.
Verður gaman að fylgjast með þessari uppgerð :)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Chevy Bel Air on January 22, 2014, 09:01:53
Takk, dökkgrænn hefur verið að koma sterkt inn, annars er það óákveðið.  :wink:
      :smt023
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Sævar Pétursson on January 22, 2014, 18:29:20
Þessi græni litur (Verdoro-green) fer þessum Novum alveg hrikalega vel. Vinur minn var með eina svona hér í Keflavík á árum áður og það fór henni mjög vel.
Svo skemmir ekki að HO Birdinn okkar var svona upphaflega.
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Elvar Elí on January 22, 2014, 19:50:35
Þetta er geeðveikt!  :D
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Camaro SS on January 23, 2014, 10:52:18
Sammála Sævari mjög flottur litur á þessum bílum en svo finnst mér líka liturinn sem er á skottlömunum ( sennilega orginal brúnn ) flottur það er brúni liturinn sem var orginal á 1970 SS Novuni sem er orange í dag.

Annars bara frábært hjá þér Moli .

Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: dart75 on January 23, 2014, 12:20:41
þetta er svo skuggalega vel gert hjá þér kall verð að kíkja á þig eitthvað kvöldið fljótlega
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on January 23, 2014, 23:25:11
Takk allir, en já Haffi, upphaflegi liturinn hét "Classic Copper". Alltaf velkominn Gaui, ef það er ljós þá bara bankarðu.  :wink:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on January 24, 2014, 11:51:56
En þessi litur :idea:
Bara hugmynd
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on February 01, 2014, 00:51:46
Dökkgrænn er góður litur, en ætli svona svört húfa fari honum...  :mrgreen:

Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: 66MUSTANG on February 01, 2014, 02:09:51
Ég er nú ekki mikill Novu maður en þessi Yenko er sexy. Já settu hatt á kvikindið.
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: 70 Le Mans on February 01, 2014, 21:31:09
Myndi klárlega setja á hann svartan víniltopp ef bíllinn á að vera grænn 8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: íbbiM on February 02, 2014, 03:15:12
væri líka ekki slæmur í þessum græna lit vinyllaus, á samlitum stálfelgum með koppa yfir miðjuna (hubcap)  svona dáldið copo fílíngur
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on February 02, 2014, 15:20:46
Sæll Anton minn, þetta er nú bara tímabundið framhjáhald þar sem þetta er nú trúlega ekki síðasti bíllinn sem ég eignast, ég styð nú samt fjölkvæni í hvaða formi sem það kann að vera!  :lol:  En ég er sammála þér með þetta combo eins og á myndinni að ofan, þetta er nú búið að vera fyrirmynd í góðan tíma, annars er nú langt í að hann verði fullklár nægur er tíminn til að velta því fyrir sér, ég á nefnilega engan garð til að nota felgurnar sem garðslöngustand þannig að ég hafði nú hugsað mér að eiga þær sem möguleika undir hann seinna meir, þetta eru jú óviðjafnanlega töff felgur sama hvað einhver Akureyringurinn heldur fram!  :-# Svo er það nú hárrétt hjá Ívari, málaðar stálfelgur í lit við bílinn og dog dish koppar eru hrikalega eggjandi undir rétta bílnum, en hann þarf þá líka að vera vel skóaður, við Gunni Ævarss. (GunniCamaro) vorum einmitt að ræða þetta sl. fimmtudag!  8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Þórður Ó Traustason on February 02, 2014, 20:55:07
Var það ekki Gunni að segja þér til og þú hlustaðir.
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on February 02, 2014, 23:36:58
Nei, við Gunni vorum nú sammála um megnið af því sem rætt var um.
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on February 03, 2014, 15:01:28
Baldvin Motion look-ið :idea:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Hr.Cummins on February 05, 2014, 03:31:28
Yenko Clone, do it !
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: kári litli on February 05, 2014, 14:07:04
Ég held að þú sért alveg kominn með þetta þarna. Græn með svörtum vínil og Yenko rendur, svo er bara gaman að eiga nóg af felgum til að geta breytt til  8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Geir-H on February 05, 2014, 22:00:11
Myndin sem Anton setur inn er klárlega lookið
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on February 06, 2014, 22:25:31
 8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on February 07, 2014, 12:23:28
 8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on April 29, 2014, 22:42:37
Þetta smá potast, hef ekki haft eins mikinn tíma og ég hefði viljað en svona er þetta bara, en gólfið er komið vel á veg og styttist í að maður geti farið að mála það og koma bílnum í hjólin.

