Sæll Skúli, ég þakka hólið, já pabbi sagði mér að þú hefðir kíkt í heimsókn, þetta er hrikalega skemmtilegt verkefni og alveg pottþétt ekki mitt síðasta. Ég náði að klára að ryðbæta botninn og mála hann í fríinu, það kom sífellt meira og meira í ljós eftir því sem maður kroppaði meira. Læt hér fylgja nokkrar myndir frá því í Maí.
Gaf sjálfum mér þessar Torque Thrust felgur í afmælisgjöf.

Svo var farið að ryðbæta hér og þar, læt fylgja myndir af hluta þess sem ég bardúsaði í.



Önnur festingin fyrir grindina farþegameginn var alveg búinn á því.

Festingarnar fyrir sætisbeltin gat ég slitið úr með höndunum, það var ekki alveg að gera sig.

Skottið kom merkilega á óvart, tvö göt sem þurfti að steikja í þar.

Gólfið.. nýmálað og klárt.

Næst er að koma grindinni og hásingunni undir hann og fara svo í að skipta um hjólaskálarnar og afturbrettin... meira fjör!