Bílstjóragólfið var orðið frekar þreytt, og ekki til ryðbætingarstykki neðst á hvalbak þannig að þá var ekkert annað hægt að gera en að föndra aðeins..
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/108.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/109.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/110.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/111.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/112.jpg)

Hluti af gólfinu kominn á sinn stað.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/113.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/114.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/120.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/115.jpg)

Fékk öxlana loksins og þá var hægt að klára að raða hásingunni saman.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/116.jpg)

Fékk svo pakka í dag með nánast öllum þeim ryðbætingarstykkjum sem upp á vantaði... (þangað til annað kemur í ljós.)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/117.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/118.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/119.jpg)


...meira seinna.
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Dart 68 on April 30, 2014, 03:03:38
Snilldin ein  =D> =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on April 30, 2014, 07:01:18
Verður góð þessi =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: GesturM on April 30, 2014, 18:45:26
Flott =D> =D> =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on May 06, 2014, 13:30:12
Hrikalega gott Maggi  8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Garðar S on May 11, 2014, 07:08:59
Þessi verður rosalegur vel gert þú ert að taka þetta alla leið  =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Trukkurinn on July 23, 2014, 13:09:04
Sæll Moli.
Þetta er alveg topp vinna á þessu hjá þér. Mikið er gaman að sjá þetta, maður fær bara "flash back" þegar maður skoðar þetta hjá þér. Ég vissi ekkert hver þú værir, en fannst alltaf gaman á sínum tíma að fá þessi notalegu komment frá þér. Ég var hjá pabba þínum í morgun og sá þá fyrst bílinn og fékk að vita hver Moli væri. Ég hef verið alltof rólegur í því að fylgjast með á spjallinu. Það er bara þannig að þegar maður er á kafi sjálfur, þá fylgist maður betur með. En allavegana til hamingju með það sem komið er, þetta er hrikalega flott og vel gert.
 =D>
Kv,

Skúli K.
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: GunniCamaro on July 23, 2014, 15:03:27
Þetta er flott hjá þér, þú ert að færast nær endapunktinum í bíladellunni þar sem þú ert með hálfbróðir Camarosins og vantar bara að eignast "aðalbróðirinn"  :D
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on July 24, 2014, 22:01:27
Sæll Skúli, ég þakka hólið, já pabbi sagði mér að þú hefðir kíkt í heimsókn, þetta er hrikalega skemmtilegt verkefni og alveg pottþétt ekki mitt síðasta. Ég náði að klára að ryðbæta botninn og mála hann í fríinu, það kom sífellt meira og meira í ljós eftir því sem maður kroppaði meira. Læt hér fylgja nokkrar myndir frá því í Maí.

Gaf sjálfum mér þessar Torque Thrust felgur í afmælisgjöf.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/121.jpg)

Svo var farið að ryðbæta hér og þar, læt fylgja myndir af hluta þess sem ég bardúsaði í.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/122.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/123.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/124.jpg)

Önnur festingin fyrir grindina farþegameginn var alveg búinn á því.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/125.jpg)

Festingarnar fyrir sætisbeltin gat ég slitið úr með höndunum, það var ekki alveg að gera sig.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/126.jpg)

Skottið kom merkilega á óvart, tvö göt sem þurfti að steikja í þar.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/127.jpg)

Gólfið.. nýmálað og klárt.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/129.jpg)


Næst er að koma grindinni og hásingunni undir hann og fara svo í að skipta um hjólaskálarnar og afturbrettin... meira fjör!  \:D/
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Dart 68 on July 25, 2014, 23:06:47
 =D> =D> =D> =D> =D> =D>

ég held bara áfram að klappa fyrir þér :)

kv
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: RO331 on July 25, 2014, 23:37:16
Pro  :)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on July 28, 2014, 20:14:10
þetta er magnað, flottar myndir  8-)

djöfull sem ég hefði þurft þetta á sínum tíma  :mrgreen:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on July 28, 2014, 20:45:46
Já, alveg magnað hvað F og X body bílar geta ryðgað í kring um framrúðuna....reyndar eins og á fleiri stöðum.  :mrgreen:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Chevy Bel Air on July 29, 2014, 11:12:56
Vel gert og gaman að fylgjast með þessari uppgerð  :smt038
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on July 31, 2014, 17:12:38
Hér er litur sem ég held að sjáist ekki oft en falleg er hún 8-)

Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on September 21, 2014, 11:46:09
Komin í hjólin.

(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/130.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/131.jpg)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on September 25, 2015, 00:11:38
Jæja upp með  þennan þráð!!!
eru ekki brakandi ferskar myndir að detta hér í hús af Novuni Maggi  :mrgreen:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on September 25, 2015, 07:06:17
Skal setja inn næsta skammt fljótlega.  :)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on September 28, 2015, 19:41:49
Skal setja inn næsta skammt fljótlega.  :)


 :smt023
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on October 18, 2015, 22:24:50
Smá teaser... meira seinna.  :-$
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Dart 68 on October 19, 2015, 21:08:04
NICE ! !  :mrgreen:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on October 20, 2015, 13:57:10
Hrikalega töff  8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: GO on October 24, 2015, 15:00:23
Flott verkefni og þolinmæði  :D
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on December 30, 2015, 21:27:00
Næsti skammtur.

Mælaborðsplatan og hvalbakurin voru mjög slæmir og þurfti að skipta um bæði stykkinn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/134.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/136.jpg)

Þar sem þetta er sama efra stykki og er eins og á '69 Camaro þá þurfti ég að loka þessum tveim götum þar sem Novan gerir ekki ráð fyrir loftinntökum á þessum stað.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/137.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/138.jpg)

Gamla og nýja mælaborðsplatan, ég þurfti að smíða nýja brún þar sem coverið á mælaborðinu festist þar sem það er ekki gert ráð fyrir því á nýja.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/139.jpg)

Fékk nýja framrúðu og þurfti að máta hana í til að vera öruggur um að allt passar.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/140.jpg)

Eins og í sögu.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/141.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/142.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/143.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/144.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/145.jpg)

Frambrettið bílstjórameginn.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/146.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/147.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/149.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/150.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/151.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/152.jpg)

Ég ákvað að mini-tubba bílinn og fékk hjólskálar í hann frá Detroit Speed. Með þeim get ég farið í dekk sem eru allt að 325mm að breidd.
(http://www.ss396.com/mm5/graphics/00000001/DSE040402.jpg)
(http://www.mattsclassicbowties.com/contents/media/l_camaro_tubs_2.jpg)

Þá var farið í að fjarlægja afturbrettin, ásamt ytri og innri hjólskálum.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/153.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/154.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/155.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/156.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/157.jpg)

Hér á eftir að skera 3" úr gólfinu og taka úr grindarbitanum.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/158.jpg)

Búið að sekra og þá er að loka grindinni, einnig þurfti ég að færa fjaðrirnar inn fyrir grind og smíðaði ég önnur fjaðrahengsli.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/159.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/160.jpg)

Allt mátað.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/161.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/162.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/163.jpg)

Keypti 15x10" afturfelgur frá Billett Specialties ásamt MT ET Street áður en öllu var lokað.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/164.jpg)

Allt eins og í sögu og þá er búið að festa innri og ytri hjólskálar, afturbrettið næst....
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/165.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/166.jpg)

Bjó til flangs á gamla brettið og lét brettið falla ofan í hann.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/167.jpg)

Þessar panelklemmur koma sér mjög vel.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/168.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/169.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/170.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/171.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/172.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/173.jpg)

Smá föndur eftir inni í hjólskálinni þar sem skálinn frá Detroit Speed nær ekki alla leið niður eins og original skálin.
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/174.jpg)

Eins og með allt aftermarket dót að þá passar það oft mjög illa, það þurfti á nokkrum stöðum að "láta" þetta passa, en allt gekk þetta vel á endaum.  :)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1971_nova_au675/175.jpg)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Chevelle on December 30, 2015, 23:24:16
 :D vááá hann á eftir að vera geðveikur hjá þér  :smt023
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Sævar Pétursson on December 31, 2015, 15:53:46
Mega flott hjá þér Maggi.
Gleðilegt ár
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Kristján F on December 31, 2015, 16:42:39
Mjög flott  =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: palmis on December 31, 2015, 23:43:48
Þetta er allveg A klassa vinnubrögð. Glæsilegt hjá þér. Þessar felgur koma ekkert smá vel út :D
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Ramcharger on January 04, 2016, 08:49:26
Verður flott þessi Nova :shock:
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on January 04, 2016, 17:31:31
Takk takk, þetta hefst hægt og rólega.   :)

Svo var ég að eignast ódýrt eina 454 sem er væntanleg til landsins í Mars/Apríl, en það er mótor sem þarf að fara yfir.  \:D/
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Brynjar Nova on January 07, 2016, 23:38:48
Þetta er alveg magnað og verður þessi Nova hrikaleg Maggi  8-)
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Dart 68 on February 02, 2016, 06:55:58
 =D> =D> =D> =D>

Frábært hjá þér - alveg geggjað
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Kiddi on February 02, 2016, 17:09:31
 =D>
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: nikolaos1962 on February 03, 2016, 19:53:59
Flott!!  \:D/
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: 66MUSTANG on February 14, 2016, 16:46:56
Bara flott hjá þér keyrir hann næsta sumar?
Title: Re: 1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Post by: Moli on February 15, 2016, 21:14:06
Nei, það verða einhver ár í að þetta verði klárað, svona ef maður á að vera raunsær.  :-"